Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREIN | sem til eru, skoðaðar og greindar til að skera úr um hvort sykurlausn í munn við verkjum hjá I fullburum og fyrirburum sé hættulaus, auðfram- í kvæmanleg og árangursrík til að lina verki vegna smávægilegra ifingripa, og ef svo er, í hvaða magni. Rannsóknir síðustu ára á aðferðinni voru flokkaðar og efnislegir þættir þeirra greindir. Til- gangurinn með þessari rannsóknarýni var að : finna rök sem gætu nýst til að velja verkjameð- ferð fyrir veika nýbura og fyrirhura sém verða | fyrir mörgum smávægilegum inngripum meðan á dvöl þeirra á nýburagjörgæslu stendur. Verkja- | meðferð vegna áreita, sem börnin verða fyrir í : meðferð og rannsóknum, eru enn almennt ekki 1 veittar á nýburagjörgæsludeildum. Verkir á nýburagjörgæsludeildum og áhrif þeirra á nýbura Öll heilbrigð, fullburða börn á Islandi þurfa að gangast undir eitt til þrjú sársaukafull inngrip á ! fyrstu dögum ævinnar. Hjá fyrirburum og veik- um fullburum er þessu á annan hátt farið. Þau i verða fyrir margs konar áreitum í meðferðar- og [ rannsóknartilgangi sem leitt geta til verkja. Það ; er auðvitað misjafnt eftir ástandi barns hversu mikið þarf að beita stungum og öðrum sársauka- ! fullum inngripum en ekki verður með öllu kom- ist hjá þeim. Erfitt er að henda reiður á fjölda slíkra áreita, en þó eru til nokkrar rannsóknir sem hafa snúist um hve algeng þau eru. Barker og Rutter (1995) sýndu í rannsókn sinni að hvert barn, sem legðist inn á nýburagjörgæslu, yrði að meðaltali fyr- ir um 61 smávægilegu inngripi meðan á dvöl þess stæði. Fram kom að um 74% inngripa á nýburagjörgæslu fara fram á börnum sem fæðast fyrir 31. viku meðgöngu og að hælstung- ur voru algengasta ástæðan (56%). Þeir taka dæmi af barni sem fætt var eftir 23 vikna meðgöngu og vó þá 560 gr. Það varð fyrir 488 inngripum meðan það dvaldi á nýburagjörgæslu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt 2 til 10 sársaukafull inngrip að meðaltali á dag (Johnston og Stevens, 1996). Niðurstöður þessara rannsókna eru líkar reynslu okkar á Islandi, fjöldi slíkra inngripa er þó breytilegur. Hér á eftir fer dæmi af vöku- deild Landspítala-háskólasjúkrahúss og er það engan veginn einstakt. Dæmi: Fyrir skömmu lá á vökudeildinni barn sem var fætt eft- ir 28 vikna meðgöngu og vó um 500 grömm. 1 flestu vegnaði því vel. Sykurbúskapurinn var þó mjög óstöðugur og þurfti því stöðugt að fylgjast með blóðsykri og var barnið þess vegna með insúlíndreypi í æð um nokkurra vikna skeið. Til að fylgj- ast með blóðsykrinum þurfti að stinga það mjög oft og var þá alltaf stungið í hæl. Þegar mest lét voru það um 54 stungur á sólarhring. Á því tímabili var þyngd barnsins nokkuð undir 500 grömmum. En að meðaltali voru það um 12 stungur á dag vegna blóðsykurmælinga, fyrir utan stungur vegna mælinga á blóðgösum og uppsetningar á æðaleggjum. Þegar farið var yfir sjúkraskrá barnsins mátti greina um 800 stungur vegna blóð- sykursmælinga á um 3 mánaða tímabili. Sú lífsreynsla, sem lýst er hér að framan, kallar á aðgerðir hjúkrunarfræðinga. Meðhöndlun verkja hjá börnum er mikil- væg bæði siðferðilega og vegna þeirra lífeðlislegu áhrifa sem verkir hafa á líkamsástand, bata og líðan barnsins þegar litið er Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.