Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 22
Rakel Björg Jónsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir niinnmM Sykurlausn í munn við verkjum hjá fyrirburum og fullburða nýburum 20 Útdráttur Veikir nýburar verða fyrir mjög mörgum smávægilegum en sársaukafullum inngripum meöan á dvöl þeirra á nýburagjörgæslu stendur. Verkjameðferð vegna þessara inngripa er enn ekki stundaðuð á nýburagjörgæslu- deildum að neinu ráði. Markmið þessarar samantektar var að skoða hvort sykurlausn í munn við verkjum hjá fullburða börnum og fyrirburum væri hættulaus, auðframkvæmanleg og árangursrík aðgerð til að lina verki vegna smávægilegra inngripa. Rannsóknir síðustu ára á aðferðinni voru flokkaðar og efnislegir þættir þeirra greindir. Við lestur á rannsóknunum og samantekt á niðurstöðum þeirra má sjá aö 0,012-0,12g súkrósagjöf í munn 2 mínútum fyrir hælstungu og stungu í æð minnkar marktækt verki hjá fullburum og fyrirburum. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að um miölæg og langtíma áhrif á taugakerfið sé aö ræða en ekki eingöngu stöðvun verkjaboða af hálfu innbyggða ópíóðakerfisins vegna áhrifa súkrósa á bragðskyn áður en sársaukinn er skynjaður. Þær rannsóknir, sem til eru, benda ekki til neinna aukaverkana af gjöf á sykurlausn í munn. Þó hefur verið bent á að taka þurfi mið af hugsanlegu frúktósaóþoli og hárri osmósuþéttni lausnarinnar og gera frekari rannsóknir á áhrifum þess á börn sem fæðast löngu fyrir tímann. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að til boða standi nýir möguleikar við verkjameðferð nýbura sem veröa fyrir smávægilegum inngripum eins og blóðtöku með hælstungu, nálaruppsetningu, mænuholsástungu, þvagá- stungu, brjóstholsástungu, uppsetningu barkarennu og fleira. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta gagnsemi sykurlausnar í munn við að lina sársauka við fjölbreyttar aðstæður og meðal ýmissa aldurshópa ný- bura. Auk þess þarf að laga gjöfina að þörfum, s.s. styrk lausnarinnar sem gefa á. Aðferðin lofar þó í heild góðu við meðferð verkja hjá nýburum bæði með tilliti til áhættu og árangurs. Inngangur I Ijúkrunarfræðingar á nýburagjörgæsludeildum hafa í áranna rás beitt ýmsum ráðum til að auka vellíðan skjólstæðinga sinna og draga úr verkjum þeirra, s.s. með því að breyta legu- stellingum, minnka umhverfisáreiti, halda á barni í fangi, rugga barni, gefa því snuð og notaðar ýmsar þroskahvetjandi aðgerðir (Shapiro, 1989). Þessar aðferðir hafa verið notaðar heldur tilviljanakennt, ýmist með lyfjagjöf eða einar og sér, við verkjum vegna sjúkdóma eða skurðaðgerða. Lítið hefur orðið ágengt á nýburagjörgæsludeildum við inngrip utan skurðstofu og eru verkir, sem þeim fylgja, yfirleitt ekki meðhöndlaðir (Porter og Anand, 1998). Af augljósum ástæðum er ekki hægt að gefa lyf sem verka á miðtaugakerfið við verkjum sem hljótast af blóðprufutöku eða þvag- eða mænuástungu. Sökum þess hafa mikl- ar umræður og rannsóknir átt sér stað innan ný- buragjörgæslu á aðferðum sem koma í veg fyrir eða draga úr verkjum út af smávægilegum inngripum (procedural pain) hjá smábörnum, fullburða nýburum eða fyrirburum. Má þar nefna EMLA-krem, parasetamól, sykurlausn í munn, sog á snuði með eða án sykurlausnar, snertingu, að halda á barni í fangi, þroskahvetj- andi aðgerðir og fleira. Mesta athygli hefur hlotið gjöf sykurlausnar í munn með eða án sogs á snuði enda sé um aðl ræða hættulausa, auðframkvæmaniega og árang- ursríka aðgerð til að lina sársauka vegna smá- vægilegra inngripa. Hér á eftir verða rannsóknir, Rakel B. Jónsdóttir, M.S., er hjúkrunarfræðingur á Vökudeild Barnaspítala Hringsins, LSH Guðrún Kristjánsdóttir, M.Sc., DrPH/PhD, Prófessor og forstöðumaður fræðasviðs Barnahjúkrunar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands og LSH Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.