Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL ■ ■ Oryggi sjúklinga I siðareglum hjúkrunarfræðinga stendur í 2. gr. að hjúkrunarfræðingur sé málsvari skjólstæðings og standi vörð um rétt hans. I 5. gr. stendur m.a.: „Ef heilbrigði eða öryggi skjólstæðings er stefnt í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfsfólk ber hjúkrunarfræðingi að til- kynna það viðeigandi aðilum." Síðustu vikur hefur mikil umræða farið fram í fjölmiðlum um það sem kölluð eru meint lækna- mistök eða mistök í heilbrigðiskerfinu. I ein- staka tilfellum er jafnvel talið að dauðsföll megi rekja til slíkra mistaka. Slíkt er að sjálfsögðu ó- viðunandi, jafnvel þó viðurkennt sé að í jafn flókinni og viðkvæmri þjónustu og heilbrigðis- þjónustan er, sé ógerningur að sneiða algjörlega hjá mistökum. Að minnsta kosti er víst að enginn heilbrigðisstarfsmaður fer til vinnu með það í huga að gera eitthvað sem veldur skjólstæðingi skaða. Slík tilvik eru alltaf óhöpp. Þau er nauð- synlegt að skoða ofan í kjölinn til þess að læra af þeim þannig að fyrirbyggja megi endurtekningu. Til að hægt sé að skoða mistök og það sem kalla mætti „nær-mistök“ er nauðsynlegt að hvert og eitt atvik sé skráð og tilkynnt viðeigandi yfirvöld- um. Ef viðbrögð við slíkum tilkynningum ein- kennast af því að finna beri sökudólg, einhvern einn sem gera megi ábyrgan fyrir atvikinu, er hætta á að heilbrigðisstarfsmenn veigri sér við að tilkynna mistök eða „nær-mistök" af hræðslu við að missa vinnu og starfsheiður. Markmiðið á að vera að læra og fyrirbyggja, ekki að ásaka. Danska hjúkrunarfélagið leggur um þessar mundir sérstaka áherslu á öryggi sjúklinga. I samantekt frá félaginu kemur fram að áætlað sé að nærri tíundi hver sjúklingur á sjúkrahúsum lendi í mistökum eða „nær-mistökum". Að meðaltali lengist sjúkrahúsvist þessara einstak- linga um 7 sólarhringa. Þar er áætlað að fyrir- byggja megi um 40% þessara óhappa. Það er því ekki aðeins beinn faglegur og persónulegur á- vinningur af því að fyrirbyggja mistök í heilbrigð- iskerfinu heldur einnig fjárhagslegur ávinningur. Elsa B. Friöfinnsdóttir tí samantekt danska hjúkrunarfélagsins er bent á að ekki aðeins þurfi að virkja starfs- fólk heilbrigðisþjónustunnar í því að fyrir- byggja mistök heldur ekki síður sjúklingana Elsa B. Friðfinnsdóttir sjálfa. Það sé fyrst og fremst gert með miklu samráði við sjúklinga og aukinni fræðslu.; Danska hjúkrunarfélagið leggur áherslu á að rétt sé að til- kynna sjúklingi og aðstandendum um mistök eða „nær-mis- tök“. Á þann hátt verði sjúklingurinn ábyrgari þátttakandi í eigin meðferð og einnig treysti það samband sjúklings og að- standenda við heilbrigðisstarfsmenn. Hér á landi hefur ekki farið fram sjálfstæð rannsókn á mistök- um í heilbrigðiskerfinu. Ef niðurstöður bandarískra rann- sókna eru yfirfærðar á íslenskt samfélag má gera ráð fyrir að rúmlega 50 einstaklingar látist á ári hverju vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu. Flest teljum við líklega að þetta sé of há tala. Samfélag okkar er það lítið að ólíklegt er að slíkar tölur kæmust ekki í meira hámæli en raun ber vitni ef réttar væru. Engu að síður ber okkur skylda til að efla mjög eftirlit með og skráningu meintra mistaka og „nær-mistaka“. Landlæknir hef- ur þegar tilkynnt að embættið hafi uppi áform um að koma á fót sérstakri rannsóknarnefnd vegna slysa eða óhappa á heil- brigðisstofnunum. Gert er ráð fyrir að nefndina skipi fagfólk og er það von mín að hjúkrunarfræðingar, sem málsvarar skjól- stæðinga og vörslumenn öryggis þeirra, verði þar fjölmennir. Á erfiðum tímum í lífi fólks, í eigin veikindum eða veikindum ástvina, er nauðsyniegt að gagnkvæmt traust ríki milli heil- brigðisstarfsmanna og skjólstæðinga þeirra, að þeir síðar- nefndu finni til fullkomins öryggis og vissu um að vel sé fylgst með starfsfólki og störfum þess. Eg óska hjúkrunarfræðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og heilla á komandi ári. Eg þakka af alhug gott samstarf á árinu sem senn er liðið. Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. irg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.