Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 36
Valgeröur Katrín Jónsdóttir Hvers vegna láta hjúkrunarfræðingar þetta viðgangast? - spyr Suzanne Gordon sem segir hjúkrunarfræðinga þurfa að skilgreina sig á annan hátt til að rödd þeirra heyrist í auknum mæli í samfélaginu Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Suzanne Gordon var hér á landi í byrjun október, var með vinnusmiöju fyrir hjúkr- unarfræðinga og sótti heim hjúkrunarfræðideildirnar á Akureyri og í Reykjavík auk þess sem hún flutti fyrirlestur á félagsráðsfundi sem haldinn var í húsakynnum Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22. Suzanne hefur skrifað bókina „From silence to voice" sem sagt hefur verið frá hér í tímaritinu áður. Þar leggur hún áherslu á að hjúkrunarfræðingar segi frá því sem þeir eru aö gera og komi upplýsingum um mikilvægi starfa sinna og þekkingar á framfæri við fjölmiðla. Ritstjóri Tímarits hjúkr- unarfræðinga fékk tækifæri til að spjalla við hana þegar stund var milli stríöa í þétt skipulagðri dagskrá og lék for- vitni á að heyra hvaö hefði vakið athygli hennar á störfum hjúkrunarfræðinga. Suzanne segir að faöir hennar hafi ver- ið augnlæknir og hún því alist upp á sjúkrahúsum. Hún segist þó lítið hafa velt fyrir sér störfum hjúkrunarfræöinga og mundi lítið eftir þeim frá fyrstu ævidögum sínum. Hún hóf nám til að verða gagnrýnandi franskra bókmennta en hætti því og gerðist blaðamaður, skrifaði um ýmis mál er vörð- uðu konur, ritaði um félagsleg vandamál, bók um einmana- Ieika í Bandaríkjunum, bók um indíána, bók um hinn raun- verulega heim ballettdansara þar sem margir þjást af lystar- stoli og margvíslegum meiðslum og fleira í þeim dúr. „Ég var mjög pólitísk, er femínisti og skrifaði mikið á móti styrjöldum, fór m.a. til Kaliforníu og vann í nokkrar vikur með Jane Fonda þar sem hún og fleiri börðust gegn Víetnamstríðinu.“ En er hún var 38 ára gömul fæddi hún fyrsta barn sitt og það var á litlu sjúkrahúsi rétt utan við Boston þar sem hún býr nú. Vin- kona hennar, sem var lærður læknir, vann á sjúkrahúsinu og hún segist hafa búist við að hún fylgdi sér í gegnum fæðing- una. Hún deyfði hana, en það voru hjúkrunarfræðingar sem komu henni í gegnum fæðinguna og hún segir að þeir hafi kennt sér allt sem hún þurfti að vita, svo sem hvernig hún átti að annast barnið, og áttu svör við öllum vandamálum hennar. „Ég varð mjög hrifin og undrandi, við vitum flest að þegar við erum veik förum við til læknis en ekki hjúkrunarfræðings. Þegar við förum hins vegar á sjúkrahús eru margir undrandi á því að þeir komast ekki lifandi heim af sjúkrahúsinu án hjúkrunarfræðings. Það hefur verið sagt að barnsfæðing sé eðlileg en það dóu margar konur og börn við barnsburð hér áður fyrr. Það eru því hæfir hjúkrunarfræðingar sem koma í veg fyrir dauðsföll. Ég fór á sjúkrahúsið og hélt að lækn- arnir væru aðalstarfsfólk sjúkrahúsanna en í ljós kom að það voru hjúkrunarfræðingarnir," segir hún og bætir við að þetta sé sú ímynd sem fólk hafi almennt af störfum lækna og hjúkrunarfólks þar til það þurfi á þjónustunni að halda en þá komi hið sanna í ljós. Astæðan fyrir þessum misskilningi segir hún vera að læknar hafi verið mun duglegri að koma sér á framfæri í fjölmiðlum og ef upp koma mál sem varða heilbrigðisþjónustu sé mun oftar leitað til Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.