Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 42
Ingibjörg R. Magnúsdóttir fv. skrifstofustjóri Horft um öxl Hjúkrunarlög - hjúkrunarráð - hjúkrunarfræðingur lög um heiIbrigðismáI - hjúkrunarmál 40 Á sl. sumri var mér boðið að sitja 400. fund hjúkrunarráðs. Boöið kom frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jóni Kristjánssyni, og voru þar saman komnir ásamt hjúkrunar- ráði nokkrir fyrrverandi fulltrúar ráðsins og fleiri gestir. Með þessum hátíöafundi sýndi ráöherra enn einu sinni áhuga sinn á málefnum hjúkrunarfræðinga. Við þessi tímamót þótti mér hlýða að rifja upp fyrstu ár mín í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, afskiptum mín- um þá af málum hjúkrunarfræðinga og setu minni sem for- maður hjúkrunarráðs í tuttugu ár. Ég sagði lauslega frá því á fundinum og vegna áskorana nokkurra fundarmanna setti ég það á blað og sendi Tímariti hjúkrunarfræðinga til birt- ingar. Nokkuö af því hefur þó komið áður í viðtali er ritstjóri blaðsins átti við mig þegar ég lét af störfum árið 1993. Eg var skipuð fulltrúi í hjúkrunarmálum í heilbrigðisráðu- neytinu hinn 1. júlí 1971. Nokkrum mánuðum síðar var stöðu minni breytt í stöðu deildarstjóra og síðustu árin skrifstofu- J stjóra. I ráðuneytinu starfa nú tveir hjúkrunarfræðingar, annar þeirra er skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri í fjarveru hans. Hjá | landlæknisembættinu starfa 5 hjúkrunarfræðingar, þar af einn yfirhjúkrunarfræðingur. I ráðuneytið kom ég frá litlu sjúkrahúsi utan af landi, Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Að vísu var Akureyri þá næst- stærsti bær á Islandi en sveita- hær á alþjóðamælikvarða. Ég kom beint frá námi í Hjúkrun- arskóla lslands. Endurteknum auglýsingum um stöðu hjúkr- unarforstjóra hafði enginn sinnt og ég var ítrekað beðin um að taka að mér stöðuna. Ég gerði það með það í huga að síðar færi ég í framhalds- nám í hjúkrun erlendis. Það gerði ég þrem árum síðar. Fyrsta dag minn í starfi í ráðuneytinu lá á skrifborði mínu bréf þar sem ég var skipuð í nefnd til þess að semja reglugerð fyrir nám gæslusystra á Kópavogshæli, starfshóp sem vann í stofn- unum fyrir vangefna eins og sá hópur var kallaður í þá daga. Formaður nefndarinnar var Björn Gestsson, forstöðumaður Kópavogshælis, og með okkur var Katrín Guðmundsdóttir, full- trúi gæslusystra. Þetta starf reyndist mér ánægjulegt og mjög; gagnlegt. Ég hafði sem bæjarstjórnarfulltrúi á Akureyri barist Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003 Meö ráöherra Ragnhildi Helgadóttur ' Við störf í ráðuneytinu fyrir Sólborg, heimili vangefinna þar, það kom mér í kynni við þá og vakti áhuga minn á málefn- um þeirra. | Meðal verkefna okkar í þessari reglugerðarnefnd var að koma með tillögu um nýtt starfsheiti fyrir i gæslusystur. Ég fór í smiðju til föður míns. Hann var mikill áhugamaður um íslenska tungu og nú bað ég hann að huga að starfsheiti fyrir þennan á- gæta hóp, tók fram að starfsheitið yrði að vera I bæði fyrir konur og karla. Ef ég man rétt var þar | þó enginn karlmaður. Nokkrum dögum síðar fór | ég í heimsókn til pabba og þá rétti hann mér blað með tveim orðum, annað var þroskaþjálfi. Þroska- | þjálfi þótti mér strax hljómfagurt orð og lagði það til við nefndina en að sjálfsögðu voru það gæslu- systur sjálfar er velja skyldu nafnið. Fulltrúi gæslusystra lagði þessi starfsheiti fyrir Félag ; gæslusystra og hlaut starfsheitið þroskaþjálfi sam- þykki félagsins. Þetta starfsheiti ber þessi hópur enn þann dag í dag og nú er talað um þroskahefta en ekki vangefna. Ástæðan fyrir því, að ég gef þessari reglugerðar- smíði og starfsheitamáli svolítinn tíma hér er sú | að ég tel að það hafi leitt huga minn að iögum um hjúkrun og okkar eigin starfsheiti. Lög og reglu- gerðir - það var nýtt verkefni fyrír mig þá sem ég átti eftir að kynnast verulega vegna starfs míns í ráðuneytinu. Lög um hjúkrun Lög um hjúkrun voru komin vel til ára sinna. Þar var m.a. grein um að þegar nemandi brautskráðist | frá Hjúkrunarskóla Islands hafi „hann öðlast rétt- indi að lögum til að heita hjúkrunarkona og að i stunda hjúkrunarkvennastörf hér á landi“. Ég ræddi við Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra, hvort | ekki væri þörf á að endurskoða lög um hjúkrun og að ráðuneytið veitti hjúkrunarkonum réttindi til starfa eins og læknum. Páll var alltaf hlynntur öllu því er betur mætti fara í hjúkrunarmálum sem og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.