Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 50
Asta Jóna Guðmundsdóttir 48 ÞANKASTRIK Hjúkrun á Héraöi Ásta Jóna Guömundsdóttir Ég ætla að skrifa örfá orð um hjúkrun á Austurlandi eins og ég þekki til og hvernig ég flæktist í hjúkrun og upplifun mína á henni. Hjúkrunarblaðið er fullt af fróðleik, þannig að ég ætla ekki að vera á fræðilegum nótum. Eg er uppalin í sjávarplássi og byrjaði að vinna tólf ára gömul í frystihúsi við pökkun og snyrtingu. Ég fann það fljótlega að þetta var ekki það sem mig langaði að leggja fyrir mig, en í- lengdist í þessu þar sem það var ekki um margt að velja í at- vinnumálum. Ég sagði skilið við frystihúsið þegar ég fékk vinnu á sjúkrahúsinu á staðnum, þá á sautjánda ári. Ég man eftir fyrstu dögunum mínum þar. Mér til tilsagnar var stúlka einu ári eldri en ég. Hún kenndi mér hvernig ætti að aðstoða sjúklingana við hreinlæti o.fl. Mér fannst hún mjög klár. Hún sagði mér að hún væri að hætta að vinna á sjúkra- húsinu því hún ætlaði suður og hefja sambúð. Ég kunni strax vel við mig í gangastúlkustarfinu og ákvað að fara í hjúkrun. Á þessum góða vinnustað vann ég sumarvinnu eftir fyrsta árið í hjúkrun. Þetta var á fyrri hluta áttunda ára- tugarins og aðstæður allt aðrar en þær eru í dag, t.d. tók ég nokkrar næturvaktir í röð og var alitaf ein á vakt í húsinu sem var gamalt tveggja hæða frá 1900. Ég lenti einu sinni á mjög erfiðri næturvakt án þess að fara út í þá sálma nákvæmlega. A báðum hæðum voru 25 sjúkrarúm, þar á meðal tvær sængurkonur með nýfædd börn sem þurfti að staupa. Á einni stofunni var devjandi sjúklingur sem þurfti að sinna og snúa reglulega sem ég varla réði við sökum þyngsla hans. Uppi á efri hæðinni var sjúklingur sem þurfti að vera undir stöðugu eftirliti. Nóttin leið og ég var eins og pendúll upp og niður stigann til morguns. Þetta var erfið nótt en það hvarflaði ekki að mér að kalla á aðstoð svo lengi sem ég höndlaði vaktina því ég ætlaði að standa mig. Þegar ég var gangastúlka sagði ég við eina stöllu mína á sjúkrahúsinu að ég ætlaði að verða hjúkka því þær hefðu það alltaf svo rólegt. Reyndin var aldeilis önnur, hjúkrunarstarfið getur verið mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. I lok sumra vakta er bæði „wet iook“ á manni og ásæknar hugsanir á erfiðum tím- um sem tilheyra starfinu. Þetta hugarfar loðir við hugsanlega vegna þess að þegar við útdeilum verkum, þá er misbrestur á að við segjum samstarfsfólki frá því hvað við erum að fara að gera og einnig koma oft upp hjá okkur ófyrirsjáanleg verk sem við þurfum skyndilega að sinna, svo ég tali nú ekki um stofu- ganginn þar sem við erum á „skemmtigöngu" með lækninum. Eftir útskrift settist ég að austur á Héraði og hef unnið á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Síðastliðin fjögur ár hef ég verið eingöngu á kvöldvöktum, og vfirleitt verið eini hjúkrunarfræðingurinn á vakt með sjúkraliða og tveimur til þremur starfstúlkum. A sjúkradeildinni eru um tuttugu langlegusjúklingar auk sjúklinga sem koma reglulega í hvíldarinnlögn. Einnig Ieggjast inn sjúklingar með mismunandi bráða sjúkdóma. I heildina er hér verið að kljást við stóran hluta af sjúkdómaflórunni þó cnginn sé deildarflokkunin vegna fæðar og smæðar sem hefur bæði kosti og galla. Hættan er að eftir mörg ár í starfi á sama stað, þar sem möguleikar á tilbreytingu hvað varðar hjúkrun eru litlir þá verði hjúkrunarverk- efnin æ minna ögrandi. Kostirnir eru hins vegar þeir að þekkja sjúklingana og starfsfólkið vel og er óhjákvæmilega minni stofnanabragur á lítilli fjölbreyttri deild þar sem maður lendir í flestu öðru en að aka sjúkrabílnum. Kveðja að austan. Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.