Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 51
BRÉF FRÁ LESENDUM mmammmmmamma mmmma Og þá var kátt í höllinni Undarfarnar vikur hef ég verið öfugum megin viö heilsulínuna og því ekki mætt á fundi í rit- stjórn tímaritsins okkar. Það var því með eft- irvæntingu að ég tók upp blaöið síðast er það barst til mín. Ritrýnd grein um eflandi og nið- urbrjótandi samskiptahætti og samfélög eftir dr. Sigríði Halldórsdóttur, prófessor við HA, var einkar áhugaverð lesning. Mikið var ég sammála nýja formanninum okkar, Elsu B. Friðfinnsdóttur, um að hjúkrunarfræðingar væru vannýttur auður innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Hér er kona sem veit hvað hún syngur og ég er einstaklega ánægð með það að hún skyldi Ijá stéttinni starfskrafta sína. Síðast í blaðinu var lesendabréf sem byrjaði á hinu vinsamlega ávarpi Kæru lesendur. Eg er einn af þeim, hugsaði ég og byrjaði að lesa bréfið sem skrifað var af Hrafni Ola Sigurðssyni á Landspítal- anum. Mikið varð ég glöð þegar ég lauk lestrinum. Orðin voru eins og töluð út úr mínu hjarta og hug- urinn reikaði mörg ár aftur í tímann. Ég stað- næmdist við árið 1965 þegar ég var á fyrsta ári í hjúkrunarnámi og María Pétursdóttir var að kenna okkur íslenska hjúkrunarsögu. Að segja okkur frá brautryðjendunum sem hófu merkið á loft og neit- uðu að verða deild í danska hjúkrunarfélaginu en kröfðust þess að vera sjálfstætt félag. Þetta var árið 1919 sama ár og María sjálf fæddist. Þau fylgdust nefnilega alltaf að, félagið og hún, jafnt í leik sem starfi. Næst var staldrað við árið 1973 er ég kom heim frá námi í hjúkrunarkennslu við há- skólann í Ósló og hóf störf við Hjúkrunarskóla Is- lands. Það ár stofnuðum við kennaradeild innan Hjúkrunarfélagsins sem barðist gegn því með oddi og egg að menntamálaráðuneytið færi með hjúkr- unarnám í nýstofnaða fjölbrautarskólana. Upp í hugann hrönnuðust minningar frá ótrúlegum fundum í deildinni þar sem ungur formaður reyndi að stýra höfuðkempunum í hjúkrunarstétt þegar þær voru ósammála. Þrátt fyrir orrahríð á stundum voru þó allir sammála um eitt, að styðja við bakið á nýstofnaðri námsbraut í hjúkrunar- fræði sem félagið hafði mikið barist fy'rir. Árið 1982 var merkilegt í mínu lífi en þá tók ég við sem formaður félagsins af Svanlaugu Arna- dóttur og í hönd fór krefjandi og skemmtilegt tímabil. Þegar ég leit yfir farinn veg árið 1991, er ég hætti for- mennsku, fannst mér stór hluti af mínum tíma hafa farið í það að leita leiða til að sameina hjúkrunarfræðinga í eitt félag. Hver skyldi trúa því í dag sem ekki þekkir söguna, en þannig var það nú. I nóvember árið 1989 var mikið um dýrðir því að þá varð Hjúkrunarfélag Islands 70 ára. Afmælisnefndin og stjórn höfðu unnið að undirbúningi allt árið og reyndar gott betur. Enda var hátíðin einstök þar sem haldin v'ar ráðstefna um hjúkrun sem þjóðfélagslegt afl, margir voru heiðraðir og deginum lauk á dýr- legri skemmtun um kvöldið. Ritun hjúkrunartals var þá í fullum gangi og lagðar voru fram á næsta fulltrúafundi árið 1990 vel útfærðar tillögur um sameiningu hjúkrunarfélaganna tveggja. Og nú stendur fyrir dyrum á næsta ári 85 ára afmæli félagsins ásamt 80 ára afmæli félagsmerkisins, blágresisins, og tímaritið verður 80 ára árið 2005. Þegar tímarit félaganna sameinuðust árið 1993 vorum við ekki þroskaðri en svo að fyrsta tölublaðið hét Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tölublað 1. árgangur 1993! Hjúkrunarfræðingar höfðu þá gefið út tímarit frá júní 1925 eða í 68 ár og státað sig af því að vera með annað elsta fagblað landsins. Sem betur fer vitkuðumst við og réttur árgangur leit dagsins ljós. 15. janúar 1994 var stofnfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningaferlinu, sem staðið hafði sleitu- laust í fjölda ára, var loksins lokið. Um haustið átti félagið af- mæli, varð 75 ára. Þá voru tímarnir svo viðkvæmir að helst átti að strika yfir alla fortíðina og byrja á núlli enda var afmælinu ekki fagnað eða þess getið á nokkurn hátt. Ég minntist þess þá hversu myndarlega Danir héldu upp á 75 ára afmælið sitt og fylltist tómleikatilfinningu og hugsaði með mér hvers virði allt þetta streð hefði verið fyrir sameiningu ef þurrka ætti fortíðina út. Heldur höfðum við þó þroskast er kom að 80 ára afmælinu, upp á afmælið var haldið á Kjarvalsstöðum og rætt um að sam- tök hjúkrunarfræðinga ættu 80 ára afmæli. Trúlega óraði stjórn- ina ekki fyrir því að svo margir hjúkrunarfræðingar vildu fagna áfanganum því að húsið bókstaflega sprakk og enginn heyrði neitt nema þeir sem allra fremstir stóðu. Og nú erum við bráðum 85 ára. Ég vona að stjórnin beri gæfu til þess að halda myndarlega upp á afmælið og að því verði komið inn í söguvitund hjúkrunarfræðinga að þeir eiga sér 85 ára félagssögu, 80 ára félagsmerkissögu og árið 2005 verði tímaritið okkar 80 ára en ekki 12 ára eins og það hefði orðið ef ekki hefði verið breytt um og réttur árgangur skráður. Hattinn tek ég ofan fyrir Hrafni Óla að vekja máls á þessu mikilvæga máli og ef við gerum RÉTT, eins og hann leggur til, heiti ég því sem ég heiti Sigþrúður Ingimundardóttir að hatt- inn skal ég éta. Sigþrúður Ingimundardóttir Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.