Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 53
Fréttamolar... Brautskráðir nemendur í hjúkr- unarfræði frá Háskólanum á Akureyri með BS- próf og heiti lokaverkefna María B. Guöjónsdóttir, Helena Eydal og Hildur Hauks- dóttir. Upplifun skólahjúkrunarfrœðinga af hlutverki sínu í úrvinnslu tilfinningalegra þátta hjá unglingum. Anna Lilja Björnsdóttir og Edda B. Sverrisdóttir. Erþörf fyrir heimahjúkrun barna á Akureyri? Kamilla Hansen, Jón Garöar Viðarsson, Nína Brá Þórar- insdóttir og Kolbrún Jónsdóttir. Frœðsla til foreldra sem eru að fara með börn sín í ferliaðgerð. Ingibjörg Jónsdóttir. Einmanaleiki aldraðra: Upprifjun minninga sem hjúkrunarmeðferð. Heiða Hauksdóttir, Sólveig Tryggvadóttir og Þórdís R. Sigurðardóttir. Heilsa og líðan nemenda við Háskólann á Akureyri. Eydís Ingvarsdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Jónína Pálsdóttir og Jóhanna Margrét Ingvarsdóttir. Þvagleki á meðgöngu og eftir fœðingu: Forprófun á spurningalista. Berglind Kristinsdóttir, Ingibjörg Lára Símonardóttir og Sandra Hrönn Sveinsdóttir. Aö sinna sálfélagslegum þörfum einstaklinga meö krabbamein og aðstandenda þeirra. Könnun meðal hjúkrunarfrœðinga á mikilvœgi, fœrni og framkvœmd. Ann-Merethe Jakobsen, Charlotta M. Evensen og S. Þyri Stefánsdóttir. Algengi lyfjamistaka meðal hjúkrunar- frœðinga á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fanney Maríasdóttir, Heiðdís Karlsdóttir, Helga Hákon- ardóttir og Soffía B. Sigurjónsdóttir. Lífmeð insúlínháöa sykursýki. Áhrif aðlögunar og andlegrar líðanar á blóð- sykurstjórn. Björk Jóhannsdóttir og Edda Guðrún Kristinsdóttir. Upp- lifun einstaklinga með sáraristilbólgu (ulcerative colitis) á eigin heilbrigði og velliöan. Vinnufundur ritnefndar í Kvennabrekku Vinnufundur ritnefndar var að þessu sinni haldinn í Kvennabrekku 24. október sl. Fyrst var haldið að Reykjalundi og Lára M. Sigurðardóttir, hjúkrunarfor- stjóri, sagði frá stofnun, uppbyggingu og starfsemi stofnunarinnar. Að loknum hádegisverði i matsal Reykjalundar var haldið í Kvennabrekku og línur lagð- ar varðandi efni tölublaða næsta árs. Nýr bæklingur um HIV og alnæmi Út er kominn bæklingurinn Staðreyndir um HIV og alnæmi hjá sótt- varnasviði Landlæknisembættisins. Hann leysir af hólmi bækling um sama efni sem út kom árið 1996. Nýi bæklingurinn hefur verið endur- saminn frá grunni og verður hann innan skamms einnig gefinn út á sex erlendum tungumálum, ensku, pólsku, rússnesku, serbó-króatísku, ta- galónsku og thailensku. Er það nýlunda i útgáfustarfi embættisins og er með því vonast til að bæklingurinn nái til alls þorra fólks í landinu. Meðal efnis í bæklingnum eru skilgreiningar á HlV-smiti og alnæmi, umfjöllun um smitleiðir, hvenær HIV smitast ekki og hvernig er hægt aö koma í veg fyrir smit. Mikið hefur verið lagt í útlit bæklingsins sem er iitríkur og prýddur fjölda mynda. Fyrstu eintök bæklingsins voru afhent 10. október sl. þeim Davið Gunn- arssyni, formanni Stúdentaráðs Háskóla íslands, og Jórunni Ásmunds- dóttur sem á sæti í Stúdentaráði H.Í.. Þau tóku við eintökunum á skrif- stofu Landlæknisembættisins úr hendi Sigurlaugar Hauksdóttur, yfirfé- lagsráðgjafa og verkefnisstjóra um HlV/al- næmisforvarnir, og Haraldar Briem sótt- varnalæknis. Við það tækifæri var farið yfir stöðu mála varðandi HlV-smit og alnæmi hér á landi um leið og þeim var falið það verkefni aö koma bæklingnum á framfæri við sam- nemendur sína í Háskóla íslands. Flestir sem greinast með HlV-smit eru ungt fólk á aldrinum 25-30 ára. Því þótti við hæfi að fulltrúar ungs fólks tækju við fyrstu ein- tökunum. Fyrirhugað er að koma bæklingn- um á framfæri sem víðast meðal ungs fólks auk þess sem honum verður dreift hjá heilsugæslunni, í apótekum og viðar. Þótt ekki hafi heyrst mikið talað um HlV/alnæmi hér á landi að undan- förnu þýðir það ekki að smitunartíðnin sé í rénum. Fólk um heim allan smitast í gríðarlega miklum mæli og er nú svo komið að 1,2°/o mann- kyns 15 ára og eldri er meö HlV-smit eöa alnæmi. Tæplega helmingur þeirra sem greinast með HlV/alnæmi hér á landi smitast i útlöndum en hinir hér heima. Þótt smitunartíðnin sé hæst meðal ungs fólks, jafnt hér á landi og í heiminum öllum, er mikilvægt að hafa hugfast að fólk smit- ast á öllum aldri. Hægt er aö fá bæklinginn á skrifstofu landlæknisembættisins að Austurströnd 5, Sel- tjarnarnesi. Auk þess er hægt að nálgast hann á vefsetri landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.