Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Side 53
Fréttamolar... Brautskráðir nemendur í hjúkr- unarfræði frá Háskólanum á Akureyri með BS- próf og heiti lokaverkefna María B. Guöjónsdóttir, Helena Eydal og Hildur Hauks- dóttir. Upplifun skólahjúkrunarfrœðinga af hlutverki sínu í úrvinnslu tilfinningalegra þátta hjá unglingum. Anna Lilja Björnsdóttir og Edda B. Sverrisdóttir. Erþörf fyrir heimahjúkrun barna á Akureyri? Kamilla Hansen, Jón Garöar Viðarsson, Nína Brá Þórar- insdóttir og Kolbrún Jónsdóttir. Frœðsla til foreldra sem eru að fara með börn sín í ferliaðgerð. Ingibjörg Jónsdóttir. Einmanaleiki aldraðra: Upprifjun minninga sem hjúkrunarmeðferð. Heiða Hauksdóttir, Sólveig Tryggvadóttir og Þórdís R. Sigurðardóttir. Heilsa og líðan nemenda við Háskólann á Akureyri. Eydís Ingvarsdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Jónína Pálsdóttir og Jóhanna Margrét Ingvarsdóttir. Þvagleki á meðgöngu og eftir fœðingu: Forprófun á spurningalista. Berglind Kristinsdóttir, Ingibjörg Lára Símonardóttir og Sandra Hrönn Sveinsdóttir. Aö sinna sálfélagslegum þörfum einstaklinga meö krabbamein og aðstandenda þeirra. Könnun meðal hjúkrunarfrœðinga á mikilvœgi, fœrni og framkvœmd. Ann-Merethe Jakobsen, Charlotta M. Evensen og S. Þyri Stefánsdóttir. Algengi lyfjamistaka meðal hjúkrunar- frœðinga á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fanney Maríasdóttir, Heiðdís Karlsdóttir, Helga Hákon- ardóttir og Soffía B. Sigurjónsdóttir. Lífmeð insúlínháöa sykursýki. Áhrif aðlögunar og andlegrar líðanar á blóð- sykurstjórn. Björk Jóhannsdóttir og Edda Guðrún Kristinsdóttir. Upp- lifun einstaklinga með sáraristilbólgu (ulcerative colitis) á eigin heilbrigði og velliöan. Vinnufundur ritnefndar í Kvennabrekku Vinnufundur ritnefndar var að þessu sinni haldinn í Kvennabrekku 24. október sl. Fyrst var haldið að Reykjalundi og Lára M. Sigurðardóttir, hjúkrunarfor- stjóri, sagði frá stofnun, uppbyggingu og starfsemi stofnunarinnar. Að loknum hádegisverði i matsal Reykjalundar var haldið í Kvennabrekku og línur lagð- ar varðandi efni tölublaða næsta árs. Nýr bæklingur um HIV og alnæmi Út er kominn bæklingurinn Staðreyndir um HIV og alnæmi hjá sótt- varnasviði Landlæknisembættisins. Hann leysir af hólmi bækling um sama efni sem út kom árið 1996. Nýi bæklingurinn hefur verið endur- saminn frá grunni og verður hann innan skamms einnig gefinn út á sex erlendum tungumálum, ensku, pólsku, rússnesku, serbó-króatísku, ta- galónsku og thailensku. Er það nýlunda i útgáfustarfi embættisins og er með því vonast til að bæklingurinn nái til alls þorra fólks í landinu. Meðal efnis í bæklingnum eru skilgreiningar á HlV-smiti og alnæmi, umfjöllun um smitleiðir, hvenær HIV smitast ekki og hvernig er hægt aö koma í veg fyrir smit. Mikið hefur verið lagt í útlit bæklingsins sem er iitríkur og prýddur fjölda mynda. Fyrstu eintök bæklingsins voru afhent 10. október sl. þeim Davið Gunn- arssyni, formanni Stúdentaráðs Háskóla íslands, og Jórunni Ásmunds- dóttur sem á sæti í Stúdentaráði H.Í.. Þau tóku við eintökunum á skrif- stofu Landlæknisembættisins úr hendi Sigurlaugar Hauksdóttur, yfirfé- lagsráðgjafa og verkefnisstjóra um HlV/al- næmisforvarnir, og Haraldar Briem sótt- varnalæknis. Við það tækifæri var farið yfir stöðu mála varðandi HlV-smit og alnæmi hér á landi um leið og þeim var falið það verkefni aö koma bæklingnum á framfæri við sam- nemendur sína í Háskóla íslands. Flestir sem greinast með HlV-smit eru ungt fólk á aldrinum 25-30 ára. Því þótti við hæfi að fulltrúar ungs fólks tækju við fyrstu ein- tökunum. Fyrirhugað er að koma bæklingn- um á framfæri sem víðast meðal ungs fólks auk þess sem honum verður dreift hjá heilsugæslunni, í apótekum og viðar. Þótt ekki hafi heyrst mikið talað um HlV/alnæmi hér á landi að undan- förnu þýðir það ekki að smitunartíðnin sé í rénum. Fólk um heim allan smitast í gríðarlega miklum mæli og er nú svo komið að 1,2°/o mann- kyns 15 ára og eldri er meö HlV-smit eöa alnæmi. Tæplega helmingur þeirra sem greinast með HlV/alnæmi hér á landi smitast i útlöndum en hinir hér heima. Þótt smitunartíðnin sé hæst meðal ungs fólks, jafnt hér á landi og í heiminum öllum, er mikilvægt að hafa hugfast að fólk smit- ast á öllum aldri. Hægt er aö fá bæklinginn á skrifstofu landlæknisembættisins að Austurströnd 5, Sel- tjarnarnesi. Auk þess er hægt að nálgast hann á vefsetri landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003 51

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.