Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 42
Ingibjörg R. Magnúsdóttir
fv. skrifstofustjóri
Horft um öxl
Hjúkrunarlög - hjúkrunarráð
- hjúkrunarfræðingur
lög um heiIbrigðismáI - hjúkrunarmál
40
Á sl. sumri var mér boðið að sitja 400. fund hjúkrunarráðs.
Boöið kom frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jóni
Kristjánssyni, og voru þar saman komnir ásamt hjúkrunar-
ráði nokkrir fyrrverandi fulltrúar ráðsins og fleiri gestir. Með
þessum hátíöafundi sýndi ráöherra enn einu sinni áhuga
sinn á málefnum hjúkrunarfræðinga.
Við þessi tímamót þótti mér hlýða að rifja upp fyrstu ár mín
í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, afskiptum mín-
um þá af málum hjúkrunarfræðinga og setu minni sem for-
maður hjúkrunarráðs í tuttugu ár. Ég sagði lauslega frá því
á fundinum og vegna áskorana nokkurra fundarmanna setti
ég það á blað og sendi Tímariti hjúkrunarfræðinga til birt-
ingar. Nokkuö af því hefur þó komið áður í viðtali er ritstjóri
blaðsins átti við mig þegar ég lét af störfum árið 1993.
Eg var skipuð fulltrúi í hjúkrunarmálum í heilbrigðisráðu-
neytinu hinn 1. júlí 1971. Nokkrum mánuðum síðar var stöðu
minni breytt í stöðu deildarstjóra og síðustu árin skrifstofu-
J stjóra. I ráðuneytinu starfa nú tveir hjúkrunarfræðingar, annar
þeirra er skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri í fjarveru hans. Hjá
| landlæknisembættinu starfa 5 hjúkrunarfræðingar, þar af einn
yfirhjúkrunarfræðingur.
I ráðuneytið kom ég frá litlu sjúkrahúsi utan af landi, Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Að vísu var Akureyri þá næst-
stærsti bær á Islandi en sveita-
hær á alþjóðamælikvarða. Ég
kom beint frá námi í Hjúkrun-
arskóla lslands. Endurteknum
auglýsingum um stöðu hjúkr-
unarforstjóra hafði enginn
sinnt og ég var ítrekað beðin
um að taka að mér stöðuna.
Ég gerði það með það í huga
að síðar færi ég í framhalds-
nám í hjúkrun erlendis. Það gerði ég þrem árum síðar.
Fyrsta dag minn í starfi í ráðuneytinu lá á skrifborði mínu bréf
þar sem ég var skipuð í nefnd til þess að semja reglugerð fyrir
nám gæslusystra á Kópavogshæli, starfshóp sem vann í stofn-
unum fyrir vangefna eins og sá hópur var kallaður í þá daga.
Formaður nefndarinnar var Björn Gestsson, forstöðumaður
Kópavogshælis, og með okkur var Katrín Guðmundsdóttir, full-
trúi gæslusystra. Þetta starf reyndist mér ánægjulegt og mjög;
gagnlegt. Ég hafði sem bæjarstjórnarfulltrúi á Akureyri barist
Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003
Meö ráöherra Ragnhildi Helgadóttur
' Við störf í ráðuneytinu
fyrir Sólborg, heimili vangefinna þar, það kom
mér í kynni við þá og vakti áhuga minn á málefn-
um þeirra.
| Meðal verkefna okkar í þessari reglugerðarnefnd
var að koma með tillögu um nýtt starfsheiti fyrir
i gæslusystur. Ég fór í smiðju til föður míns. Hann
var mikill áhugamaður um íslenska tungu og nú
bað ég hann að huga að starfsheiti fyrir þennan á-
gæta hóp, tók fram að starfsheitið yrði að vera
I bæði fyrir konur og karla. Ef ég man rétt var þar
| þó enginn karlmaður. Nokkrum dögum síðar fór
| ég í heimsókn til pabba og þá rétti hann mér blað
með tveim orðum, annað var þroskaþjálfi. Þroska-
| þjálfi þótti mér strax hljómfagurt orð og lagði það
til við nefndina en að sjálfsögðu voru það gæslu-
systur sjálfar er velja skyldu nafnið. Fulltrúi
gæslusystra lagði þessi starfsheiti fyrir Félag
; gæslusystra og hlaut starfsheitið þroskaþjálfi sam-
þykki félagsins. Þetta starfsheiti ber þessi hópur
enn þann dag í dag og nú er talað um þroskahefta
en ekki vangefna.
Ástæðan fyrir því, að ég gef þessari reglugerðar-
smíði og starfsheitamáli svolítinn tíma hér er sú
| að ég tel að það hafi leitt huga minn að iögum um
hjúkrun og okkar eigin starfsheiti. Lög og reglu-
gerðir - það var nýtt verkefni fyrír mig þá sem ég
átti eftir að kynnast verulega vegna starfs míns í
ráðuneytinu.
Lög um hjúkrun
Lög um hjúkrun voru komin vel til ára sinna. Þar
var m.a. grein um að þegar nemandi brautskráðist
| frá Hjúkrunarskóla Islands hafi „hann öðlast rétt-
indi að lögum til að heita hjúkrunarkona og að
i stunda hjúkrunarkvennastörf hér á landi“. Ég
ræddi við Pál Sigurðsson, ráðuneytisstjóra, hvort
| ekki væri þörf á að endurskoða lög um hjúkrun og
að ráðuneytið veitti hjúkrunarkonum réttindi til
starfa eins og læknum. Páll var alltaf hlynntur öllu
því er betur mætti fara í hjúkrunarmálum sem og