Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Síða 5
FORMANNSPISTILL ■ ■ Oryggi sjúklinga I siðareglum hjúkrunarfræðinga stendur í 2. gr. að hjúkrunarfræðingur sé málsvari skjólstæðings og standi vörð um rétt hans. I 5. gr. stendur m.a.: „Ef heilbrigði eða öryggi skjólstæðings er stefnt í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfsfólk ber hjúkrunarfræðingi að til- kynna það viðeigandi aðilum." Síðustu vikur hefur mikil umræða farið fram í fjölmiðlum um það sem kölluð eru meint lækna- mistök eða mistök í heilbrigðiskerfinu. I ein- staka tilfellum er jafnvel talið að dauðsföll megi rekja til slíkra mistaka. Slíkt er að sjálfsögðu ó- viðunandi, jafnvel þó viðurkennt sé að í jafn flókinni og viðkvæmri þjónustu og heilbrigðis- þjónustan er, sé ógerningur að sneiða algjörlega hjá mistökum. Að minnsta kosti er víst að enginn heilbrigðisstarfsmaður fer til vinnu með það í huga að gera eitthvað sem veldur skjólstæðingi skaða. Slík tilvik eru alltaf óhöpp. Þau er nauð- synlegt að skoða ofan í kjölinn til þess að læra af þeim þannig að fyrirbyggja megi endurtekningu. Til að hægt sé að skoða mistök og það sem kalla mætti „nær-mistök“ er nauðsynlegt að hvert og eitt atvik sé skráð og tilkynnt viðeigandi yfirvöld- um. Ef viðbrögð við slíkum tilkynningum ein- kennast af því að finna beri sökudólg, einhvern einn sem gera megi ábyrgan fyrir atvikinu, er hætta á að heilbrigðisstarfsmenn veigri sér við að tilkynna mistök eða „nær-mistök" af hræðslu við að missa vinnu og starfsheiður. Markmiðið á að vera að læra og fyrirbyggja, ekki að ásaka. Danska hjúkrunarfélagið leggur um þessar mundir sérstaka áherslu á öryggi sjúklinga. I samantekt frá félaginu kemur fram að áætlað sé að nærri tíundi hver sjúklingur á sjúkrahúsum lendi í mistökum eða „nær-mistökum". Að meðaltali lengist sjúkrahúsvist þessara einstak- linga um 7 sólarhringa. Þar er áætlað að fyrir- byggja megi um 40% þessara óhappa. Það er því ekki aðeins beinn faglegur og persónulegur á- vinningur af því að fyrirbyggja mistök í heilbrigð- iskerfinu heldur einnig fjárhagslegur ávinningur. Elsa B. Friöfinnsdóttir tí samantekt danska hjúkrunarfélagsins er bent á að ekki aðeins þurfi að virkja starfs- fólk heilbrigðisþjónustunnar í því að fyrir- byggja mistök heldur ekki síður sjúklingana Elsa B. Friðfinnsdóttir sjálfa. Það sé fyrst og fremst gert með miklu samráði við sjúklinga og aukinni fræðslu.; Danska hjúkrunarfélagið leggur áherslu á að rétt sé að til- kynna sjúklingi og aðstandendum um mistök eða „nær-mis- tök“. Á þann hátt verði sjúklingurinn ábyrgari þátttakandi í eigin meðferð og einnig treysti það samband sjúklings og að- standenda við heilbrigðisstarfsmenn. Hér á landi hefur ekki farið fram sjálfstæð rannsókn á mistök- um í heilbrigðiskerfinu. Ef niðurstöður bandarískra rann- sókna eru yfirfærðar á íslenskt samfélag má gera ráð fyrir að rúmlega 50 einstaklingar látist á ári hverju vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu. Flest teljum við líklega að þetta sé of há tala. Samfélag okkar er það lítið að ólíklegt er að slíkar tölur kæmust ekki í meira hámæli en raun ber vitni ef réttar væru. Engu að síður ber okkur skylda til að efla mjög eftirlit með og skráningu meintra mistaka og „nær-mistaka“. Landlæknir hef- ur þegar tilkynnt að embættið hafi uppi áform um að koma á fót sérstakri rannsóknarnefnd vegna slysa eða óhappa á heil- brigðisstofnunum. Gert er ráð fyrir að nefndina skipi fagfólk og er það von mín að hjúkrunarfræðingar, sem málsvarar skjól- stæðinga og vörslumenn öryggis þeirra, verði þar fjölmennir. Á erfiðum tímum í lífi fólks, í eigin veikindum eða veikindum ástvina, er nauðsyniegt að gagnkvæmt traust ríki milli heil- brigðisstarfsmanna og skjólstæðinga þeirra, að þeir síðar- nefndu finni til fullkomins öryggis og vissu um að vel sé fylgst með starfsfólki og störfum þess. Eg óska hjúkrunarfræðingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og heilla á komandi ári. Eg þakka af alhug gott samstarf á árinu sem senn er liðið. Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. irg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.