Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 23
FRÆÐIGREIN
| sem til eru, skoðaðar og greindar til að skera úr
um hvort sykurlausn í munn við verkjum hjá
I fullburum og fyrirburum sé hættulaus, auðfram-
í kvæmanleg og árangursrík til að lina verki vegna
smávægilegra ifingripa, og ef svo er, í hvaða
magni. Rannsóknir síðustu ára á aðferðinni voru
flokkaðar og efnislegir þættir þeirra greindir. Til-
gangurinn með þessari rannsóknarýni var að
: finna rök sem gætu nýst til að velja verkjameð-
ferð fyrir veika nýbura og fyrirhura sém verða
| fyrir mörgum smávægilegum inngripum meðan á
dvöl þeirra á nýburagjörgæslu stendur. Verkja-
| meðferð vegna áreita, sem börnin verða fyrir í
: meðferð og rannsóknum, eru enn almennt ekki
1 veittar á nýburagjörgæsludeildum.
Verkir á nýburagjörgæsludeildum og áhrif
þeirra á nýbura
Öll heilbrigð, fullburða börn á Islandi þurfa að
gangast undir eitt til þrjú sársaukafull inngrip á
! fyrstu dögum ævinnar. Hjá fyrirburum og veik-
um fullburum er þessu á annan hátt farið. Þau
i verða fyrir margs konar áreitum í meðferðar- og
[ rannsóknartilgangi sem leitt geta til verkja. Það
; er auðvitað misjafnt eftir ástandi barns hversu
mikið þarf að beita stungum og öðrum sársauka-
! fullum inngripum en ekki verður með öllu kom-
ist hjá þeim. Erfitt er að henda reiður á fjölda
slíkra áreita, en þó eru til nokkrar rannsóknir
sem hafa snúist um hve algeng þau eru. Barker
og Rutter (1995) sýndu í rannsókn sinni að hvert
barn, sem legðist inn á nýburagjörgæslu, yrði að meðaltali fyr-
ir um 61 smávægilegu inngripi meðan á dvöl þess stæði. Fram
kom að um 74% inngripa á nýburagjörgæslu fara fram á
börnum sem fæðast fyrir 31. viku meðgöngu og að hælstung-
ur voru algengasta ástæðan (56%). Þeir taka dæmi af barni
sem fætt var eftir 23 vikna meðgöngu og vó þá 560 gr. Það
varð fyrir 488 inngripum meðan það dvaldi á nýburagjörgæslu.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt 2 til 10 sársaukafull inngrip að
meðaltali á dag (Johnston og Stevens, 1996). Niðurstöður
þessara rannsókna eru líkar reynslu okkar á Islandi, fjöldi
slíkra inngripa er þó breytilegur. Hér á eftir fer dæmi af vöku-
deild Landspítala-háskólasjúkrahúss og er það engan veginn
einstakt.
Dæmi: Fyrir skömmu lá á vökudeildinni barn sem var fætt eft-
ir 28 vikna meðgöngu og vó um 500 grömm. 1 flestu vegnaði
því vel. Sykurbúskapurinn var þó mjög óstöðugur og þurfti því
stöðugt að fylgjast með blóðsykri og var barnið þess vegna
með insúlíndreypi í æð um nokkurra vikna skeið. Til að fylgj-
ast með blóðsykrinum þurfti að stinga það mjög oft og var þá
alltaf stungið í hæl. Þegar mest lét voru það um 54 stungur á
sólarhring. Á því tímabili var þyngd barnsins nokkuð undir
500 grömmum. En að meðaltali voru það um 12 stungur á dag
vegna blóðsykurmælinga, fyrir utan stungur vegna mælinga á
blóðgösum og uppsetningar á æðaleggjum. Þegar farið var yfir
sjúkraskrá barnsins mátti greina um 800 stungur vegna blóð-
sykursmælinga á um 3 mánaða tímabili.
Sú lífsreynsla, sem lýst er hér að framan, kallar á aðgerðir
hjúkrunarfræðinga. Meðhöndlun verkja hjá börnum er mikil-
væg bæði siðferðilega og vegna þeirra lífeðlislegu áhrifa sem
verkir hafa á líkamsástand, bata og líðan barnsins þegar litið er
Tímarit islenskra hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 79. árg. 2003