Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2003, Page 54
Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræöingur BHMHnm Fleiri stofnanasamningar Enn bætast við nýir stofnanasamningar og eru þeir birtir að venju hér í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Hægt er að nálgast þá í heilu lagi á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, www.hjukrun.is, undir kjaramál/stofnanasamningar. Þá er einnig vakin athygli á því að undir liðinn kjaramál á heimasíðu félagsins hefur verið bætt við nýjum undirflokki er nefnist al- gengar spurningar og svör. Þar er hægt að fá svör við algeng- um spurningum er varða veikindi, orlof, frítökurétt, fæðingar- orlof, vaktavinnu og annað. Þessi undirflokkur er í stöðugri skoðun og mun reglulega verða bætt inn á hann nýjum spurn- ingum er upp kunna að koma. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ: Lágmarksrööun: Hjúkrunarfræðingur 1 A12 Hjúkrunarfræðingur 2 A16 Sérfræðingur 1 BIO Sérfræðingur 2 B15 Verkefnastjóri CIO Forstöðumaður C13 Yfirhjúkrunarfræðingur C17 Starfslýsingar: Við röðun verði miðað við starfslýsingar starfsmanna. Starfslýs- ingar verði endurskoðaðar við allar varanlegar breytingar á verk- sviði starfsmanna og/eða skipulagi stofnunar. Viðurkennd námskeiö: Vegna viðbótarmenntunar og endur- og símenntunar bætist við grunnröðun með eftirfarandi hætti: Viðbótarmenntun á háskólastigi, 1 launaflokkur. Endur- og símenntun, sem nýtist í starfi, skal metin til allt að 3 launaflokka. Námskeið vegur minnst 1/2 einingu og mest 5 einingar. Námskeið séu haldin af viðurkenndum aðilum. Onnur skipulögð menntun á há- skólastigi svo og námsdvöl við innlendar og erlendar stofnanir getur gefið allt að 10 einingar. Þátttaka í fagráðstefnum og námstefnum getur gefið allt að 3 einingar, mest ef þátttakandi er sjálfur fyrirlesari. Starfsreynsla: Eftir tólf mánaða starfsreynslu hjá Landlæknisembættinu hækl<a starfsmenn, sem grunnraðað er í B- og C-ramma, um einn launaflokk. Endurmat starfskjara: Einu sinni á ári skulu störf starfsmanna og starfskjör metin og þeir þættir endurmetnir sem hafa áhrif til hækkunar á röðun starfsmanna innan ramma svo og með tilliti til þess hvort starf skuli fært til ann- ars starfsflokks. Stefnt er að því, að þessu endurmati ljúki fyrir 1. nóvember og aldrei sfðar en 31. desember ár hvert. Tímabundiö frávik frá verksviði: Sé starfsmanni falið tímabundið verkefni sem felur í sér meiri ábyrgð en gert er ráð fyrir í starfslýsingu skal hann fá hækkun launa meðan á því stendur. Greitt skal samkvæmt þeirri ábyrgð sem starfið fel- ur í sér. Hafi starfsmaður starfað lengur en 13 mán- uði samfleytt á þessum kjörum verða þau varanleg. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI: Launarammar: Almennur hjúkrunarfræðingur B5 Verkefnisstjóri B5 Deildarstjóri B8 Hjúkrunarforstjóri C12 Mat á einstökum þáttum: Formlegt 15 eininga viðbótarnám skal meta til hækkunar um 1 launaflokk. MS-próf skal meta til 1 launaflokks hækkunar. Doktorspróf skal meta til 1 launaflokks hækkunar. Vegna óvenjulega umfangsmikillar þjónustu er starf deildarstjóra heimahjúkrunar metið til 2 launaflokka hækkunar. Eftir samtals 4 ára starf hjá Akureyrarbæ sem hjúkrunarfræðingur skal starfsmaður hækka um 1 launaflokk. Virkni framgangskerfis: : Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga við heilsugæslu- I stöðina veitir hjúkrunarfræðingum möguleika á að fá | viðurkenningu sem m.a. leiðir til launalegs ávinnings. Almennur hjúkrunarfræðingur með grunnröðun B5 getur hækkað um allt að 2 launaflokka vegna fram- gangs. Verkefnisstjóri með grunnröðun B8 getur hækkað um allt að 2 launaflokka vegna framgangs. Deildarstjóri með grunnröðun B8 getur hækkað um allt að 2 launaflokka vegna framgangs. Hjúkrunarforstjóri er ekki metinn í framgangskerfi. HEILBRIGÐISSTOFUNIN, SAUÐÁRKRÓKI Launarammar: Hjúkrunarfræðingur I er byrjandi í starfi: B5-B6 Hjúkrunarfræðingur II er byrjandi kominn vel á veg í starfi B6-B7 52 Tímarit islenskra hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.