Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 21
VIÐTAL „Vorum þaulsætnar á alþingi" Svona voru aðstæðurvið störfin i þorpunum þarsem þær Margrét og María unnu. Eitt barnið i sjúkraskýlinu stökk óvænt upp i fangið á henni er hun var að skipta um umbúðir. Á þeim tíma, sem María hefur starlað við hjúkr- un, hefur gífurlega margt breyst. Hún rifjar upp þegar hún fór eftir útskrift 1952 og nokkurra mánaða starf á handlækningadeild Landspítal- ans til Bandaríkjanna. Maríu bauðst 6 mánaða styrkur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) til að kynna sér hjúkrun lömunarveiki- sjúklinga, með í för var Sigríður Gísladóttir sjúkraþjálfari. Förinni var heitið á Children Medical Center í Boston. Þegar þangað kom var mikill faraldur í gangi og veiktust aðallega börn en margir fullorðnir voru þar einnig í endurhæf- ingu. „Þetta voru lærdómsríkir mánuðir.“ Um þetta leyti var bandarískur vísindamaður, dr. Salk, að kynna nýtt bóluefni sem átti el’tir að út- rýma sjúkdómnum að mestu. Að lokinni dvöl í Boston var haldið til Vander- biltháskóla í Nashville íTennessee. Hún segir að henni hafi liðið vel þar, vann fimm daga vikunn- ar og fannst hún alltaf í fríi! Eftir 6 mánaða starf á bæklunardeildinni var haldið í ferðalag þvert yfir Bandaríkin og síðan heim. Hjalti Þórarinsson læknir var að byrja með brjóstholsaðgerðir og á þeim tíma var María á leið á ráðstefnu til Kaupmanna- hafnar. Hún gat í leiðinni kynnt sér hjúkrunarmeðferð slíkra sjúklinga en hún fólst í slökun og öndunaræfingum. „Þetta kom sér vel því engir sjúkraþjálfarar voru starfandi á spítalanum.'* Mjög þröngt var um lungnasjúklinga á handlækn- ingadeildinni og því var opnuð Iungnadeild fyrir 12 sjúklinga og tók María við stjórn þeirrar deildar. „Þar fannst mér gott að vera og hjúkrunin markvissari. En svona fámennar deildir eru stjórnunarlega erfiðar og fjárhagslega óhagkvæmar." Leiðin lá svo til Danmerkur, í þetta sinn á lýðháskólann Hind- holm að nema uppeldis- og sálarfræði 1959-1960. I lún segir að það hafi átt eftir að verða sér heilladrjúgt í námi síðar meir. „Þaðan lá leið mín í kennslu í Hjúkrunarskóla Islands, þar kenndi ég almenna hjúkrunarfræði, verklega hjúkrun, hand- lækningahjúkrun og lítils háttar í verklegri hjúkrun á deildum en það var þá nýjung. Ég minnist þessa tfma með ánægju og það er mjög gaman að hitta gömlu nemendurna. „María fór sínu fram og lyfti andanum" Þegar heim kom réð hún sig sem deildarstjóra á kvennagang handlækningadeildar Landspítal- ans. „Á deildinni voru um 50 sjúklingar, en á þessum tíma var verið að skipta henni í kvenna- og karladeild. Kvennadeildin var þung, með 25 sjúklingum, þar af barnastofa með 3 börnum sem voru frá nokkra vikna upp í táningsaldur. Á þessum árum var engin gjörgæsludeild, sjúkling- arnir komu beint af skurðstofu á deildina.“ „Ég kynntist Maríu er við störfuðum báðar við kennslu í Hjúkrunarskólanum á árunum eftir 1960,“ segir Hertha Jóns- dóttir. „Hún var reyndur hjúkrunarfræðingur með viðbótar- nám að baki, bæði í Danmörku og í Bandaríkjunum, víðreist og víðsýn, en ég með tveggja ára starfsreynslu og nánast blaut bak við eyrun. Það var mjög gaman að kynnast þessari víðsýnu konu, hún var hress og ólöt að segja frá og svo var hún svo glöð, hló mikið og hátt svo ekki fór fram hjá okkur hvar Mar- ía var hverju sinni. Þetta var hressandi því á þessum árum þótti ekki viðeigandi að hlæja hvar sem var en María fór sínu fram og lyfti andanum.“ Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.