Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 8
Margrét Guðmundsdóttir
Skóli Félags íslenskra hjúkrunarkvenna
Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað í árslok 1919.
Megintilgangur stofnfélaganna var að undirbúa kennslu í
hjúkrun hér á landi. Félagskonum var efst í huga að reyna
að tryggja væntanlegum landspítala nægilega margar
menntaðar hjúkrunarkonur. Þær ákváðu því að skipuleggja
nám í hjúkrun hér á landi á vegum félagsins. Sú ákvörðun
tryggði ekki aðeins fjölgun innan stéttarinnar og framþró-
un hjúkrunar á Islandi. Forystukonum félagsins voru auk
þess tryggð bein áhrif á mótun íslenskra hjúkrunarkvenna
næstu áratugi því stjórnarkonur höfðu á höndum val þeirra
einstaklinga sem fengu að spreyta sig á námi í hjúkrun.
Bakgrunnur hjúkrunarnema og uppbygging námsins
A árunum 1921 til 1930 sóttu ríflega 140 konur um nám á
vegum félagsins. Flestar eða um 63% voru á aldrinum 20 til
25 ára en meðalaldur umsækjenda var 24 ár. Liðlega helming-
ur þeirra voru bændadætur og höfðu alist upp við sveitastörf
en örfáir embættis- og menntamenn áttu dætur í hópi þeirra
sem sóttu um nám í hjúkrun. Flestar höfðu Iokið barnaskóla-
prófi en fjórðungur ekki stundað formlegt nám eftir það. Ríf-
lega 20 umsækjendur höfðu sótt unglingaskóla, 15 gengið í
kvennaskóla en aðeins átta tekið gagnfræðapróf. Konur, sem
óskuðu eftir að hefja nám hjá félaginu, höfðu yfirleitt tölu-
verða starfsreynslu að baki. Ferill þeirra eftir að æskuárum
sleppti var engu að síður býsna áþekkur. Langflestar eða 105
höfðu starfað um lengri eða skemmri tíma sem vinnukonur. I
hópnum voru 12 saumakonur og 9 verslunarstúlkur en aðeins
6 verkakonur. Tæp 19% umsækjenda höfðu aflað sér nokkurr-
ar starfsreynslu innan heilbrigðisþjónustunnar (Margrét Guð-
mundsdóttir, handrit).
Hjúkrun á sjúkrahúsum.
Sjúkrahús.
1. myml.
Búnitigur hjúkruttar-
konu Rauða krossins
Svipaður búningur
tíðkastá sjúkrahúsum.
Einhver vönduðustu hús, sem nú eru reist
í stórbæjum allra menningarlanda, eru al-
mennu sjúkrahúsin, þar sem allskonar
sjúkdómar eru hafðir til meðferðar.
Fyrrum voru sjúkrahúsin venjulega
bygð inni i borgunum miðjum. Nú er
vant að velja þeim stað utarlega eða
utan við fjölbýli borganna, fjarri skark-
ala, ryki og reyk, í hreinu lofti og betra
næði. Og í kringum þau er plantað
blómjurtum og trjám, þar sem sjúkling-
ar geta hafst við undir beru lofti, þegar
þeim er farið að batna. Ýms eldri sjúkra-
Íiús eru ein samanhangandi, marglyft
bygging livert og rúma mörg hundruð
sjúklinga auk þjónustufólks. En reynsl-
an hefir sýnt það óhentugt á ýmsan
lrátt, að hafa svo mikinn mannfjölda
saman kominn undir einu þaki (t. d.
meiri hætta, ef eldsvoða ber að hönd-
um, eða þegar næmir sjúkdómar koma
upp). Ennfremur óþægilegt, að hafa
margar hæðir með nrörgum stigum og
jafnvel þó að lyftivjelar til aðdrátta og
mannflutninga komi í stað stiganna. Þess
Úr riti Steingríms Matthiassonar, héraðslæknis á Akureyri, Hjúkrun
sjúkra, sem gefið var út árið 1923. Þetta var fyrsta frumsamda
kennslubókin i hjúkrunarfræði sem kom út á íslandi.
Kennsla hjúkrunarnema var laus í reipunum og
hvfldi á vilja og dugnaði spítalalækna. Þeir fengu
ekki laun fyrir fræðsluna og urðu að bæta henni
við önnur störf. Árið 1925 samþykkti Félag ís-
lenskra hjúkrunarkvenna reglugerð um námið.
Þar var meðal annars lcveðið á um að læknar
skyldu sjá nemum fyrir tveimur kennslustundum
I upphafi bauð Félag íslenskra hjúkrunarkvenna upp á tví-
skipt nám, annars vegar tveggja ára héraðshjúkrunarnám og
hins vegar rúmlega þriggja ára nám. Nemarnir fengu þjálfun á
sérhæfðum sjúkrastofnunum og almennum spítölum. Þeir
sem lögðu stund á héraðshjúkrun fengu auk þess starfsþjálf-
un í heimahjúkrun og heilsuvernd hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn
f Reykjavík. Menntun þeirra sem völdu lengra námið var tví-
skipt. Fyrstu tvö árin dvöldu þeir við nám og störf á sjúkra-
stofnunum á Islandi en síðan fóru þeir utan og Iuku þar fulln-
aðarnámi. Félagið samdi við sjúkrahús í Danmörku og Noregi
um að taka við nemunum.
á viku á tímabilinu 1. október til 1. maí eða 56
stundum á ári. Auk þess var talið „mjög æskilegt"
að yfirhjúkrunarkonur veittu klukkustundar til-
sögn í hjúkrunaraðferðum vikulega (Fíh B/1 3,
reglugerð). Félagið hafði hins vegar engin ráð til
að fylgja þessum lágmarkskröfum eftir. Ummæli
hjúkrunarkvenna um bóklega námið á íslandi á
þriðja áratugnum hníga flest í sömu átt. Skipu-
lagðar kennslustundir voru að þeirra mati alltof
fáar (ÞÞ 8772, 8778 og 9310. Margrét Jóhann-
esdóttir, 1950). Læknar og hjúkrunarkonur
Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004