Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 14
Valgerður Katrín Jónsdóttir Oskar eftir gögnum fyrir hjúkrunarsöguna Margrét Guömundsdóttir, sagnfræðingur, hefur safnaö heimildum í íslenska hjúkrunarsögu undanfarin tvö ár. Hún segir sagnfræöinga og hjúkrunarfræöinga hafa skrifað mest um hjúkrun en lítið hafi fram til þessa komið út á prenti. Hún hefur leitaö fanga víöa, svo sem í blaða- og tímaritsgreinum. Margrét hefur langa reynslu af rann- sóknum í kvennasögu. B.A. ritgerð hennar fjallaöi um verkakonur í Reykjavík á árunum 1914-1940. Hún skrifaði sögu Kvenfélags Hvítabandsins í Reykjavík og segir áhuga á hjúkrunarsögu hafa vaknaö þar. Þá skrifaði hún sögu Rauða kross Islands og grein um Hjúkrunarfélagið Líkn svo dæmi séu tekin. „Hjúkrunarkonur voru hin þögla stétt í heilbrigðisþjónust- unni,“ segir Margrét og bætir við að varla sé til ævisaga hjúkr- unarkonu en hins vegar margar ævisögur lækna. Sjálf aðstoð- aði hún Guðrúnu Pálínu Helgadóttur skólastjóra við að skrifa ævisögu Helga Ingvarssonar, yfirlæknis á Vífilsstöðum. „Til eru nokkrar greinar um hjúkrunarkonur í safnritum," segir Margrét og bætir við að hún óski eftir fleiri persónulegum heimildum hjúkrunarkvenna til að vinna úr. „Ef fólk á t.d. í fórum sínum bréf eða dagbækur hjúkrunarkvenna þætti mér vænt um að fá að skoða slík gögn.“ Hún óskar einnig eftir Ijós- myndum, og ekki væri verra ef þar sæjust hjúkrunarkonur að störfum. Hún segir töluvert til af gögnum í skjalasafni félagsins, hjúkr- unarkonur hafi verið nákvæmar og reglusamar og hún búi nú að því við vinnu sína. Félag hjúkrunarkvenna fékk sagnfræð- inga til að skrá skjöl sín og var eitt af fyrstu fagfélögum til að gera slíkt. Margrét hefur skrifað mikið um vinnu kvenna, fag- baráttu, vinnuaðstæður o.fl. Og hún segir að rannsóknir í kvennasögu hafi kveðið niður þá þjóðsögu að giftar konur á Is- landi hafi ekki unnið launavinnu fyrr en upp úr 1970. „Þær hafa sýnt að íslenskar alþýðukonur hafa alltaf unnið launa- vinnu en sú vinna hefur oft verið falin í opinberum skýrslum. I manntölum voru giftar konur t.d. taldar á framfæri eigin- manna sinna eins og börn. Giftar konur unnu einkum hluta- störf, t.d. við ræstingar, sauma eða þvotta, eða árstíðabundin störf, eins og saltfiskverkun eða síldarsöltun." Á fyrstu áratugum 20. aldar var ekki gert ráð fyrir að hjúkrun- Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004 „Hjúkrunarkonur voru hin þögla stétt í heilbrigðisþjónustunni." arkonur héldu áfram í launuðum störfum ef þær giftu sig en í kreppunni fór að bera á því að gift- ar hjúkrunarkonur væru við störf og sumar héldu því jafnvel áfram allt þar til annað barn þeirra fæddist. „Sjúkrahús Hvítabandsins við Skóla- vörðustíg tók til starfa árið 1934 og það kom mér á óvart hve margar giftar hjúkrunarkonur unnu við spítalann,“ segir Margrét. „Fyrstu hjúkrunar- konurnar höfðu sterka sjálfsmynd og veruleg á- hrif á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á íslandi. Þær voru áhrifamiklar í upphafi nýliðinnar aldar áður en ríki og sveitarstjórnir mótuðu ákveðna stefnu í heilbrigðisþjónustunni, og verkaskipting milli frjálsra félagasamtaka og hins opinbera var óskýr. Fyrir daga alþýðutrygginga þurfti almenn- ingur að greiða fyrir lyf, lækniskostnað og sjúkra- húslegu. Skipulagt heilsuverndarstarf á Islandi var í upphafi byggt upp að frumkvæði hjúkrunar- kvenna í Hjúkrunarfélaginu Líkn. Þær settu t.d. á fót berklavarnarstöð, ungbarnaeftirlit og mæðravernd í Reykjavík. Læknar sinntu lítið sem ekkert um heilsuverndarstarf á þessum tíma, þeir störfuðu nær eingöngu að sjúkra- hjálp.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.