Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 34
unnar sem leiddu endanlega til mistakanna. Ég hef áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingar séu settir í aðstöðu sem þeir ráða ekki við og það er kraftaverk að þeir geri ekki fleiri mistök en raun ber vitni. Það er verið að setja t.d. nýútskrifaða hjúkrun- arfræðinga inn á næturvaktir á erfiðar deildir og þeir eru kannski oft mjög stoltir af þessu trausti sem þeim er sýnt en svo þegar farið er að tala við þá áttar maður sig á því að þeir gera sér engan veginn grein fyrir því hvað þetta felur í sér. Og á endanum eru þeir alltaf ábyrgir þó kerfið hafi algjörlega brugðist, eins og að vera með til dæmis sex eða sjö sjúklinga frammi á gangi. Elsa: Já, það eru til bandarískar rannsóknir sem sýna að hætta á mistökum eykst mikið eftir því sem hjúkrunarfræðingur á bráðadeild þarf að sinna fleiri sjúklingum. En það sem þú nefndir um nærmistökin, það er hægt að læra mikið af þeim. Sem betur fer er oft eitthvað slæmt í uppsiglingu en á síðustu stundu gerist eitthvað þannig að annað hvort áttar viðkomandi sig eða einhver annar grípur inn í. Svo er líka þessi skaði sem sjúklingar verða fyrir og þið í Lífsvog hafið verið að fást við, mistök sem valda ekki dauða... Jórunn: Þeim hefur fjölgað andlátunum sem hafa komið inn á borð hjá okkur, það eru fimm nú á síðasta ári. Ég hef einmitt verið að hugsa þennan feril því ég þekki hann líka af eigin raun sjálf, ég hef tekið eftir því að það er varnarkerfi í heilbrigðis- kerfinu í staðinn fyrir að hægt sé að byggja upp kerfi fyrir þann sem verður fyrir mistökunum og þann sem gerir þau. Valgerbur: Er það ekki rétt skilið hjá mér að samtökin Lífsvog voru upphaflega stofnuð til að vernda hagsmuni sjúklinga, að- standenda og heilbrigðisstarfsfólks? Jórunn: Jú, og það er skrýtið að samkvæmt lögunum er heil- brigðisstarfsfólki skylt að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað fer úrskeiðis. Ég hef bara rekið mig á að 90% tilfella, sem hafa komið inn á borð til mín og ég hef verið að vinna með fólki út af, eru bara ekki tilkynnt. Svo er líka eitt annað sem mér finnst athugavert varðandi hjúkrunarfræðinga því ég veit að þið eruð undir rosalegu álagi en það er þegar þið verð- ið varar við að læknir stendur sig ekki nógu vel. Eruð þið hræddar við að tilkynna það? Mér finnst vanta umboðsmann sjúklinga og þá er ég að tala um varðandi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og heilbrigðiskeriið í heild. Það geta allir valdið mistökum en er ekki eitthvað bogið við það að 10-15 kvörtunarmál berist inn á borð út af einum lækni? Ég hef ver- ið með fyrirspurnir um það bæði hjá heilbrigðisráðuneyti og Iandlæknisembættinu og Tryggingastofnun ríkisins. Fólk get- ur orðið veikt, læknir getur orðið veikur nákvæmlega eins og hjúkrunarfræðingur eða hver annar einstaklingur. Mér finnst allir mjög hræddir við að tala um mistök, telja það vera árás, Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004 að maður sé reiður eða eitthvað, en það er ekki þannig, og fólk kvartar undan því þegar mistök eiga sér stað eða óvænt dauðsfall verður að það sé erfitt að ná í lækna. Það er næstum dapurlegt að horfa upp á hvernig heilbrigðiskerfið tekur á móti fólki sem hefur orðið fyrir mistökum. Ég er ekki að segja öllum, en þeim málum sem við höf- um fengið inn á borð. Það linnst mér alvarlegt. Lovísa: Það hefur verið starfandi fulltrúi sjúkl- inga á LSH. En það má velta fyrir sér hvort það sé heppilegt að hann sé tengdur stofnuninni, hvort það eigi ekki að vera aðili sem er algjörlega utan við og óháður. Það er kannski æskilegasta formið. Jórunn: Það er til umboðsmaður sjúklinga í Dan- mörku og Svíþjóð og við höfum bent á að ýmis- legt sem er leyfilegt hér er ekki leyfilegt í þess- um löndum. Það er unnið mikið með læknamis- tök í þessum löndum. Hér vantar bara algjörlega hver réttur sjúklinganna er. Katrín: Það eru nú til lög um réttindi sjúklinga. Vigdís Magnúsdóttir tók t.d. saman ýmislegt um réttindi sjúklinga, það er mjög góð samantekt. Jórunn: En þau virka ekki. Þau virka ekki í kerf- inu, það eru bara einhver réttindi á pappír. Það er mjög mikið ieitað til okkar, fólk spyr hvað það geti gert og hvernig brugðist við í tilteknum málum. Elsa: Mig langar að taka upp atriði sem Jórunn nefndi áðan, þetta með tilkynningaskyldu fag- fólks gagnvart samstarfsfólki. Stundum eru þetta hjúkrunarfræðingar gagnvart öðrum hjúkrunar- fræðingum. Samkvæmt okkar siðareglum ber okkur að tilkynna yfirmanni ef við verðum vör við að eitthvað í störfum samstarfsfólks, hverjir sem það eru, kann að ógna velferð sjúklingsins. Þannig að við höfum ákveðna tilkynningarskyldu þar. Ég veit ekki alveg af hverju svo lítið er gert af þessu. Ég held við séum svolítið feimin að gera þetta vegna þess að þetta er ef til vill svolítið í sama formi og þetta með sökudólgahugmyndina, þetta er svona klöguskjóðuhugmynd og kannski ráðum við bara ekki við þetta. Ef til vill er eitt- hvað í þjóðarsálinni sem við ráðum ekki við. Ég veit það ekki, en í kringum þetta hefur sprottið heilmikil umræða, til dæmis hjá Dönum, um til- kynningar undir nafnleynd. Þetta er kannski eitt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.