Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 10
Stund milli stríöa hjá hjúkrunarnemum á Vífilsstöðum árið 1924. Taliö frá hægri: Elísabct Erlcndsdóttir, Þuriður Þorvaldsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Anna Ólafsdóttir síöar Johnsen, Margrét Halldórsdóttir og Oddfríður Hákonardóttir síðar Sætre. J gerðu einnig draum ýmissa nema um hjúkrunarstörf að engu. Veikindi hjuggu stór skörð í raðir hjúkrunarnema á þriðja ára- tug liðinnar aldar en álíka margir eða 33 afréðu að hætta námi af ýmsum ástæðum. 5 stúlkur höfðu til að mynda hafið nám á Islandi þegar þær ákváðu að fara utan á eigin vegum og stunda fremur nám við erlendar sjúkrastofnanir. Jafnmargar gengu í hjónaband og hættu þá námi. Þegjandi samkomulag ríkti um það að hjúkrunarnemar féllu frá frekari menntun í hjúkrunar- fræði þegar þeir giftust. Stúlkur, sem urðu ófrískar á námstím- anum, voru hins vegar reknar. 10 nemar hættu án nokkurra skýringa. Dagleg störf á sjúkrahúsum hafa eflaust komið mörgum á óvart og hugmyndir einstakra nema um hjúkrunar- störf beðið skipbrot (Margrét Guðmundsdóttir, handrit). Yfirhjúkrunarkonur kvörtuðu undan því að nemar félagsins hefðu alltof litla grunnmenntun. Kröfur um undirbúnings- menntun hjúkrunarnema fóru vaxandi. I árslok 1930 neitaði Andrea Arntzen, forstöðukona Ulleválsjúkrahússins í Osló, að taka við tveimur nemum frá félaginu sem uppfylltu ekki lág- markskröfur spítalans um grunnmenntun, þ.e. gagnfræðapróf (Ffh B/2 1, bréf Arntzen dags. 19.11.1930). Sigríður Eiríks- dóttir, formaður, ræddi af því tilefni um vandamál sem tengd- ust undirbúningsmenntun hjúkrunarnema í bréfi til Arntzen og sagði: reynslan hefur margsýnt að ágætlega menntaðar kon- ur hafa alls ekki hæfni til að verða hjúkrunarkonur og verða aldrei góðar hjúkrunarkonur í þeirri merkingu sem ég tel svo mikilvæga, en aðrar aftur á móti, sem skortir skólagöngu af Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004 einhverjum ástæðum, geta einmitt verið sannar hjúkrunarkonur með þá réttu menntun sálarinn- ar sem er nánast það mikilvægasta af öllu (Fíh B/2 1, bréf Sigríðar Eiríksdóttur dags. 17.12.1930). Skólaganga hefur aldrei verið einhlítur mæli- kvarði á menntun eins og Sigríður bendir á. Margir nemar félagsins stóðu sig með prýði þótt þeir hefðu aðeins lokið barnaskólaprófi. Forystu- konur hjúkrunarkvenna voru engu að síður sam- mála um nauðsyn þess að auka kröfur um grunn- menntun hjúkrunarnema. Þær töldu fyrst tíma- bært í byrjun fjórða áratugar liðinnar aldar að krefjast gagnfræðamenntunar af hjúkrunarnem- um. Sigríður Eiríksdóttir fullyrti að fyrir þann tíma hefði verið ókleift að setja þau skilyrði vegna þekkingarleysis almennings á hjúkrun og ekki síður vegna þess hve fáar konur höfðu gagn- fræðapróf. Námsmat og hæfnisdómar Héraðshjúkrunarnemum var einum gert að taka próf á námstímanum á Islandi. Allir nemar fé- lagsins fengu hins vegar umsagnir frá þeim sjúkrastofnunum sem þeir stunduðu hjúkrunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.