Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Page 10
Stund milli stríöa hjá hjúkrunarnemum á Vífilsstöðum árið 1924. Taliö frá hægri: Elísabct Erlcndsdóttir, Þuriður Þorvaldsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Anna Ólafsdóttir síöar Johnsen, Margrét Halldórsdóttir og Oddfríður Hákonardóttir síðar Sætre. J gerðu einnig draum ýmissa nema um hjúkrunarstörf að engu. Veikindi hjuggu stór skörð í raðir hjúkrunarnema á þriðja ára- tug liðinnar aldar en álíka margir eða 33 afréðu að hætta námi af ýmsum ástæðum. 5 stúlkur höfðu til að mynda hafið nám á Islandi þegar þær ákváðu að fara utan á eigin vegum og stunda fremur nám við erlendar sjúkrastofnanir. Jafnmargar gengu í hjónaband og hættu þá námi. Þegjandi samkomulag ríkti um það að hjúkrunarnemar féllu frá frekari menntun í hjúkrunar- fræði þegar þeir giftust. Stúlkur, sem urðu ófrískar á námstím- anum, voru hins vegar reknar. 10 nemar hættu án nokkurra skýringa. Dagleg störf á sjúkrahúsum hafa eflaust komið mörgum á óvart og hugmyndir einstakra nema um hjúkrunar- störf beðið skipbrot (Margrét Guðmundsdóttir, handrit). Yfirhjúkrunarkonur kvörtuðu undan því að nemar félagsins hefðu alltof litla grunnmenntun. Kröfur um undirbúnings- menntun hjúkrunarnema fóru vaxandi. I árslok 1930 neitaði Andrea Arntzen, forstöðukona Ulleválsjúkrahússins í Osló, að taka við tveimur nemum frá félaginu sem uppfylltu ekki lág- markskröfur spítalans um grunnmenntun, þ.e. gagnfræðapróf (Ffh B/2 1, bréf Arntzen dags. 19.11.1930). Sigríður Eiríks- dóttir, formaður, ræddi af því tilefni um vandamál sem tengd- ust undirbúningsmenntun hjúkrunarnema í bréfi til Arntzen og sagði: reynslan hefur margsýnt að ágætlega menntaðar kon- ur hafa alls ekki hæfni til að verða hjúkrunarkonur og verða aldrei góðar hjúkrunarkonur í þeirri merkingu sem ég tel svo mikilvæga, en aðrar aftur á móti, sem skortir skólagöngu af Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004 einhverjum ástæðum, geta einmitt verið sannar hjúkrunarkonur með þá réttu menntun sálarinn- ar sem er nánast það mikilvægasta af öllu (Fíh B/2 1, bréf Sigríðar Eiríksdóttur dags. 17.12.1930). Skólaganga hefur aldrei verið einhlítur mæli- kvarði á menntun eins og Sigríður bendir á. Margir nemar félagsins stóðu sig með prýði þótt þeir hefðu aðeins lokið barnaskólaprófi. Forystu- konur hjúkrunarkvenna voru engu að síður sam- mála um nauðsyn þess að auka kröfur um grunn- menntun hjúkrunarnema. Þær töldu fyrst tíma- bært í byrjun fjórða áratugar liðinnar aldar að krefjast gagnfræðamenntunar af hjúkrunarnem- um. Sigríður Eiríksdóttir fullyrti að fyrir þann tíma hefði verið ókleift að setja þau skilyrði vegna þekkingarleysis almennings á hjúkrun og ekki síður vegna þess hve fáar konur höfðu gagn- fræðapróf. Námsmat og hæfnisdómar Héraðshjúkrunarnemum var einum gert að taka próf á námstímanum á Islandi. Allir nemar fé- lagsins fengu hins vegar umsagnir frá þeim sjúkrastofnunum sem þeir stunduðu hjúkrunar-

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.