Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 39
HRINGBORÐSUMRÆÐUR Mistök í heilbrigöisþjónustunni Svava: Það vantar svolítið þetta hugarfar að þjónustan í heilbrigðisgeiranum er vara sem við erurn að búa til, þjónustan er líka vara. Það vant- ar í okkar hugarfar að meta reglulega hvernig gæðin eru, það vantar í þessari þjónustu. Lovísa: Við höfum ekki þennan hvata sem er samkeppnin, það er sama hvernig við stöndum okkur, sjúklingarnir komast ekkert annað. Elsa: Eg veit ekki hvernig við getum innleitt ein- hverja svona gæðahugsun. 1 fyrirtækjarekstri setja fyrirtækin sér lengri markmið en að koma út á! núllpunkti í ár. Þau ætlast í fyrsta Iagi til að fá; hagnað og eru með áætlanir, söluáætlanir næstu fimm árin og svo framvegis. Og áætlun um inn á hvaða markað þau ætla að fara. Við gerum þetta aldrei. Eins og Landspítalinn hér, hann veit aldrei nema eitt ár fram í tímann hvaða fjármuni hann hefur. Það eru engin markmið um það hvað hann á að búa til eins og í hefðbundnu fyrirtæki, á hann að skipta um 300 mjaðmir og gera 200 hryggjar- aðgerðir o.s.frv.? Hann veit það ekkert, við bara byrjum að vinna og svo sjáum við til. Við höfum ekki tileinkað okkur einhverja svona alvöru rekstrarhugsun. Lovísa: Við ættum að geta lagt á borðið hver sýk- j ingartíðni er við þessar aðgerðir, hver dánartíðn- in er í hjartaðgerð, hvað margir sjúklingar eru lagðir inn aftur á deildir eða gjörgæslu vegna þess að þeir voru útskrifaðir of snemma. Fólk á að geta fengið þessar upplýsingar. Valgeröur Katrin Jónsdóttir: „Þaö má segja að ef skráningin væri betri þá væri hægt að auka gæöin?" Valgerður: Það má segja að ef skráningin væri betri þá væri hægt að auka gæðin? Lovísa: Það ætti að vera hluti af gæðaeftiriitinu að vera með gæðavísa og vera með mat á þeim í gangi. Það er það sem maður sér, þó ég sé ekki að mæla því bót, til dæmis í Banda- ríkjunum þegar spítalar keppa um sjúklingana. Þeir auglýsa í sjónvarpinu, við erum með svo og svo lága sýkingartíðni, dauðsföll eru þetta mörg og svo framvegis, komið til okkar. Svava: Þetta er ágætisaðferð við að sýna gæðin en að mínu mati vantar svolítið ábyrgðarlillinningu fyrir millistjórnendur. Ef ég kem sem eftirlitsmaður inn á stofnun og er að gera athuga- semdir við vinnuumhverfið þá er enginn ábyrgur, það vísar hver á annan. Ég reyni þá að tala við yfirlækni eða sviðstjóra og það er enginn sem ber þessa ábyrgð. En ef ég kem inn á bílaverk- stæði eða vélaverkstæði þá veit verkstjórinn, sem ég tel vera sambærilegan við dcildarstjórann, hver ábyrgð hans er. Deildar- stjórar bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem þeir veita og mönnun- inni en þeir gleyma restinni, sem er þá ábyrgðin á vinnuferlinu, vinnuaðferðunum og vinnuumhverfinu. Það vantar inn í hugs- unarháttinn að huga að þessum þáttum. Elsa: Mér finnst varðandi sjúklingana, kannski vegna þess að það er ekki samkeppni og biðlistar, þá gleðjast flestir þegar þeir fá upplýsingar um að þeir komast inn. Ég er líka að velta fyrir mér breytingunum sem eru að verða í öldrunarþjónustu, því þar verða líka mistök. 1 sparnaði þar er sjúkraþjálfari látinn fara, iðjuþjálfar og ég heyri frá mörgum hjúkrunarheimilum að það sé verið að fækka hjúkrunarfræðingum, hugsanlega sjúkraliðum og þar verða að stórum hluta ófaglærðir við umönnun. Margt eflaust ágætt fólk, en af hverju gerum við ekki kröfur? Ef for- eldrar mínir eru að fara inn á hjúkrunarheimili, af hverju spyrst ég ekki fyrir? Hvernig er mönnunin hér? Eru hér sjúkraþjálfar- ar, og svo framvegis. Ég get svo valið eða hafnað eftir því hvort mér finnst stofnunin standast þær kröfur sem ég geri. Við höf- um heldur ekki sem almenningur vitund til að spyrja fyrir fram, við erum vön að vera svo þakklát þegar fólk kemst að. Katrín: Mér finnst furðulegt að ekki skyldi vera byrjað á því að byggja upp hjúkrunarheimili, það er búið að segja það í 2 eða 3 ár að inni á sjúkrahúsunum séu yfir 100 manns sem eiga ekki heima þar. En það er ekkert gert í því. Hjúkrunarheimili ekkert byggð upp hraðar. Mér finnst virkilega byrjað á röngum enda í þessum sparnaði. Ég held líka af því við vorum að tala um að sjúklingarnir hefðu ekki annan stað að fara á, en það sama gild- ir um starfsfólkið. Nú eftir sameininguna hafa starfsmenn, sem eru ekki sáttir við vinnuumhverfið, ekkert um að velja. Það er líka hættulegt. Þetta samkeppnisleysi er slæmt á mjög margan hátt. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.