Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 23
VIÐTAL „Vorum þaulsætnar á alþingi" hún þungt lóð á vogarskálarnar í umræðum um bætta barnahjúkrun og var það mikill fengur fyrir íslenska barnahjúkrunarfræðinga. Niðurstöður hennar notuðum við talsvert við endurskipulag hjúkrunar á Barnaspítala Hringsins upp úr 1980. Einnig læt ég þess getið í bók minni um „Þróun barnahjúkrunar á Barnapítala Hringsins 1980 - 1998“ hvernig verkefni Maríu úr félagsvísinda- deild - „Fræðsla hjúkrunarfræðinga til ungra barna og foreldra þeirra á sjúkrahúsum í Reykja- vík“ - 1984 varð hvati til framþróunar á spítalan- um. Þetta voru vatnaskil í hjúkrun því María hafði skilað af sér fyrstu íslensku hjúkrunarrann- sókninni og við nutum góðs af því,“ segir Hertha. Og Hertha bætir við: „Það var ekki ósjaldan er ég sat á skrifstofu minni á Barnaspítalanum og glímdi við mismunandi erfið viðfangsefni, að bankað var á dyrnar og áður en ég sá hver var á ferðinni heyrðist gamalkunnur hlátur. Deginum var bjargað. María var svona aðeins að líta inn, spyrja frétta, viðra hugmyndir, kannski létta af sér því sem var efst í huga, en alltaf varð það til gleði og ávinnings fyrir mig að ræða við hana um málefni sjúkra barna, og verður sú vinsemd og tryggð seint þökkuð.“ María hefur tekið þátt í félagsmálum, sat m.a. í stjórn Hjúkrunarfélags Islands í 8 ár og formaður fræðslunefndar var hún einnig með hléum eða frá stofnun á sjöunda áratugnum til starfsloka. Hún rifjar upp aðstæðurnar eða aðstöðuleysið. „Við fengum inni í húsi Hallveigarstaða sem þá var hálfinnréttað, þó voru þar stólar og tafla.“ Fyrstu námskeiðin voru í stjórnun fyrir hjúkrun- ardeildarstjóra en þróuðust síðar í tveggja vikna námskeið í hinum ýmsu greinum eftir að María varð fræðslustjóri en þeirri stöðu gegndi hún frá 1979 til 1992. „María Finnsdóttir er tvímælalaust einn af frum- kvöðlum og máttarstólpum islensku hjúkrunar- stéttarinnar,“ segja Lilja Oskarsdóttir og Stefanía Sigurjónsdóttir. „Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á málefnum stéttarinnar og mikinn metnað fyrir hönd hjúkrunarmenntunar í landinu og fyrir hjúkrun sem fræðigrein. Hún hefur alla tíð lagt á- herslu á að sú þekking, sem hjúkrunarstarfið bygg- ist á, skili sér til skjólstæðinganna í formi góðrar hjúkrunar. A árunum, sem við störfuðum saman hjá Hjúkrunarfélagi íslands, var María íræðslustjóri félagsins. Það sem er okkur mjög minnistætt er hve mikið hún lagði upp úr því að hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni yrðu ekki afskiptir í sambandi við möguleika til að sækja viðbótarmenntun og nám- skeið á vegum félagsins. Það sýnir bæði metnað fyrir hönd fags- ins og einnig skilning á mikilvægi réttinda til símenntunar." Fyrsta íslenska hjúkrunarrannsóknin María átti sæti í vinnuhópi hjúkrunarrannsakenda í Evrópu fyr- ir hönd Hjúkrunarfélags íslands og vinnan með þeim hópi hvatti hana til að gera sjálf hjúkrunarrannsókn. Þá var ekki komið framhaldsnám til M.A. prófs en hægt að taka 30 eininga diplómapróf frá félagsvísindadeild HI. 1984 lauk hún rann- sókninni sem hét „Fræðsla hjúkrunarfræðinga til ungra barna og foreldra þeirra á sjúkrahúsum í Reykjavík." Rannsóknin var kynnt á ráðstefnu hjá WENR f Finnlandi 1986 og fékk viður- kenningu Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði mörgum árum síðar, eða 2000, sem fyrsta íslenska hjúkrunarrannsóknin. Fræöslustjóri að störfum á Suðurlandsbraut 22. Aðspurð um hvernig henni finnist þróunin í heilbrigðismálum hér á landi segir hún að íslendingar standi þar mjög framar- lega. „Við erum mjög framsækin þjóð. Þróunin mun halda á- fram og vonandi hafa allir sama aðgang að þjónustunni, bæði ríkir og fátækir. I lögum um heilbrigðisþjónustu, sem tóku gildi 1978, var ákvæði um að yfirstjórn hjúkrunar skyldi vera í höndum hjúkrunarfræðinga. Síðar hefur verið reynt að ná þessu ákvæði út en sem betur fer ekki tekist og ég vona sann- arlega að hjúkrunarfræðingar haldi vöku sinni og missi þetta ákvæði ekki út úr lögunum.“ Hún bætir við að þær Sigþrúður Ingimundardóttir hafi verið þaulsætnar á Alþingi á þeim tíma sem átti að kippa þessu ákvæði út, til að standa vörð um rét- tindi hjúkrunarkvenna. Hún segir að það hafi verið ánægjulegt að hafa átt samleið með fyrstu forystukonunum í hjúkrunarstéttinni, þeim Sigríði Eiríksdóttur og Kristínu Thoroddsen. „Þær lögðu grunn að Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.