Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 29
Fréttamolar... Hjúkrun 2004 hefur sína eigin vefsíðu undir vef- síðu félagsins. Utlit hennar ber einkenni ráðstefn- unnar og á þeirri síðu má lesa upplýsingar um ráð- stefnuna, skrá útdrátta og þar má skrá sig rafrænt á ráðstefnuna. Veistu eitthvað um hjúkrun? Þessari spurningu var velt yfir á þjóðina með miklu átaki sem virðist hafa skilað tilætluðum árangri. Atakið á sér eigin vef- síðu sem er auglýst með reglulegu millibili, eink- um þegar ungt fólk er að afla sér upplýsinga um háskólamenntun. A síðum átaksins er gífurlegt efni um hjúkrun og hjúkrunarfræðinga sem gefur góða mynd af starfi þeirra. Atvinnumál hjúkrunarfræðinga ættu að vera virk- ur þáttur á vefsíðu félags þeirra. Nú er unnið að könnun meðal stjórnenda um hugþeirra til Starfa- torgs á rafrænu formi á vefsvæði félagsins. Um er að ræða uppfærðar auglýsingar um lausar stöður hjúkrunarfræðinga, á vefsvæði sem eingöngu er beint til þeirra. Þetta gefur stofnunum beinan að- gang að þeim hópi fólks sem stofnunin leitar að. Mikill áhugi er fyrir því hjá dönskum systursam- tökum Fíh, DSR, að tengjast slíku starfatorgi og miðla þannig upplýsingum um laus störf á öllum Norðurlöndum á milli landanna. DSR miðlar í dag upplýsingum um lausar stöður hjúkrunarfræðinga í Danmörku, Noregi, Grænlandi og Færeyjum til vefnotenda á vefsíðu sinni www.dsr.dk. Vefsíða félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á að vera gagnvirk og mótast af þeim kröfum sem hjúkrunarfræðingar gera til hennar hverju sinni. Uppbyggingu hennar eru auðvitað sett ákveðin mörk af fjárhagslegum sem og tæknilegum ástæð- um, en félagið hefur einsett sér að innan þeirra marka eigi vefsíðan að veita félagsmönnum bestu fáanlega þjónustu. Rannsóknir íslensks hjúkrunarfræöings verölaunaöar Erlín Óskarsdóttir hlýtur rannsóknarverölaun Klini- drape og EORNA á ráöstefnu á Krít íslenskur skuröhjúkrunarfræöingur, Erlín Óskarsdóttir, hlaut verölaun rannsóknarsjóðs Klinidrape og EORNA á 3. ráöstefnu evrópskra skurö- hjúkrunarfræöinga (EORNA) sem haldin var á Krít 10. til 13. apríl sl. Erlín hlýtur verðlaunin fyrir rannsókn sem var hluti af lokaverkefni hennar til meistaraprófs og fjallaði um líðan sjúklinga sem dvelja í tvo sólarhringa eöa minna á sjúkrahúsi eftir skurðaögerö. Verölaunin eru veitt þriöja hvert ár úr sjóði sem stofnaður var 1997 í Brussel á fyrstu Evrópuráðstefnu EORNA. Tilgangur sjóösins er aö stuðla að rannsóknum innan skuröhjúkrunar. Fyrst var keppt í hverju aðildarlandi en þau eru 23 innan EORNA. Fagdeild skurðhjúkrunarfræð- inga (ISORNA) hefur veriö aöili aö EORNA frá árinu 2000. Verkefni Erlínar vann til verðlauna hér á landi og var sent áfram í úrslitakeppn- ina þar sem þaö keppti viö vinningshafa frá öörum aðildarlöndum. Rannsókn hennar var valin sú besta af vísindanefnd E0RNA. Erlín flutti erindi um rannsókn sína á ráöstefnunni sem var sótt af rúmlega 1.800 hjúkrunarfræðingum frá 39 löndum. Erlín Óskarsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, er deildarstjóri á skurðdeild FISS. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræöingur áriö 1971, sem skuröhjúkr- unarfræðingur áriö 1979 og lauk B.Sc. prófi í hjúkrun áriö 1997. Hún lauk meistaraprófi frá hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands áriö 2002. Rannsóknarstyrkurinn, sem Erlín hlýtur, er kenndur viö Klinidrape sem er vörumerki fyrir margvíslegar skurðstofuvörur. Þær eru framleiddar af Mölnlycke Health Care, aöalstyrktaraöila ráðstefnunnar á Krít. Rekstr- arvörur eru umboðsaðili fyrir Mölnlycke Health Care og Klinidrape á ís- landi og hafa átt samstarf við fagdeild skurðhjúkrunarfræöinga í aö- draganda ráðstefnunnar vegna styrkveitingar Klinidrape og EORNA. Til hamingju meö afmæliö! Afmælisár Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga 2004 í ár eru liðin 85 ár frá því aö hjúkrunarfræðingar stofnuöu meö sér fé- lag en það var síðla hausts 1919 aö Félag íslenskra hjúkrunarkvenna var stofnað. l’ byrjun árs voru einnig liðin 10 ár frá því aö hjúkrunarfræð- ingar sameinuðust í eitt félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, en stofnfundur þess var haldinn í Borgarleikhúsinu 15. janúar 1994. Afmælisárið hófst formlega 15. janúar sl. Af því tilefni sendi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga öllum félags- mönnum sínum afmælisnælu sem útbúin haföi verið sérstaklega í tilefni afmælisársins. Eru hjúkrunarfræö- ingar hvattir til að bera hana afmælisárið og minnast þannig þessara tímamóta svo og sem virðingarvott við sögu hjúkrunar og framlag hjúkrunarfræðinga til íslensks samfélags i 85 ár. Afmælisins verður einnig minnst á alþjóðadegi hjúkr- unarfræðinga 12. mai og að lokum verður haldið hjúkrunarþing og afmælishóf 5. nóvember 2004. Nánari upplýsingar birtast jafnóðum á vefsíðu félagsins, www.hjukrun.is. Timarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.