Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 17
Börnin í dag: Umönnun án veggja Norræni samstarfshópurinn eftirfund i Eirbergi. Margrét Héöinsdóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Erla Maria Kristinsdóttir, Sigrún Barkar- dóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Guörún Helgadóttir og Elsa B. Friðfinnssdóttir. gestum enda um vaxandi vandamál að ræða í vestrænum ríkjum. Af öðrum erindum fyrirlesara má nefna erindi Bernie Carter frá Stóra-Bret- landi. Hennar erindi fjallaði um hverju huga þarf að þegar börn eru þátttakendur í rannsóknum. Rannsakendur þurfa að nota rannsóknaraðferðir sem henta börnum, öðlast traust barnanna og bregðast ekki því trausti við kynningu á niður- stöðum. Að fá álit barna og heyra raddir þeirra er mikilvægt því það hefur áhrif á þá fagaðila sem skipuleggja og veita börnum heilbrigðisþjónustu. Næst var erindi Hanne Lise Grönkjær þar sem hún kynnti danska slysavarnaáætlun fyrir börn upp að 6 ára aldri. Þar á eftir fjallaði Sóley Bend- er um rannsóknir sínar á því hvaða og hvernig þjónustu unglingar vilja geta fengið vegna spurn- inga eða vandamála varðandi kynlíf og barneign- ir. Síðasti aðalfyrirlesarinn þennan dag var Suzanne Thoyre frá Norður-Karólínu. Hún fjall- aði um næringu fyrirbura, þ.e. hvernig best sé að byrja á gjöf um munn hjá heilbrigðum fyrirbur- um miðað við nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Þessi nýja aðferð byggist á kenningum um hreyfiþroska og leggur áherslu á jákvæða upplif- un fyrirburans af því að nærast um munn. Því er mikilvægt að umönnunin sé í samræmi við at- ferlisþroska og lífeðlisfræðilega getu fyrirburans því þessir þættir þróast samhliða. Ef þetta er haft í huga þegar byrjað er að gefa fyrirbura nær- ingu um munn eykst umönnunin á sjúkrahúsinu og batnar jafnframt. A laugardagskvöldið var boðið upp á hátíðar- kvöldverð á Hótel Sögu og tókst hann í alla staði mjög vel og skemmtu gestir sér konunglega. Sunnudagurinn 5. október Á sunnudagsmorgun vöktu aðalfyrirlesararnir, Margaret S. Miles og Marcia Van Riper, gestina með frábærum erindum. Margaret kynnti undirstöðuatriðin í „nurse parent support modeI“ sem hannað er af henni sjálfri. Líkanið byggist á rannsóknum á reynslu foreldra sem eiga börn sem liggja á sjúkrahúsi. Þar koma fram fjögur meginatriði sem talin eru mikilvæg fyrir hjúkrunar- fræðinga svo þeir geti sem best stutt þessa foreldra. Þessi atriði eru: samskipti og stuðningur varðandi upplýsingagjöf, tilfinn- ingalegur stuðningur, stuðningur við sjálfsvirðingu foreldra og síðan stuðningur þegar börnin eru tengd ýmsum tækjum. Hjúkr- unarfræðingurinn þarf að mynda samband við foreldra sem bygg- ist á trausti, og sýna að foreldrar séu metnir að verðleikum og þarfir þeirra virtar. Hann þarf einnig að hjálpa foreldrum að spyrja réttra spurninga varðandi meðferð, horfur og umönnun barnsins og vera viss um að þeir fái rétt, skiljanleg og greinagóð svör. Einnig þarf hjúkrunarfæðingurinn að styðja foreldrana í foreldrahlutverkinu og fullvissa þá um að barnið þeirra fái bestu hugsanlegu meðferð. Meginmarkmið líkansins er að hjálpa for- eldrum að takast á við veikindi barnsins, minnka streitu og kvíða og viðhalda foreldrahlutverkinu við nýjar aðstæður. Þetta getur hraðað bata hjá barninu svo það útskrifast fyrr og gerir foreldra öruggari í umönnun barnsins þegar heim er komið. Marcia Van Riper fjallaði um þær breytingar sem verða hjá fjöl- skyldum þegar barnið, sem beðið hefur verið eftir, greinist með Downsheilkenni. Marcia hefur gert miklar rannsóknir á þessu sviði, m.a. hefur hún skoðað hvernig hjúkrunarfræðingar geta hjálpað fjölskyldum að aðlagast og finna sinn styrk til að takast á við þetta oft óvænta og krefjandi verkefni. Hún bar einnig saman rannsóknir sem hafa verið gerðar víða um heim um þetta efni. Erindi sínu lauk hún á frásögn móður sem eignaðist barn með Downsheilkenni. Móðirin lýsir ferlinu frá fæðingu barns- ins og næstu árum sem ferðalagi sem tekur óvænta stefnu. Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.