Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 36
málin og fá jafnvel utanaðkomandi aðstoð handleiðara. Þetta
eru þá fastir fundir og litið á það sem forvarnir í vinnunni. Það
er langt síðan ég vann á deild en þá var deildarfundum oft
sleppt því iðulega var ekki um neitt að ræða. I staðinn ætti
alltaf að hafa umræðu um öryggismálin eða vinnuferlið eða
hugsanleg mistök eða eitthvað þess háttar. Að þetta sé fast í
skipulaginu, í dagskránni. Þá verður þetta svoh'tið meðvitaðra.
Það auðveldar fólki að tala um og læra af mistökunum. Og eitt
ráðið, sem við hvetjum til, er að skrá óhöpp og næróhöpp til að
meta þau árlega og fara í gegnum þau og læra af þeim. Það er
mjög mikilvægt held ég.
á þessum lögum. Og gangalagnir eru líka brot á
lögunum. Það er bara ekki farið eftir lögunum.
Það eru yfirvökl sjálf sem brjóta lögin.
Valgerður: Þá komum við inn á heilbrigðislög-
gjöfina. Þar stendur í 3. grein að sjúklingur eigi
rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og
horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem
völ er á. Hvað þá með þær ákvarðanir sem er ver-
ið að taka nú, að dregið er úr þjónustunni?
Valgerður: í grein Lovísu kemur fram að það sé mannlegt að
gera mistök og að við bestu hugsanlegu aðstæður eru um 1%
líkur á mistökum. En Danir hafa stofnað samtök til að vinna
gegn mistökum því þar verður 10. hver sjúklingur fyrir mistök-
um eða óhappi sem hefur í för með sér um það bil 7 aukalegu-
daga á sjúkrahúsi. Það er allt of hátt hlutfall. Hvernig er hægt
að fækka mistökum og auka öryggi sjúklinga? Nú eru mikil
sparnaðaráform í gangi á Landspítalanum og sá sparnaður
mun að öllum líkindum koma fram á næstu árum. Hvað er
fram undan? Horfum við ef til vill fram á mun fleiri mistök í
kjölfar þessara sparnaðarbreytinga?
Elsa: Ég held það sé veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af á-
standinu sem er að skapast og mun ef til vill versna enn frek-
ar eftir því sem fram Iíða stundir. Við vitum að það fækkar um
200 ársverk í ár en sparnaðurinn heldur áfram, í byrjun árs
2005 má gera ráð fyrir álíka fækkun. Það er alveg ljóst að það
er algjört ráðningarbann á stofnuninni þannig að þegar starfs-
menn hætta kemur enginn í staðinn. Starfsmannaveitan er
býsna há, að vísu er hún hæst hjá ófaglærðum, það verður auð-
vitað að ráða nýja í þeirra stað, það er alveg ljóst. Ráðningum
verður engu að síður haldið í lágmarki, síðan koma uppsagnir
aftur í byrjun október fyrir næsta ár. A sama tíma glímir Há-
slcóli íslands, sem menntar heilbrigðisstéttir, við fjárvöntun að
mati stjórnenda þar og við vitum hvað gerist þá, þá er dregið
saman í dýru kennslustundunum, svo sem þjálfun í verknáms-
stofum og slíkt. Þannig að á sama tíma og nemendur fá minni
þjálfun í að framkvæma verkin, eins og þeir hafa gert í verk-
námsstofunum, þá fá þeir líka minni kennslu inni á spítölun-
um. Ef við horfum svo enn lengra fram í tímann þá er ákveðin
hræðsla um að undirbúningur verðandi lækna og hjúkrunar-
fræðinga verði verri en við höfum búið við. Og þá kemur það
sem Lovísa nefndi, verða þeir samt settir í þá stöðu nýútskrif-
aðir að taka að sér miklu meiri ábyrgð en þeir ráða við?
Lovísa: Eins og við ræddum áðan, þá höfum við lög um réttindi
sjúklinga. En þessar fyrirhuguðu aðgerðir spítalans, eins og að
loka bráðamóttökunni um helgar og flytja hjartasjúklinga inn í
Fossvog og börnin með brunaáverka inn í Fossvog, það er brot
Lovísa: Það getur aukið hættu á að sjúldingar ör-
kumlist eða deyi.
Katrín: Ég held að vandamálið sé þríþætt, eins og
þú varst að segja, Elsa. Það er nýbúið að segja upp
23 hjúkrunarfræðingum. Samt hefur fjöldi hjúkr-
unarfræðinga verið undir öryggismörkum. Ég hef
oft hugsað um það þegar ég fer með fárveika sjúk-
linga upp á deildir, get ég skilið þá hér eftir? Það
eru tveir hjúkrunarfræðingar á stórri deild með
fárveika sjúklinga og er hægt að bæta einum við
enn? I öðru lagi, núna er verið að tala um, eða ég
heyrði það á fundi sem ég var á þar sem rætt var
um bráðamóttökurnar, að það er verið að tala um
að leggja sjúklingana inn þar sem einhver smuga
er að koma þeim fyrir. Það var t.d. einn sjúkling-
ur fluttur niður á kvennadeild um daginn af því að
það var eina plássið sem var laust. Þarna bjóðum
við heim mikilli hættu á mistökum. Það er engin
sérþekking þar á þessu sviði. I þriðja lagi eru það
uppsagnirnar sem við vitum að koma í haust. Ég
verð að segja að ég held við verðum að bregðasL
strax við því sem ég held að gerist, það er farið að
ræða um að ráða einn sviðstjóra í staðinn fyrir tvo
og þá þurfum við að verja okkur. Læknarnir eru að
tala um það eina ferðina enn að það séu þeir sem
eigi að stýra sjúkrahúsum og þá verður dregið úr
mönnun ef af því verður. Ég held við eigum að
byrja strax að bregðast við þessu. Við verðum að
gæta þess að það verði ekki bara læknar við
stjórnvölinn.
Lovísa: Ég hef líka áhyggjur af framtíð minni sem
hjúkrunarfræðings. Að ég vinni við aðstæður sem
geta hugsanlega leitt til þess að ég missi algjör-
lega æruna og verða ti! þess að ég örkumla eða
veld jafnvel dauða einhverrar manneskju vegna
þess að ég ræð ekki við aðstæðurnar. Hver er þá
réttur minn í þessu? Þetta sé ég á ungum hjúkr-
unarfræðingum sem hafa kannski ekki næga
Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004