Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 26
24 FRÁ FÉLAGINU Vísindasjóöur Styrkir úr vísindasjóði Vinnuveitendur greiða sem nemur 1,5°/o af föstum dag- vinnulaunum hjúkrunarfræðinga í vísindasjóð. Hrein eign sjóðsins um áramót er til úthlutunar hverju sinni. Sjóður- inn er í vörslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og skipt- ist í A- og B-hluta. A-hluti í A-hluta koma 90% af tekjum sjóösins. Sjóönum er ætlaö að greiða endur- og símenntun hjúkrunarfræðinga. Ekki þarf aö sækja um úthlut- un úr A-hluta vísindasjóðs. Félagiö sér um aö greiða úr A-hluta sjóös- ins til félagsmanna sem teljast sjóösfélagar fyrsta ársfjórðung ár hvert. Upphæöin er lögö inn á bankareikning félagsmanna sem félagiö hefur stofnað fyrir sjóösfélaga (mikilvægt er aö sjóösfélagar loki ekki reikn- ingunum þegar þeir taka út af þeim til að ekki þurfi að stofna nýja reikninga árlega). Sjóðsfélagi telst sá aöili vera sem var starfandi sam- kvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 1. september áriö fyrir úthlutun. Félagsmenn, sem hafa verið í fullu starfi tímabilið 1. janúar til 30. nóv- ember áriö fyrir úthlutun, eiga rétt á fullri úthlutun. Félagsmenn, sem hafa unnið hlutastarf, eiga rétt á úthlutun i samræmi við vinnuframlag. Ekki er úthlutaö til félagsmanna sem hófu störf eftir 1. september árið fyrir úthlutun. B-hluti í B-hluta koma 10% af tekjum sjóðsins og skal þeim varið til aö stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og þróunarverkefni hjúkrunarfræöinga. Hjúkrunarfræöingar þurfa að sækja sérstaklega um styrk úr B-hlutanum. Auglýst er eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til 15. apríl ár hvert. Hjúkrunarfræðingar, sem eiga aðild að sjóönum, geta sótt um styrk til að vinna rannsóknarverkefni til M.S. eöa doktorsgráðu. Lokaverkefni hjúkrunarnema í B.S. námi eru ekki styrkhæf. I umsókn um styrk er óskað eftir : • heiti verkefnisins • starfsferilskrá umsækjanda (menntun, starfsreynslu, reynslu af rannsóknarvinnu og greinaskrifum). • upplýsingum um hvers eölis verkefnið er • lýsingu á verkefninu • lýsingu á stöðu þekkingar á sviði verkefnisins • framkvæmdaáætlun • kostnaöaráætlun • upplýsingum um aöra styrki sem sótt er um eða verk- efnið hefur hlotiö Við mat á umsóknum fyrir B-hluta vísindasjóðs er tekið mið af: • markmiði höfunda með verkefninu • mikilvægi verkefnisins • hvort verkefnið leiðir til nýrrar þekkingar eða þróunar • reynslu og faglegri þekkingu umsækjenda • framkvæmda- og kostnaðaráætlun Styrkur úr B-hluta vísindasjóðs er greiddur út í tveimur áföngum. Um miðjan maí er greiddur út helmingur og þegar styrkþegi hefur skilað inn lokaskýrslu til stjórnar vísindasjóðs eru eftirstöðvar styrksins greiddar. Æskilegt er að verkefnum Ijúki með birtingu greinar í Tímariti Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sé ekki úthlutað aö fullu úr B-hluta þá leggst afgang- urinn viö sjóðinn næsta ár á eftir. Verði ekkert úr verk- efni eða þvi ekki lokið af einhverjum ástæöum skal styrkþegi gera stjórn sjóðsins grein fyrir ástæðum þess og endurgreiða þann hluta styrksins sem ekki hefurver- iö notaöur til verkefnisins. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími SS1 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins s?-0 með þjónustu allan 'T sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Umsóknum skal skila á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 22 í fimmriti á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknareyðu- blað er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins sem og á vefnum hjúkrun.is. Þar kemur fram hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar og hvaða fylgiskjölum þarf að skila. Tímarit hjukrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.