Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 22
20
fljótlega mikil áhrif á aðbúnað sjúklinga á staðn-
um. Eg hafði skoðað spítalann 1964 og sá þá að
sjúklingar borðuðu af tindiskum og voru í sjúkra-
hússklæðnaði, en þetta var gjörbreytt er ég kom
sem nemi. Þá var venjulegur borðbúnaður og
sjúklingarnir voru í sínum eigin fötum sem þeir
keyptu fyrir vasapeningana sína og það sýndi sig
hvað umhverfið hafði róandi áhrif. Eftir dvöl
mína á Kleppsspítala var ég ákveðin í að læra
geðhjúkrun og tel að eldmóður Maríu hafi haft
þar áhrif því hún sýndi fram á að þar var mikið
hægt að gera með nýrri sýn og breyttu viðhorfi til
geðsjúkra."
Maria tekurvið viðurkenningu fyrir rannsókn sína frá námsbraut í hjúkrunarfræði.
Hertha segir Maríu hafa miðlað af þekkingu sinni og reynslu
á hógværan hátt. „Hún lét mig aldrei finna hvað ég var ung og
óreynd heldur studdi og gaf ráð. Auðvitað hafði ég heyrt af
henni Maríu, hún hafði verið deildarstjóri á handlækninga-
deildinni á Landspítalanum þegar ég var í námi og ekki varð
hjá komist að heyra af henni þar.
María Finnsdóttir fór með vistmenn og starfsmenn
í ferðalag en það var nýjung í starfsemi Kleppsspít-
alans. „Það var glaður hópur sem lagði af stað frá
Kleppsspítalanum í orlofsferð vestur að Holti í On-
undarfirði. A Isafirði beið okkar rúta sem flutti 16
vistmenn og 4 starfsmenn í barnaskólann og var
dvalið þar í viku. Nágrannabyggðirnar voru skoðað-
ar og var ferðin öllum ánægjuleg."
Hún var ætíð nokkrum skrefum á undan samstarfsmönnum
sínum enda sótti hún þekkingu sína í reynslubrunn sinn og til
stærri spítala erlendis og hún var óþreytandi í að þróa starfið
og hugsa fram á við á nýtískulegan hátt með þarfir sjúkling-
anna í huga. Setti mörg spurningarmerki. Ekki var þetta ætíð
auðvelt fyrir hana því frumkvöðlar mæta oftar en ekki mótbyr
í byrjun sem birtist í skilningsleysi samstarfsfólks og yfir-
manna, en hún er seig og lét ekki slá sig út af Iaginu og náði
ótrúlegum árangri í starfi eins og síðar sýndi sig er hún var for-
stöðukona á Kleppsspítalanum og náði fram ótrúlegum breyt-
ingum á aðstöðu sjúklinga."
María rifjar upp er hún tók að sér Kleppsspítalann 1963.
„Hjúkrun geðsjúkra var í nokkurri lægð, flest starfsfólkið ó-
faglært, erfitt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, en það hjálpaði
þó til að spítalinn lagði til húsnæði og rekin var dagvist barna á
lóðinni. Ymsar breytingar var þó hægt að gera. Vinnutíminn var
styttur úr 48 stundum í 40 stundir. Minnistæðastir frá þessum
tíma eru þó sjúklingarnir. Margir höfðu átt þar heimili árum
saman. Ný geðlyf voru komin til sögunnar og við það færðist ró
yfir heimilisfólkið. Tryggingabætur voru komnar til sögunnar
svo nú var hægt að skipta út sjúkrahúsfötum fyrir eigin fatnað
en það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd fólks og sjálfsvirðingu."
María Gísladóttir riljar einnig upp fyrstu kynni þeirra er hún
kom til starfa sem hjúkrunarnemi á Kleppsspítala 1966. „Hún
var þá nýlega tekin til starfa sem hjúkrunarforstjóri og hafði
„Mér þótti sálarfræðín einkar spennandi"
Eftir 7 ára starf við Kleppsspítalann lagði María
aftur land undir fót og fór nú í ársnám í hjúkrun-
arstjórnun til London við Royal College of Nurs-
ing. „Námið víkkaði sjóndeildarhringinn og mér
þótti sálarfræðin einkar spennandi."
Hún hafði lengi haft áhuga á námi við Háskóla ís-
lands en var ekki með stúdentspróf. En er heim
kom tók hún saman innlend og erlend próf sem
hún hafði tekið og lagði inn til háskólaráðs og varð
meðal þeirra fyrstu sem var metin inn á þann hátt.
Á skólabekk settist hún svo 1972 og lauk B.A.
námi frá félagsvísindadeild 1975 í sálfræði með
félagsfræði og kennslufræði sem aukagrein. Upp
úr B.A. ritgerðinni tók hún svo saman efni í
bæklinginn „Börn á sjúkrahúsi" sem gefinn var
út í tilefni barnaárs Sameinuðu þjóðanna 1979.
Má segja að þar hafi hún tekið aftur upp þráðinn
frá því í náminu í lýðháskólanum í Danmörku.
„María hefur unnið frábært starf fyrir barnahjúkr-
un á Islandi," segir Hertha Jónsdóttir. „Áhugi
hennar á börnum og sálarlífi þeirra kemur vel
fram í bók hennar „Börn á sjúkrahúsi" sem var
unnin upp úr B.A. ritgerð hennar 1979. Þar lagði
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 80. árg. 2004