Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2004, Qupperneq 14
Valgerður Katrín Jónsdóttir Oskar eftir gögnum fyrir hjúkrunarsöguna Margrét Guömundsdóttir, sagnfræðingur, hefur safnaö heimildum í íslenska hjúkrunarsögu undanfarin tvö ár. Hún segir sagnfræöinga og hjúkrunarfræöinga hafa skrifað mest um hjúkrun en lítið hafi fram til þessa komið út á prenti. Hún hefur leitaö fanga víöa, svo sem í blaða- og tímaritsgreinum. Margrét hefur langa reynslu af rann- sóknum í kvennasögu. B.A. ritgerð hennar fjallaöi um verkakonur í Reykjavík á árunum 1914-1940. Hún skrifaði sögu Kvenfélags Hvítabandsins í Reykjavík og segir áhuga á hjúkrunarsögu hafa vaknaö þar. Þá skrifaði hún sögu Rauða kross Islands og grein um Hjúkrunarfélagið Líkn svo dæmi séu tekin. „Hjúkrunarkonur voru hin þögla stétt í heilbrigðisþjónust- unni,“ segir Margrét og bætir við að varla sé til ævisaga hjúkr- unarkonu en hins vegar margar ævisögur lækna. Sjálf aðstoð- aði hún Guðrúnu Pálínu Helgadóttur skólastjóra við að skrifa ævisögu Helga Ingvarssonar, yfirlæknis á Vífilsstöðum. „Til eru nokkrar greinar um hjúkrunarkonur í safnritum," segir Margrét og bætir við að hún óski eftir fleiri persónulegum heimildum hjúkrunarkvenna til að vinna úr. „Ef fólk á t.d. í fórum sínum bréf eða dagbækur hjúkrunarkvenna þætti mér vænt um að fá að skoða slík gögn.“ Hún óskar einnig eftir Ijós- myndum, og ekki væri verra ef þar sæjust hjúkrunarkonur að störfum. Hún segir töluvert til af gögnum í skjalasafni félagsins, hjúkr- unarkonur hafi verið nákvæmar og reglusamar og hún búi nú að því við vinnu sína. Félag hjúkrunarkvenna fékk sagnfræð- inga til að skrá skjöl sín og var eitt af fyrstu fagfélögum til að gera slíkt. Margrét hefur skrifað mikið um vinnu kvenna, fag- baráttu, vinnuaðstæður o.fl. Og hún segir að rannsóknir í kvennasögu hafi kveðið niður þá þjóðsögu að giftar konur á Is- landi hafi ekki unnið launavinnu fyrr en upp úr 1970. „Þær hafa sýnt að íslenskar alþýðukonur hafa alltaf unnið launa- vinnu en sú vinna hefur oft verið falin í opinberum skýrslum. I manntölum voru giftar konur t.d. taldar á framfæri eigin- manna sinna eins og börn. Giftar konur unnu einkum hluta- störf, t.d. við ræstingar, sauma eða þvotta, eða árstíðabundin störf, eins og saltfiskverkun eða síldarsöltun." Á fyrstu áratugum 20. aldar var ekki gert ráð fyrir að hjúkrun- Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 80. árg. 2004 „Hjúkrunarkonur voru hin þögla stétt í heilbrigðisþjónustunni." arkonur héldu áfram í launuðum störfum ef þær giftu sig en í kreppunni fór að bera á því að gift- ar hjúkrunarkonur væru við störf og sumar héldu því jafnvel áfram allt þar til annað barn þeirra fæddist. „Sjúkrahús Hvítabandsins við Skóla- vörðustíg tók til starfa árið 1934 og það kom mér á óvart hve margar giftar hjúkrunarkonur unnu við spítalann,“ segir Margrét. „Fyrstu hjúkrunar- konurnar höfðu sterka sjálfsmynd og veruleg á- hrif á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á íslandi. Þær voru áhrifamiklar í upphafi nýliðinnar aldar áður en ríki og sveitarstjórnir mótuðu ákveðna stefnu í heilbrigðisþjónustunni, og verkaskipting milli frjálsra félagasamtaka og hins opinbera var óskýr. Fyrir daga alþýðutrygginga þurfti almenn- ingur að greiða fyrir lyf, lækniskostnað og sjúkra- húslegu. Skipulagt heilsuverndarstarf á Islandi var í upphafi byggt upp að frumkvæði hjúkrunar- kvenna í Hjúkrunarfélaginu Líkn. Þær settu t.d. á fót berklavarnarstöð, ungbarnaeftirlit og mæðravernd í Reykjavík. Læknar sinntu lítið sem ekkert um heilsuverndarstarf á þessum tíma, þeir störfuðu nær eingöngu að sjúkra- hjálp.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.