Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2005, Page 29
VIÐTAL Prisma - aö sjá allt litróf lífsins ,Batinn felst I þvl aö sjá litróf llfsins." Frá vinstri Margrét, Þórhildur, Sólveig og Jóna Ingibjörg. að þeir eru of léttir. Þeir þurfa einnig að líta á mat sem eðlilegan hluta af daglegu lífi og læra að borða reglulega. Þeir þurfa einnig að fá aðstoð út af kvfðá og vanlíðan og læra að vinna sig út úr kvíðatengdu mataræði. Þá þurfa þeir að fá sjálf-i | styrkingu og aðstoð við að efla samskipti við vini | og fjölskyldu en oft eru komnir upp erfiðleikar á þeim sviðum.“ Sólveig segir listmeðferð henta þessum hópi vel þar sem þetta er hópur sem þiggur treg- lega aðstoð og greinir ekki frá vanlíðan sinni. Með listmeðferð sé á varfærnislegan hátt opnaðí fyrir tjáningu og traust, og Sólveig sýnir myndir sem hún vann með einum skjólstæðingi sínum í Glasgow. Umræður um teikningarnar skapa síðan umræðuvettvang þar sem viðkomandi getur rætt tilfinningar sínar og samskipti og hvað hafi farið úrskeiðis. Sólveig segir hug og líkama oft ekki tengda hjá þeim sem þjást af átröskun, „þetta er mjög flókinn sjúkdómur, hann er líkam- legur, sálrænn og félagslegur. Það eru mjög sterk- ir varnarþættir á tilfinningasviði viðkomandi, Iítið sjálfsmat og sjálfsvirðing, mikil vanlíðan og sjálfhverfa. Það eru margar konur óánægðar með líkama sinn en fá þó ekki þennan sjúkdóm. Það að fá átröskun getur verið leið til að takast á við kröfur umhverfisins. Það eru til dæmis oft mjög greindar stúlkur sem gera miklar kröfur til sín sem verða fyrir barðinu á þessum sjúkdómi." Við ræðum orsakir átröskunar og þær stöllur eru sammála um að ástæðurnar séu margvíslegar. Miklar kröfur séu gerðar til fólks í dag, flestir þróa með sér átröskun í kjölfar megrunar, Jóna bendir á að eftir áramót séu megrunarkúrar vinsælir og megrunaraðferðum fjölgi sífellt. Atröskun sé þó eitt ein- kenni stjórnleysis. Margrét segir konurnar missa stjórn á sér við átröskun en séu þó uppteknar af að stjórna þyngd sinni. Þórhildur segir megrunarkúra vinsæla en athyglisvert sé að velta fyrir sér hverjir sitji uppi með sjúkdóm í kjölfar þeirra. Þær eru að lokum spurðar hvers vegna þær starfi undir nafninu Prisma. Margrét segir prismað lýsa vel því ferli sem unnið er eftir, þeim sem þjást af átröskun hættir til að sjá allt í svart- hvítu en batinn felst í því að sjá allt litróf lífsins. Þórhildur bætir við að nafnið tengist einnig hinu þverfaglega teymi sem gefi þeim sem til þeirra leita ólíka „liti". Tímarit hjúkrunarfræöinga 1. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.