Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Side 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Side 9
Við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar varð umtalsverð breyting í allri umræðu innan heilbrigðisvísinda um hormónameðferð1 kvenna við tíðahvörf. Breytingin fólst helst í því að aukin áhersla var lögð á gildi hormónameðferðar í forvarnaskyni í stað þess að áður var megináhersla lögð á gildi hormóna við meðhöndlun einkenna (Murtagh og Hepworth, 2003). Umræðan fór að snúast um ávinning og áhættu þess að taka hormón. Avinningurinn var talinn forvörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum, gegn beinþynningu og á síðari árum gegn alzheimersjúkdómi. Áhættan var talin lítil í samanburði við ávinninginn en fælist helst í heldur aukinni tíðni brjóstakrabbameins (Grady o.fl., 1992; Ari Jóhannesson o.fl., 1995; Grodstein o.fl., 1996; Col o.fh, 1999; Reynolds, Obermeyer, Walker og Guilbert, 2002; Zandi o.fl., 2002). Á Islandi endurspeglaðist þessi orðræða í umfjöllun fjölmiðla um hormónanotkun kvenna (sjá Herdís Sveinsdóttir, 2002). Á sama tíma varð mikil aukning á notkun hormóna á Vesturlöndum. Á íslandi varð tæplega sexföld aukning á notkun hormóna á árunum 1986 til 1995 (Jón Hersir Elíasson, Laufey Tryggvadóttir, Hrafn Túliníus og Jens A. Guðmundsson, 1998) og á árunum 1996 til 2001 voru 57% kvenna á aldrinum 52-57 ára í hormónameðferð (Brynja Ármannsdóttir o.fl., 2004). Langtímanotkun íslenskra kvenna á hormónum hefur einnig aukist en árin 1990 til 1995 höfðu 27% kvenna, sem notað hafa hormón, notað þau í 5 ár eða lengur en 49% kvenna árin 1996 til 1998 og 67% árin 1999 til 2001 (Jón Hersir Elíasson o.fh, 1998; Brynja Ármannsdóttir o.fh, 2004). Sama tilhneiging hefur komið fram í öðrum löndum þó í minna mæli sé (Lidegaard, 1993; Rozenberg, Fellemans, Kroll og Vandromme, 2000; Bakken, Eggen og Lund, 2001; Banks, Beral, Reeves og Barnes, 2002; Mueller, Döring, Heier og Löwel, 2002; Olesen o.fh, 1999). Ráðleggingar til kvenna voru yfirleitt frekar jákvæðar í garð hormónameðferðar þar til í júlí 2002. Tekið var fram að ekki væri að fullu vitað hver áhættan af notkun hormóna væri en allar vísbendingar bentu til þess að ávinningur af notkun þeirra réttlætti notkunina (Jón Hersir Elíasson o.fh, 1998; Laborde og Foley, 2002; Monique, Zanten, Barentsen og van der Mooren, 2002; Neves-e-Castro, 2002). f júlí 2002 var svo hluti bandarísku rannsóknarinnar Women's RITRÝND GREIN Tekist á viö tíöahvörf Health Initiative (WHI) (Writing Group for the Women's Health Initiative, 2002) stöðvaður vegna þeirra niðurstaðna að samsett hormónameðferð yki hættu á brjóstakrabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og fleiru, í stað þess að vernda konur líkt og talið hafði verið (sjá Herdís Sveinsdóttir, 2002). Fremur lítil umfjöllun varð um niðurstöður WHI-rannsóknarinnar í íslenskum fjölmiðlum miðað við hversu stóran hluta kvenna þær snerta. I viðtali, sem tekið var við Iandlækni í kjölfar fréttar um að ofangreind rannsókn hefði verið stöðvuð, var lögð áhersla á mikilvægi þess að vega og meta ávinning og áhættu af hormónanotkun (Morgunblaðið, 2002). Á heimasíðu landlæknis birtust hinn 10. október 2002 (Landlæknisembættið, 2002a) ráðleggingar um að ekki skyldi nota samsetta hormónameðferð í forvarnaskyni og sama kvöld var Kastljósþáttur sjónvarpsins með umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar. Nokkru síðar birtist viðtal við formann Félags kvensjúkdómalækna í Morgunblaðinu (Kristfn Gunnarsdóttir, 2002), þar sem fram kom að hormónin sem notuð voru í WHI rannsókninni væru ekki sambærileg þeim sem gefin eru í Evrópu. Jafnframt að læknum í Félagi kvensjúkdómalækna bæri saman um að tilmæli landlæknis væru góð og gild, en þó að þar væri kveðið allt of sterkt að orði um áhrif hormóna. Einnig birtust í sama blaði ráðleggingar frá ljósmóður og heimilislækni um hvernig staðið skyldi að því að hætta hormónameðferð vegna tíðahvarfa (Jóhann Ág. Sigurðsson og Hildur Kristjánsdóttir, 2002). f tímaritinu Veru var rannsóknin og hormónameðferð skýrð nokkuð ýtarlega (Elísabet Þorgeirsdóttir, 2003). í heildina tekið var umfjöllun í fjölmiðlum vart til þess fallin að auðvelda konum að taka ákvörðun um hormónanotkun. Lítið hefur heyrst frá konum sjálfum um hvernig þær hafa brugðist við og um afstöðu þeirra til meðferðarinnar eftir að niðurstöður WHI lágu fyrir í júlí 2002. Því vakna spurningar um hvað sá stóri hópur íslenskra kvenna, sem notað hefur og notar enn hormón, ákvað að gera út af eigin meðferð og hvert viðhorf þeirra til hormónameðferðar er. I Ijósi þessa var ákveðið að framkvæma þá rannnsókn sem hér er lýst. Markmiðið er að skoða líðan kvenna við tíðahvörf, viðhorf þeirra til tíðahvarfa og til notkunar tíðahvarfahormóna, mat þeirra á fræðslu sem þær hafa fengið um tíðahvörf, afstöðu þeirra til ýmissa atriða sem tengjast þekkingu á WHI-rannsókninni og ákvörðun um að nota tíðahvarfahormón. Aðferð Þátttakendur og framkvæmd Úrtak rannsóknarinnar var 1000 konur fæddar á árunum 1951 til 1957, valdar af handahófi úr þjóðskrá en búsettar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Þetta aldursbil var ákveðið í ljósi þess að tíðahvörf eru almennt skilgreind þannig að ár sé liðið frá síðustu blæðingum. Er þá undanskilið 1 í þessari grein er aöallega átt viö samsetta hormónameðferö. Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 7

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.