Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 14
þær væru komnar á tíðahvörf (42%), sögðust hafa fengið næga
fræðslu um tíðahvörf en þær sem voru a) komnar á tíðahvörf
(59%) og b) ekki komnar á tíðahvörf (55%) (X2 (2) = 11,2;!
p<0,05). Eldri konur (M=3,8+2,1) sögðust frekar hafa fengið
næga fræðslu en yngri konur (M=4,2+2,0) (t (526)= -2,071;|
p=0,039). Hærra hlutfall kvenna, sem notuðu (93%) eða voru
hættar að nota (92%) tíðahvarfahormón, taldi enn fremur að
fræðsla um tíðahvörf væri ekki næg á vegum heilbrigðisyfirvalda
heldur en þær sem aldrei höfðu notað hormón (85%) (X“ (2)=
17,4; p<0,05).
Eins og sést í töflu 6 var algengast að þátttakendur fengju fræðslu
um tíðahvörf í fjölmiðlum eða hjá vinkonum. Hlutfallslega fleiri
konur, sem voru komnar á tíðahvörf (47%), höfðu fengið fræðslu
hjá lækni heldur en þær sem ekki voru komnar á tíðahvörf (23%) |
eða vissu ekki hvort svo væri (30%) ((2(2)= 23,1; p<0,001).
Sama á við um konur sem notuðu (55%) eða höfðu hætt notkun
(53%) tíðahvarfahormóna, hlutfallslega stærri hópur þeirra
fékk fræðslu um tíðahvörf hjá lækni heldur en konur sem hafa
j aldrei notað tíðahvarfahormón (23%) (X2 (2)= 55,9; p<0,001).
Yngri konur (M=4,4+l,9) voru líklegri til að leita eftir fræðslu
á veraldarvefnum en eldri konur (M=3,9+2,l) (t (530)= 2,150;
p=0,032). Að öðru leyti var ekki marktækur munur á hvaðan
fræðslan kom eftir aldri, notkun tíðahvarfahormóna eða hvort
viðkomandi væri komin á tíðahvörf.
konur (M=3,8+2,0) einnig líklegri til að hafa
heyrt af rannsókninni (t(547)=-3,637; p=0,001).
Hlutfallslega færri konur, sem aldrei höfðu notað
hormón (57%), könnuðust við rannsóknina en
þær sem höfðu notað (76%) eða hætt notkun
(76%) hormóna (X2 (2)=21,1; p<0,001). Tafla
2 sýnir að hlutfallslega flestar kvennanna höfðu
heyrt af rannsókninni í fjölmiðlum. Fleiri konur,
sem kornnar voru á tíðahvörf, höfðu heyrt af
rannsókninni hjá lækni (22%) heldur en þær
sem vissu ekki hvort þær væru komnar (12%) eða
voru ekki komnar (6%) á tíðahvörf (X2 (2)= 19,7;
p<0,005). Það sama átti við um konur sem nota
tíðahvarfahormón, að hlutfallslega fleiri þeirra
höfðu heyrt af rannsókninni hjá lækni, en 30%|
þeirra höfðu heyrt um rannsóknina hjá lækni
en aðeins 20% þeirra sem voru hættar notkun
og 7% þeirra sem hafa aldrei notað hormón (X2
(2)= 25,87; p<0,001). Yngri konur (M=4,8+l,9)
voru líklegri en þær eldri (M=3,7+2,0) til að hafa
frétt af rannsókninni á veraldarvefnum (t(354)=-
2,503; p=0,013) og eldri konur (M=3,2+l,8)
hjá lækni heldur en yngri konur (M=3,9+2,0)
(t(354)=-2,461; p=0,014).
-] Fræðsla um tíðahvörf kvenna og þekking á WHI-rannsókninni (N=561)
Hvar hefur þú fengið fræöslu um tíðahvörf kvenna? °/o Hvar heyrðir þú af WHI- rannsókninni? %
í fjölmiðlum 48 61
Hjá vinkonum 44 11
Hjá lækni 36 10
Annars staðar 23 2
Hjá vinnufélögum 18 11
Á veraldarvefnum 17 4
Hjá móöur minni 13 0
Hjá hjúkrunarfræðingi 7 3
Hjá öðrum vinum 5 1
Hjá maka mínum 3 2
Hjá börnunum mínum , 1 0
Þekking á niöurstööum WHI-rannsóknar
Meirihluti þátttakenda (65%) hafði heyrt af rannsókninni
og í töflu 6 sést hvaðan sú þekking kom. Hlutfallslega fleiri
konur, sem komnar voru á tíðahvörf (72%), höfðu heyrt af
rannsókninni heldur en þær sem ekki voru komnar á tíðahvörf
(59%) eða vissu ekki hvort svo væri (58%) (X2 (2)=10,3;
p<0,01). Miðað við yngri konur (M=4,4+2,0) voru eldri
Áhrif WHI-rannsóknarinnar á notkun tíðahvarfa-
hormóna
Af þeim 252 konum, sem einhvern tíma höfðu
notað hormón, voru 133 sem notuðu hormón
á þeim tíma sem rannsóknin var gerð. Þar af
höfðu 72 konur (55%) hugleitt að hætta notkun
hormónanna og eru ástæður þeirra vangaveltna
birtar í töflu 7. 60% sögðu að niðurstöður WHI-
rannsóknarinnar yllu því að þeim þætti erfiðara
að ákveða að halda áfram að nota hormón.
Tafla 7.
Ástæöur þess að konur hafa hætt eða hugleitt
að hætta notkun tíöahvarfahormóna
Ástæður Hlutfall kvenna sem hefur hugleitt að hætta notkun (n=72) Hlutfall kvenna sem hefur hætt notkun (n=119)
Ekki nóg vitað um áhættu af notkun 58 36
Niöurstöður WHI-rannsóknar 53 38
Hræösla við aukaverkanir 47 35
Hafði notað of lengi 17 10
Annaö 14 28
Gögnuðust ekki 7 29
Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005