Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 21
FRÁ FÉLAGINU
Heiöursfélagar 2005
Elsa B. Friöfinnsdóttir, formaður F.i.h. og heiöursfélagar 2005, Pálina, Bergljót Líndal og Sigþrúður Ingimundardóttir.
enga hvatningu frá öðrum, ég hafði meira að
segja aldrei komið inn á sjúkrahús! Mig langaði
hins vegar að læra meira, það var einhver
metnaður í mér og það voru ekki svo margir
möguleikar til náms á þessum tíma.“ Hún bætir
við að það kunni að vera að föðuramma hennar,
Þuríður Nikulásardóttir, hafi haft einhver áhrif.
„Hún var oft með sjúklinga á heimili sínu í
Keflavík. Hreinlæti var í hávegum haft hjá henni
og Þorgrímur Einarsson læknir treysti henni til
að sjá um sjúklinga og sendi gjarnan til hennar
nokkra sem voru svo á heimilinu um tíma.“
Pálínu var tekið fagnandi í HSI. Hún segir námið
hafa verið erfitt „bæði líkamlega og andlega
eins og margir hafa lýst áður. Við nemarnir
vorum svo að segja saman allan sólarhringinn,
bjuggum þétt á 3. og 4. hæðinni á heimavistinni
á Landspítalanum.
Ég var 19 ára og man hvað mér fannst skólasystur mínar, sem
komu utan af landi, framandi og hugsaði með mér að ég myndi
aldrei geta kynnst þeim. Þær voru aldar upp við allt önnur kjör
en ég, Reykjavíkurstúlkan. Það tókst þó og þegar fram liðu
stundir naut ég þess virkilega að nema það sem þær höfðu
fram að færa. Það var ekki síður mikill skóli að kynnast þeim.
Við vorum svolítið innilokaðar, ég missti samband við marga
af mínum gömlu vinum, þetta var einn heimur, við unnum
saman á sjúkrahúsinu, með sama fólkinu og sjúklingunum
og andrúmsloftið á sjúkrahúsinu var einstakt, allir þéraðir
og borin mikil virðing fyrir yfirmönnum, hjúkrunarkennara,
forstöðukonu og skólastjóra. Þær fylgdust vel með okkur,
bjuggu með okkur á vistinni og komu oft fyrirvaralaust inn á
herbergin.“ Hún segir námið og heimavistina hafa haft mikið
uppeldisgildi, þær hafi lært að meta sér eldra og reyndara fólk.
I þá daga var varla nokkur hjúkrunarkona gift, þær voru allar
einhleypar. I hennar „hoIli“ voru níu sem útskrifuðust, tvær
hættu námi og ein bættist við, hún hafði lært barnahjúkrun
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
19