Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 23
FRÁ FÉLAGINU Heiöursfélagar 2005 hugsað mér það. Ég saknaði fjallanna og skildi vel föðurafa minn sem flutti til Vesturheims með konu og börnum, þau vildu vera áfram en hann kom aftur eftir eitt ár og skildi eftir konu og dóttur í Vesturheimi. Eg er líklega svona lík afa, varð að koma heim! En maðurinn minn gat vel hugsað sér að vera áfram, hann fékk boð um stöðuhækkun. Við fermdum elstu dóttur okkar úti og mér fannst það hálfsorglegt, vantaði svo marga ættingja og vini.“ tók svo fljótlega sæti í nefnd til að endurskoða lög Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunr (Sykeplejernes samarbeid i Norden) SSN, „það var mjög ánægjulegt, ég fékk tækifæri til að halda kunningsskap við margar af vinkonum mínum frá því ég var við nám í Danmörku og þær hafa orðið vinkonur mínar alla ævi.“ Hún fór aftur út að kynna sér uppbyggingu danska hjúkrunarfélagsins. Þar var félagið byggt upp af svæðisdeildum og því fyrirkomulagi komið á hér á landi. Svæðisdeildirnar störfuðu svo með stjórninni. Pálína var svo kosin í laganefnd Tók þátt í umræðunni og baðst ekki afsöku- nar á neinu Þegar Pálína útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Islands fór hún að sækja félagsfundi hjá Hjúkrunarfélagi íslands. „Mér er minnistæður fundur sem Sigríður Eiríksdóttir stýrði. Það er gaman að hafa sótt fund með þeirri merku sporgöngukonu. Sigríður hafði mikil áhrif f þjóðfélaginu og iét mikið að sér kveða. Hún var oft með erindi í útvarpinu og áhrifamikil, flestir í þjóðfélaginu vissu hver hún var. Það er annað fólk sýnilegra í samfélaginu í dag, þeir sem eiga peningana, ekki þeir sem hafa eitthvað að segja um hið mannlega í samfélaginu.“ Hún minnist fundarins og segir konur hafa verið heklandi og prjónandi um allan salinn og mikil ró yfir öllu. Einn nemi hefði þó komið með spurningu sem hefði valdið miklum óróa í salnum. „Eftir að ég kom heim frá Danmörku fór ég að taka þátt í umræðunni, það var kannski hlustað á hvað ég sagði eftir að ég kom heim. Ég baðst ekki afsökunar á neinu og mér voru falin ýmis verk.“ Hún var kosin í stjórn félagsins og formaður trúnaðarráðs. „Við fengum tvær, ég og Bergdís Kristjánsdóttir, styrk frá félaginu til að sitja námskeið hjá danska hjúkrunarfélaginu en Danirnir voru þá búnir að breyta trúnaðarmannakerfinu hjá sér og við vildum kynna okkur skipulagið hjá þeim.“ Eftir að heim kom voru gerðar breytingar á kerfinu hér á landi. Pálína hafði kynnst danska félaginu í náminu úti. „Kirsten Stallknecht, sem var formaður danska hjúkrunarfélagsins, kom til okkar í skólann og kynnti fyrir okkur félagið. Hún var einstakur persónuleiki og við áttum eftir að kynnast betur. Henni fannst oft gaman að því hvað ég var hreinskilin og hló að mér.“ Pálína Frú Vigdis Finnbogadóttir, i ræðustól þegar húsnæði F.i.h. var tekið i notkun. sem átti að endurskoða lög og uppbyggingu félagsins. Sigþrúður Ingimundardóttir var þá formaður og Pálína varaformaður. Pálína leysti Sigþrúði af sem formaður er Sigþrúður fór í BS- námið og var annað ár til viðbótar vegna veikinda Sigþrúðar. „Ég átti góða samstarfsfélaga sem gerðu mér kleift að taka launalaust leyfi. Þetta var mjög skemmtilegur tími og ég lærði mjög margt." Brautryöjendastarf hjúkrunarkvenna Pálína leggur áherslu á brautryðjendastarf þeirra kvenna sem komu félagi hjúkrunarkvenna á laggirnar og minntist þeirra í ræðu sinni er hún varð heiðursfélagi F.í.h. en þar sagði hún m.a.: „Þessar fáu konur stofnuðu félagið, börðust fyrir stofnun hjúkrunarskóla, urðu virtar innan samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og alþjóðasamvinnu hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.