Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 24
Vilmundur Jónsson fv. landlæknir segir á einum stað í
skrifum sínum um hjúkrunarkonur, en hann var öflugur
stuðningsmaður stéttarinnar: „Það er aðdáunarvert hve vel þær
hafa séð hag sínum borgið.“
Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að byggja á góðum
efnahagslegum grunni. „Það var mikill ávinningur fyrir
hinar ungu konur, sem komu úr Félagi háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga, að koma til okkar og fá þá aðstöðu
sem við höfðum búið okkur með blóði, svita og tárum,"
segir hún og rifjar upp húsakaup félagsins í Þingholtsstræti
og svo á Suðurlandsbraut en þá var lagður skattur á alla
félagsmenn til að unnt væri að kaupa húsnæðið. Pálína var
formaður í forföllum Sigþrúðar þegar tekið var við húsnæðinu
á Suðurlandsbrautinni. „Ingibjörg Gunnarsdóttir og maður
hennar unnu hér baki brotnu við að
koma húsnæðinu í lag, við héldum
veglega veislu og buðum fyrrverandi
forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur,
hún var búin að gefa marga muni úr
búi móður sinnar og Sigríðarstofa varð
til.“
Mikilvægi heilsugæsluhjúkrunar
Mestan hluta starfsævi sinnar vann
Pálína við heilsugæsluhjúkrun.
Hvernig fannst henni að koma aftur að
vinna eftir námið í Danmörku?
22
„Ég var ung og óþolinmóð og vildi
breyta ýmsu og helst átti það að
gerast strax, einkum þó breytingar
í heilsugæslunni. Ég er örgeðja og
eins og ungu fólki er tamt, allt átti að
gerast með miklum hraða. Vinkonu
minni einni leist ekki á hvernig ég lét
og bremsaði mig svolítið af, gerði mér
grein fyrir að allt þarf sinn tíma og sagði mér að taka þessu
Hún segir heilsugæsluhjúkrun veigamikið starf. „I Danmörku
voru heilsugæsluhjúkrunarkonur mjög virtar í sínu starfi,
þær unnu mjög sjálfstætt, það eru engir heilsugæslulæknar í
Danmörku og mjög vel hlúð að hjúkrunarfræðingunum. Þær eru
ekki ráðnar til starfa nema hafa gengið í gegnum framhaldsnám.
Hér hafa læknar og barnahjúkrunarfræðingar borið mikla ábyrgð.
Heilbrigðisstarfsmenn koma inn á öll heimili á jákvæðan hátt
og möguleiki er til að sjá fjölskylduna í réttu ljósi. Það eru
margir sem búa við mikla eymd og volæði og sumir vildu ekki
fá okkur inn til sín, tengdu okkur gjarnan við Barnaverndina."
Timarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005
Elsa Friöfinnsdóttur, formaður félags-
ins, sagöi m.a. um forsendur fyrir vali
félagsins á Pálínu sem heiðursfélaga:
„Pálína hefur veriö mjög virk í félags-
störfum fyrir hjúkrunarfræðinga. Hún
hefur setiö í fjölda nefnda og ráöa fyrir
hjúkrunarfræðinga, var varaformaöur
Hjúkrunarfélags íslands frá 1983
og formaður frá 1986-1988. Pálína
hafði forystu í uppbyggingu trúnaöar-
mannakerfis hjúkrunarfélagsins og var
formaður trúnaðarráös. Hún var afar
virk í norrænu samstarfi. Pálína er
nú formaður öldungadeildar Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er
einnig formaður minjanefnar félagsins
og hefur undanfariö haft forystu um
að koma upp hjúkrunarsafni."
Hún segir marga hafa búið í mjög lélegu húsnæði,
braggahverfin voru t.d. við lýði þegar hún fór að
starfa upp úr 1960. Skömmu síðar voru byggðar
blokkir til að rýma braggana og fólk var mjög ánægt
með að fá húsnæði þar. „Þetta voru góðar íbúðir
og það breytti fólki að flytja í þær því það fyrirvarð
sig fyrir húsnæðið sem það hafði búið í. Þegar
ég byrjaði að vinna í ungbarnaeftirlitinu vann ég
í Vesturbænum og það voru ekki allt glæsilegar
íbúðir, fólk bjó oft í kjöllurum eða á háaloftum.
„Þetta var oft ungt fólk sem hafði lítið á milli
handanna og kunni oft lítið að fara með peninga.
Einni ungri stúlku man ég eftir sem var með tvö
börn og sagðist ekki eiga fyrir mat handa þeim.
Þegar ég horfði í kringum
mig sá ég tvo soðna
sviðakjamma í umbúðum
frá verslun, ræddi þá
svolítið um hvernig best
væri að haga innkaupum,
síðan hafði ég milligöngu
um að Félagsmálastofnun
athugaði hvað væri
hægt að gera fyrir þessa
fjölskyldu.
Þegar ég fór svo að
starfa í Breiðholtinu við
ungbarnaeftirlit voru
flestir í góðum íbúðum
og inni var gott loft.
Þar bjó fólk sem hafði
ekki mikil fjárráð en það
var eymdin í sálarlífinu
sem var öllu verri. Við
unnum í góðu sambandi
við Félagsþjónustuna í
Reykjavík sem þá hét félagsmálastofnun. Ég
man að þegar ég var að alast upp var heilmikið
af fátæku fólki en það var ríkt í andanum,
las bókmenntir, hlustaði á tónlist og menntaði
börnin sín þrátt fyrir fátækt. En nú eru margir
fátækir í anda og efni og börn, serrl alast upp
við slíka fátækt, hafa ekki tækifæri til að meta
menningu eða listir.“ Hún rifjar upp samræður
við eina móðurina sem kvartaði yfir lélegum
fjárhag. Þegar þær settust niður og reiknuðu út
bætur hennar voru þær mjög nálægt því að vera
sama upphæð og Pálína fékk fyrir fulla vinnu.
„Þetta var oft spurning um að kunna að fara