Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 25
Fréttamolar...
með fé, ef til vill verður verðmætamatið lélegt
þegar fólk hefur lítið fyrir að afla fjárins. Mín
reynsla er sú að það var reynt að hjálpa öllum en
uppeldisáhrif heimilanna eru mjög sterk“.
Ný bók um fötlunarfræði
Höfundar:Johnson, K., og R. Traustadóttir (ritstj.) (2005). Deinstitutional-
zation and People with Intelleetual Disabilities: In and Out of Institu-
tions. London: Jessica Kingsley.
Öldungar og minjar
Pálína er formaður öldungadeildar F.í.h. og segir
það hafa veitt sér mikla ánægju. „Þegar maður
eldist fer maður að meta samverustundir með
félögunum mildu betur en áður,“ segir hún og
bætir við að mörg „hoIl“ noti fundina til að hittast
og rifja upp gamlar minningar. Fundir eru haldnir
þrisvar á ári og svo er farið í ferðalag á sumrin.
„Félagið styrkir okkur, greiðir niður ferðirnar svo
flestir geta farið. Hjúkrunarfræðingar, sem eru
60 ára og eldri, geta gengið í öldungadeildina.
Deildin hét fyrst Hlíf, síðan deild lífeyrisþega
og svo kom Ingibjörg R. Magnúsdóttir með
hugmynd að heitinu öldungadeild og við höfum
notað það síðan.“
Pálína hefur einnig átt frumkvæði að stofnun
minjanefndar. „Já, ég var hjá danskri vinkonu
minni, Lisu Weile, og hún sagði mér frá að það
væri verið að opna minjasafn í Kolding. Eg fékk
svo dagskrána og ætlaði að reyna að fara en
komst ekki. Mig langaði í kjölfarið til að berjast
fyrir því að við reyndum að halda í fróðleik
fyrri tíma áður en við hefðum misst hann úr
höndunum. Við fengum því tvær styrk til að
fara út og skoða safnið í Kolding og svo byrjaði
boltinn að rúlla. Við höfum ráðið starfsmann,
Bergdísi H. Kristjánsdóttur, til að safna og
skrá muni sem tengjast hjúkrun í samvinnu við
Þjóðminjasafnið."
Eitthvað sem hún vill segja við hjúkrunarfræðinga
í lokin?
„Já, mig langar að bæta við að það er eitthvað
sem sameinar hjúkrunarfræðinga hvar í heimi
sem þeir eru, sama frá hvaða landi þeir koma,
þetta er sameiginlegt starf og það tala allir sama
tungumálið. Og það skiptir líka miklu máli
hvernig talað er við sjúklingana, það er ekki nóg
að skera upp og setja á umbúðir, það þarf að
ræða við sjúklinginn eins og hann þarf og þannig
er hægt að koma mörgu góðu til leiðar því það
er tekið mark á því sem hjúkrunarfræðingurinn
segir.“
Bókin er aö stórum hluta byggö á lífssögum
fólks með þroskahömlun og dregur fram reynslu
þeirra af stofnanalífi, lokun stofnana og búsetu
í samfélaginu.
Fræðimenn og fatlaö fólk frá sjö löndum skrifa
í bókina. Hún gefur því alþjóðlega sýn á stöðu
mála. Ritstjórar eru Kelley Johnson dósent við
School of Social Science and Planning, RMIT
Univerisy, Melbourne í Ástralíu, og Rannveig
Traustadóttir, prófessor við félagsvísindadeild
Háskóla íslands.
Nánari upplýsingar um bókina má finna á heimasíðu Vefseturs í
fötlunarfræðum: http://www.fotlunarfraedi.hi.is/.
D.inv-.ilutuHt.iii/.itKm
*i.i 1‘impíi* v ' , v
11« i'ikt 11 i.tlT7i>4 Watt*>
tli jn.1 ( H.T t < líniditt* Jfíh
Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræöi
færö peningagjöf
Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði tók
við höfðinglegri gjöf frá Ingibjörgu R.
Magnúsdóttur 1. nóvember sl. þegar
dagur hjúkrunarfræöideildar Háskóla
íslands var haldinn hátíðlegur með
málþingi í Norræna húsinu. Ingibjörg
færði stofnuninni 500.000 kr. ávísun
með orðunum: „Megi þessi stofnun
vaxa og blómgast og vinna að mörgum
góöum verkefnum landi og þjóö til
blessunar." Á 80 ára hátíðarfundi Tíma-
rits hjúkrunarfræöinga bætti Ingibjörg
um betur og færði Rannsóknastofnun
í hjúkrunarfræði aðrar 500.000 kr.
Ingibjörgu eru færöar bestu þakkir fyrir.
Kvennabrekka seld
Gengið hefur verið frá sölu Kvennabrekku, bæði sumarhúss og lóöar.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga ákvað síöast liðið vor aö
auglýsa lóðina og sumarhúsiö til sölu. Var sú ákvörðun tekin að vel
athuguðu máli því allt eins kom til greina aö byggja nýtt hús á umræddri
lóö. Samkvæmt deiliskipulagi Mosfellsbæjar eru hins vegar verulegar
hömlur settar á stærð og gerð nýs húss á lóðinni. Hitt var einnig Ijóst að
gott verö fengist fýrir þessa eftirsóttu lóö. Þaö er von stjórnar F.í.h. að
söluandvirði Kvennabrekku muni nýtast hjúkrunarfræðingum vel.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
23