Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 28
r
I tilefni þess aö 80 ár eru liðin frá því fyrsta tölublað tímarits
hjúkrunarfræðinga kom út, voru nokkrir fyrrverandi ritstjórar beðnir
um að skrifa nokkur orð um reynslu þeirra í starfi.
Fyrrverandi ritstjórn Hjúkrunar. Frá vinstri Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Sigríöur Skúladóttir og Ásta St. Atladóttir.
M
Ur skuröhjúkrun í ritstjórastarf
Ingibjörg Árnadóttir, ritstjóri 1970-1990
Ingibjörg Árnadóttir ritstýröi tímariti Hjúkrunarfélags íslands í tuttugu ár. í viðtali sem birtist viö hana í 4. tölu-
blaöi tímaritsins Hjúkrunar áriö 1989 segir hún frá því hvernig þaö atvikaðist aö hún sem var þá meö sérnám í
skurðhjúkrun og þriggja barna móöir tók aö sér ritstjórn tímaritsins í janúar 1970. María Pétursdóttir kom aö
máli viö hana og baö hana aö taka aö sér að ritstýra tímaritinu.
Á þessum tuttugu árum urðu miklar tæknibreytingar, þegar
Ingibjörg byrjaði var blaðið blýsett með gamla laginu í
prentsmiðjunni og það gat kostað mikla vinnu að leiðrétta
texta. Aðstaða ritnefndar var auk þess léleg, starfið var unnið
á heimilum ritnefndarkvenna oft á kvöldin og um helgar,
stundum langt fram á nótt og mest allt unnið
í sjálfboðavinnu. Vinnuaðstaðan breyttist með
tímanum og að lokum fékk tímaritið þá aðstöðu
sem það hefur í dag að Suðurlandsbraut 22.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005