Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 33
80 ARA AFMÆLI Frá fyrrum ritstjórum tímarita hjúkrunarfræöinga Sameinað tímarit hjúkrunarfræðinga Þorgerður Ragnarsdóttir, ritstjóri 1993-1998 Á borðinu fyrir framan mig liggur eintak af Tímariti hjúkrunarfræðinga, 1. tbl. 1. árg. 1993. Þetta blað vekur hjá mér Ijúfsárar minningar um liðna tíð. pælt í útliti og umbroti og sótt um skráningu ritrýndra greina á Medline. Það eina sem lét á sér standa voru fræðigreinar til birtingar í blaðinu. Árið 1993 var mér falið að ritstýra nýju sameinuðu tímariti tveggja félaga hjúkrunarfræðinga sem þá voru í landinu. Þá höfðu viðræður milli Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga (F.h.h.) og Hjúkrunarfélags íslands um stofnun nýs sameinaðs félags staðið um skeið. Forystumönnum félaganna fannst vænlegt að byrja á útgáfu sameiginlegs tímarits. F}'rir gáfu félögin út tímarit með ólíku sniði. Tímarit Fhh var fyrst og fremst fræðiblað sem kom út einu sinni á ári í 9 ár. Hjúkrunarfélag Islands gaf út Hjúkrun sem kom út sex sinnum á ári og var bæði fag- og fréttarit. Það taldi árganga sína aftur um 68 ár til ársins 1925 þegar Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna gaf út sitt fyrsta tímarit. Það leið því nokkur tími þar til fyrir lá nægilegt efni í fyrsta blaðið. Þegar Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1. tbl. 1. árg. 1993, kom loks út sýndist sitt hverjum um innihald þess og útlit. Blaðið er mér þó kært fyrir margra hiuta sakir. Það er einstakt í sinni röð því næsta blað taldi árgangana aftur til 1925 og varð 1. tbl. 70. árg. 1994. Það var fyrsta afurðin á löngum þróunarferli, næstum eins og fuglsungi nýskriðinn úr eggi sem gefur þó fyrirheit um vöxt og viðgang í framtíðinni. Loks sýnist mér nú að í upphafi hafi efniviðurinn verið góður, og með árunum hefur ritið tekið út þroska og eflst bæði að innihaldi og útliti. Eg er þakklát fyrir og stolt af að hafa fengið tækifæri tii að eiga þar hlut að máli. Þorgerður Ragnarsdóttir Með aðstoð ritstjórnar, sem skipuð var fulltrúum frá báðum félögunum, var hafist handa við það vandasama en skemmtilega verk að móta nýtt blað, Tímarit hjúkrunarfræðinga. Það skyldi verða metnaðarfullt fræðiblað og marka nýja tíma. Til að undirstrika það skyldu árgangarnir taldir frá einum til að marka nýtt upphaf. Stefna var mörkuð, komist að niðurstöðu um heimildakerfi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.