Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Side 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Side 37
FJOLSKYLDUHJUKRUN Erum viö föst í viöjum vanans? Aukin ábyrgð lögð á ættingja Undanfarin ár hafa umræður um þörf fyrir meiri skilvirkni innan heilbrigiskerfisins vaxið. Vegna framfara í heilbrigðisþjónustu og styttingu legutíma á sjúkrahúsum hefur fjölskyldan þurft að sinna ýmsum verkefnum sem heilbigðiskerfið gerði áður og því hefur ábyrgð á umönnun sjúklinga færst meira til ættingjanna. Rannsóknir hafa sýnt að þegar einhver veikist eða þarf að kljást við heilbrigðisvandamál snertir það ekki einungis þann veika heldur hefur það áhrif á alla fjölskylduna (Wright og Leahey, 2005; Ray, 2002; Marga Thome og Arna Skúladóttir, 2005). Ekki er víst að sá veiki hafi mestar áhyggjur af veikindum sínum. Það hafa höfundar greinarinnar séð í starfi sínu við barnahjúkrun. Samkvæmt íslenskri rannsókn á líðan mæðra, sem áttu barn með sykursýki, fannst þeim þær alltaf vera á vakt og höfðu sífellt áhyggjur af því að barnið fengi krampa vegna blóðsykursfalls (Auður Ragnars- dóttir, Elísabet Konráðsdóttir og Hildur Sveinbjörnsdóttir, 2000). Annað hugsanlegt dæmi er af fjölskylduföður sem hefur lokið meðferð vegna krabbameins, honum líður sjálfum vel en konan J hans er sífellt hrædd um að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. Venjan hefur verið sú að sá veiki er innritaður á sjúkrahús og hann fær þjónustuna en fjölskyldan er gestkomandi ogjafnvel áhorfandi. Oft og tíðum eru aðstandendur ekkert spurðir út í líðan sína eða hafðir með í ráðum varðandi ákvarðanir sem jafnvel snerta þá beint, eins og skipulag og tímasetningar á heimferðum. Við hjúkrunarfræðingar sinnum oft starfi okkar af mikilli forræðishyggju og teljum okkur vita hvað skjólstæðinum okkar er fyrir bestu (Wright og Leahey, 2005). I fjölskylduhjúkrun er reynt að vinna í samstarfi við sjúklingana og aðstandendur þeirra þannig að tillit sé tekið til viðhorfa sem fiestra. Viðhorf og áhrif þeirra á veikindi Hjúkrun byggist meðal annars á sérþekkingu á viðfangsefninu og virðingu fyrir viðhorfum skjólstæðinga. Viðhorf (beliefs) eru talin hafa mikil áhrif á hegðun og viðbrögð fólks þegar það veikist eða upp koma heilbrigðisvandmál (Wright og Leahey, 2005). 1 fjölskylduhjúkrun er mikil áhersla lögð á einstaklingsmun á viðhorfum og hvernig viðhorf hafa áhrif á hegðun okkar og skynjun á því sem hendir okkur, til dæmis veikindi. Hjúkrunarfræðingar og skjólstæðingar þeirra geta haft mismundandi viðhorf til þess hvenær ákveðnar aðstæður eða líðan er slæm eða þarfnast meðferðar. Ekkert eitt viðhorf er rétt heldur þurfum við að skoða viðhorf hvers og eins með opnum huga. Við þurfum að spyrja skjólstæðinga okkar hvernig vandamálið, sem þeir leita aðstoðar út af, kemur þeim fyrir sjónir þvf þeirra sjónarmið getur verið annað en okkar. Hvað vill fjölskyldan fá aðstoð við og til hvers ætlast hún? Eru áherslur fjölskyldunnar þær sömu og okkar? Sem dæmi um það eru foreldrar sem leita sér aðstoðar vegna mikilla svefnvandamála hjá eins árs gömlu barni sínu. Engar líkamlegar orsakir hafa fundist þrátt fyrir miklar rannsóknir og rnargar heimsóknir til lækna. Aðaláhyggjuefni foreldranna er samt það að líkamleg veikindi eða verkir valdi svefnvandamálum barnsins. Við þurfum að virða þessar áhyggjur foreldranna þrátt fyrir að við séurn sannfærð um að rót vandans sé önnur en líkamleg. Eingöngu nreð samræðum er hægt að vinna úr ólíkum viðhorfum. Oftast eiga skjólstæðingur og hjúkrunar- fræðingur eitthvað sameiginlegt sem hægt er að vinna úr. Ekki er alltaf nauðsynlegt að taka á málurn af mikilli hörku, hægt er að bæta ástandið mikið með þvf að laga tímasetningarnar á Draga má úr næturdrykkju vegna þess að Er nóg að skipta um gleraugu til að breyta viðhorfum? - Það má reyna. svefni barnsins næturdrykkja getur haft áhrif á matarlyst barnsins á daginn ásamt því að viðhalda því að barnið vakni oft. Einnig er hægt að Jendurskoða hvernig barnið er svæft, mikil streita er fólgin í því að dansa með það um húsið þegar það er svæft og hægt er að draga úr þessu áreiti þrátt fyrir að barnið sofni áfram í fangi foreldra. Við þurfum ekki að vera sammála um allt en með samtölum við skjólstæðinga okkar komumst við að því hvaða sameiginlegu markmið hægt er að vinna úr. Viðhorf okkar hefur áhrif á hvernig til tekst í þessari vinnu, eins og hvernig við metum h'ðan fólks og hvernig við bregðumst við kvörtunum, t.d. vegna verkja. Hér áður fyrr var það almennt viðhorf að fyrirburar fýmdu ekki til. Viðhorfsbreyting er greini- leg. Undanfarið hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.