Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 38
36
árangri verkjameðferðar hjá fyrirburum og veikum nýburum
(Rakel Jónsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir, 2003). Við
hjúkrunarfræðingar þurfum að gæta þess að setja okkur ekki í
dómarasæti um það hvort ein gerð þjáningar eða vanlíðanar sé
verri en önnur. Sýnt hefur verið fram á að mun betur er hugsað
um einkennameðferð, t.d. verkjameðferð hjá langveikum
börnum en hjá fjölfötluðum (Ray, 2002). Getur verið að við
bregðumst fyrr við verkjum hjá t.d. barni með krabbamein en
hjá fötluðu barni eða horfum fram hjá því að meta verki hjá
fatlaða barninu eins vel og hjá því langveika, séum einfaldlega
ekki með réttu gleraugun á okkur?
Við þurfum að gefa okkur tíma til að setjast niður og ræða við
skjólstæðingana því eingöngu þannig komust við að því hverju
þeir eru að velta fyrir sér.
Helstu hindranir
An efa stunda margir hjúkrunarfræðingar frábæra
fjölskylduhjúkrun í sínu starfi án þess að átta sig beinlínis á að
það sem þeir gera er í raun fjölskylduhjúkrun. Hver man ekki
leftir hjúkrunarfræðingnum á kvöldvaktinni sem „eyddi“ oft
löngum tíma inni á stofu hjá sjúklingnum og fjölskyldu hans
og lét önnur verkefni sitja á hakanum? En þarna hefur ef til
vill farið fram góð fjölskylduhjúkrun!
I rannsókn sænskra hjúkrunarfræðinga á viðhorfum þeirra
til fjölskylduhjúkrunar kom í Ijós að þeir töldu helstu
hindranir þess að koma á fjölskylduhjúkrun vera tímaskort
og að fjölskylduhjúkrun tæki tíma frá öðrum verkum. I þeirri
rannsókn kom einnig fram að hjúkrunarfræðingarnir töidu
verklega þætti mikilvægari en að sinna fjölskylduhjúkrun. Þeir
litu frekar á sig sem sérfræðinga ef þeir höfðu góða þekkingu á
tæknilegum þáttum hjúkrunar (Söderström o.fl., 2003).
Þrátt fyrir einlægan vilja okkar hjúkrunarfræðinga til að sinna
skjólstæðingum okkar vel geta mistök og misskilningur átt sér
stað í samkiptum okkar við þá. Samkvæmt reynslu og rannsóknum
Wright og Leahey (2005) eru það aðallega þrír þættir sem telja
má til hindrana fyrir árangursríkri fjölskylduhjúkrun. í fyrsta
lagi er oft misbrestur á því að myndað sé vinnuhæft samband
milli hjúkrunarfræðinga og fjölskyldunnar eða, eins og Wright
og Leahey (2005) kalla það, að jarðvegurinn sé undirbúinn
nægilega vel. Með öðrum orðum, við setjum okkur ekki nógu vel
í spor ættingjanna og viðhorf þeirra kunna að vera okkur óljós.
Önnur mistök, sem ber að varast í fjölskylduhjúkrun, er
tilhneiging hjúkrunarfræðinga til að mynda bandalag með-
einum aðstandanda á móti öðrum, helst með þeim sem mest
samskipti eru við. Mistök af þessu tagi geta leitt til þess að
öðrum ættingjum finnst þeir hjálparvana og að ekki sé borin
virðing fyrir þeim og þeirra skoðunum. í þriðja og’
síðasta lagi benda þær Wright og Leahey (2005)
á að við hjúkrunarfræðingar séum oft og tíðurn
mjög viljugir og ákafir í að gefa ráð, leiðbeiningar
eða láta í ljós skoðanir okkar of snemma og án
þess að um það sé beðið. Með því að benda á
úrræði of fljótt er hætta á að við tökum tækifæri
frá fólki til að orða líðan sína og finna sínar eigin
leiðir til úrlausnar á vandamáli.
Hvernig hjúkrum við?
I vinnu með fjölskyldum þarf að sýna umburðarlyndi
og virðingu gagnvart viðhorfum og skoðunum
annarra. Þessir eiginleikar eru okkur mistamir en
hægt er að þjálfa með sér ákveðin vinnubrögð. Við
þurfum að líta í eigin barm og vera gagnrýnin á
okkar eigin vinnubrögð. Hvernig við hjúkrum er
undir okkur sjálfum komið.
Sameiginlegt markmið okkar hjúkrunarfræðinga
er að bæta iíðan fólks og styðja fjölskyldur í vanda.
Við þurfum að vera meðvituð um hversu miklu
máli framkoma okkar skiptir í að ná þvf markmiði.
Nauðsynlegt er að líta í eigin barm og skoða þessa
þætti. Sem dæmi getum við hugsað okkur hvernig
við tökum á móti 40 ára gömlum einstaklingi sem
hefur skorið sig lítillega á fingri en er ákaflegaí
kvíðinn út af meðferðinni, eða hvernig við tökum á
móti barni sem hefur orðið fyrir bíl og fótbrotnað. j
Við værum líkleg til að vanda okkur mun rneira við
móttöku barnsins en þess fullorðna þrátt fyrir að
það taki engan aukatíma að leggja sig vel fram við
móttöku beggja.
Framkoma okkar hefur ekki síður áhrif á okkar
sjálf. Gott dæmi um það er ef við erum fúllynd
og neikvæð, þá líður okkur illa (Wright og
Leahey, 2005).
Þegar skoðaðar hafa verið þarfir foreldra barna á
sjúkrahúsum hérlendis og erlendis hefur komið í
ljós að foreldrar leggja áherslu á eftirfarandi: að
geta treyst heilbrigðisstarfsfólki og njóta trausts
þess, að fá upplýsingar og öðlast þekkingu á
ástandi og meðferð veika barnsins. Þarfir foreldra
eru ekki eingöngu bundnar veika barninu heldur
einnig öðrum í fjölskyldunni eins og systkinum
og maka (Guðrún Kristjánsdóttir og Helga Braga-
dóttir, 2001).
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005