Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Side 39
FJOLSKYLDUHJUKRUN
Erum við föst í viðjum vanans?
Aö gera góöa hjúkrun fjölskyldumiðaðri
A fyrrgreindu námskeiði var fjallað um nokkur
meginatriði sem geta hjálpað til að gera góða
hjúkrun fjölskyldumiðaðri. Þessi meginatriði eruí
í reynd einföld en eru talin geta gert gæfumuninn
um árangur hjúkrunarinnar.
Aö fylgjast með og athuga
Mikilvægi þess að athuga (observera) í hjúkrun
hefur að okkar mati farið halloka undanfarin ár
í greiningu og meðferð. Þetta þrennt ætti þó að
fara saman. Með athugun notum við skilningarvit
okkar til að safna upplýsingum, þannig tengjum
við saman það sem við höfuð séð, heyrt, snert
eða fundið lykt af. Greining og meðferð ætti
alltaf að vera byggð á upplýsingasöfnun sem
fæst meðal annars með athugunum, mælingum
og spurningum. Mikil áhersla hefur verið lögð
á mælanleg gildi og gögn og einnig höfum við
bætt okkur í að spyrja, en það sem við höfum
vanrækt er að æfa okkur í að horfa, hlusta og
sýna líðan fólks raunverulegan áhuga. Oft höfum
við þennan áhuga en sýnum hann ekki í raun.
Ástæðan getur verið sú að það er sárt að horfa,
hlusta á þjáningar og vanlíðan annarra. Það hefur
áhrif á líðan okkar sjálfra. Einnig getum við verið
hrædd við að hefja samræður um viðkvæm efni
sem við höfum áhyggjur af að geta ekki leyst
(Wright og Leahey, 2005). Líklega höfum við of
miklar áhyggjur af því að skjólstæðingarnir ætlist
til að við höfum lausn á vanlíðan þeirra þegar
oftast er bara ætlast til að við veitum nærveru ogj
hluttekningu. Við þurfum að sýna viðfangsefnum
og vandamálum allra jafna virðingu þrátt fyrir að
skjölstæðingar séu að okkar mati með misalvarleg
vandamál. Þetta er þjálfunaratriði sem við þurfum
að vita vel af.
Að vanda fyrstu kynni
Hér er átt við almenna kurteisi. Hvernig við
kynnum okkur fyrir ættingjum og öðrum sem
eru á staðnum. Llvaða kynningu notar þú? Segir
þú til dæmis: „Eg er Sigga hjúkka - hæ,“ eða
„Ég heiti Sigríður og er hjúkrunarfræðingur og
ég ætla að hjúkra þér í kvöld." Mikilvægt er að
mynda augnsamband í þessari kynningu og heilsaj
með handabandi (Wright og Leahey, 2005).
Að gefa færi á sér
Hjúkrunarfræðingar vinna oftast í mikilli nálægð
við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Nota þarf
þær stundir til að gefa fólki tækifæri til að tjá sig. Tökum
dæmi þegar skipt er á sári eða annast er um skjólstæðing viðj
aðrar aðstæður, þá er hægt að spyrja spurninga sem bjóða upp
á að hann tjái sig um líðan sína eða áhyggjur. Það gætu verið
jáhyggjur af heimilinu, fjármálunum eða framtíðinni. Markmiðj
þessarra samtala er ekki að leysa öll vandamál skjólstæðinga
okkar heldur eru þau hugsuð til að bæta líðan og sýna skilning
(Wright og Leahey, 2005). Stuðningur, sem fólginn er í að
hiusta og sýna hluttekningu, er oft vanmetinn.
Að hafa tilbúnar spurningar
Gott er að hafa tilbúnar ákveðnar spurningar sem við getum
notað til að koma af stað samræðum. Þannig getum við t.d.
gefið foreldrum tækifæri til að greina frá líðan sinni (Wright og
Leahey, 2005). Tilbúnar spurningar gætu t.d. verið: „Hvernigj
hefur þú sofið síðan barnið þitt lagðist inn, nærðu að hvílast?"
eða „Hvernig gengur að sinna systur hennar eða bróður
heima?“ „Hvernig get ég helst hjálpað þér?“ „Hvað veldur þér
mestum áhyggjum í dag?“ „Á hvern í fjölskyldunni heldur þú
að þessi veikindi hafi mest áhif á núna?“ Einnig er hægt að
spyrja á hverju skjólstæðingurinn eigi von út af spítaladvölinni,
til dæmis varðandi heimsóknir eða samskipti við starfsfólk. Til
að koma þessu inn í vinnuskipulag hjá okkur gæti verið gott
að setja sér það markmið að spyrja a.m.k. einn sjúkling eða
ættingja hans þessara spurninga á hverri vakt.
Í samtölum við skjólstæðinga, hvort sem það eru sjúklingar eða
aðstandendur þeirra, þurfum við hjúkrunarfræðingar að gæta
okkar á að grípa ekki fram í þegar verið er að greina frá erfiðum
tilfinningum. Einnig þurfum við að þola þagnir í samtölum.
Það er flestum hjúkrunarfræðingum mjög tamt að reyna að
gefa fólki ráð. Það hefur sýnt sig að ef ráð eru gefin of fljótt
eða án þess að undirbúa jarðveginn nægilega fyrir breytingar
þá koma þau ekki að gagni (Wright og Leahey, 2005).
Aö gera sér grein fyrir mismunandi skynjun og skilningi fólks
Það getur verið mjög misjafnt hvernig fólk skilur og skynjar það
sem sagt er og gert er fyrir það. Hvernig hafa aðstandendur
skilið þær upplýsingum sem þeir hafa fengið um orsök vandans
eða væntanlega framvindu, er skilningur þeirra misjafn? Við
þurfum að vera meðvituð um þennan mismun. Eingöngu með
því að spyrja og hlusta á fólk komumst við að því hvernig það
skynjar það sem fram fer (Wright og Leahey, 2005). Það getur
verið misskilningur í gangi á milli skjólstæðinga og starfsfólks
eða milli einhverra í fjölskyldunni og þann misskilning má
hugsanlega leiðrétta með því að athuga hvað býr að baki. Einnig
geta áherslur fólks verið mismunandi, t.d. þörf foreldra fyrir að
komast aðeins frá þegar barnið þess liggur á spítala. Starfsfólk
er oft upptekið af því, að foreldrar fari til skiptis frá svo barnið
sé aldrei einsamalt, en foreldrar geta haft ríka þörf fyrir að
skreppa frá saman, sérstaklega ef sjúkrahúsdvölin er Iöng.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005