Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 41
FJÖLSKYLDUHJÚKRUN
Erum viö föst í viðjum vanans?
Aö vinna meö eöa takast á viö hindranir
Miklar áhyggjur og samviskubit geta aukið
vanlíðan og haft áhrif á bata (Wright og Leahey,
2005). Algengt er að foreldrar veikra barna velti
fyrir sér hvort eitthvað sem þeir gerðu eða gerðu
ekki hafi valdið veikindum eða vanlíðan barnsins.
Fólk spyr sig: „Hefði ég geta komið í veg fyrir
þetta?“ „Er þetta mér að kenna?“ Margir foreldrar
svo og aðrir umönnunaraðilar hafa áhyggjur af því
að hafa ekki staðið sig í umönnunarhlutverkinu.
Þrátt fyrir þessa líðan hafa flestir reynt að gera
sitt besta miðað við aðstæður hverju sinni. Það
skiptir máli að foreldra fái staðfestingu á að þeir
séu ekki einir um að líða svona. Aðrir í svipaðri
stöðu velta þessu líka fyrir sér.
Að hjálpa fólki að sjá jákvæðar breytingar og njóta þeirra
Eins og áður hefur komið fram hefur mest áhersla í hjúkrun
verið á þjónustu við einstaklinginn eða þann sem er veikur.
Þróunin í heilbrigðisþjónustunni hefur verið sú að fjölskyldan
kemur meira að málum hins veika bæði innan og utan
sjúkrahúsa. Breyttar áherslur kalla á endurskoðun viðhorfa og
verklags af okkar hálfu. Það kallar á meira samstarf og samráð
við aðstandendur að sköpuð verði hefð fyrir fjölskylduhjúkrun.
Arna Skúladóttir er sérfræöingur i barnahjúkrun á LSH. Hún tók hjúkrunarpróf frá
Hjúkrunarskóla Islands árið 1978, lauk sérnámi i barnahjúkrun frá Hl 1995, B.S. prófi frá
HÍ 1997 og M.S. prófi frá Hl árið 2001.
Auður Ragnarsdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á barnasviði LSH. Hún tók hjúkrunarpróf
frá Hjúkrunarskóla islands árið 1975, lauk sérnámi i gjörgæsluhjúkrun frá The London
Hospital árið 1980, sérnámi i hjúkrunarstjórnun frá Nýja hjúkrunarskólanum 1987 og B.S.
prófi frá HÍ árið 2000.
Elísabet Konráðsdóttir er hjúkrunarfræðingur á göngudeild barna með sykursýki á LSH.
Hún tók hjúkrunarpróf frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1982, lauk B.S. prófi frá Hl 1999
og stundar nú M.S. nám við hjúkrunarfræðideild HÍ.
Oft er það neikvæða sýnilegra en það jákvæða í
veikindum. Þjálfa þarf hæfileikann til að draga
fram það jákvæða í lífi skjólstæðinganna þrátt
fyrir eða vegna veikindanna. Mikilvægt er að
hjálpa fólki að sjá það sem gengur vel. Benda þarf
ákveðið á það jákvæða og orða þarf þær breytingar
sem orðið hafa. Ef breytingar eru ekki settar í
orð þá er ekki víst að þær verði túlkaðar sem
breytingar (Wright og Leahey, 2005). Þá getur
það haft þý'ðingu fyrir fjölskylduna að fá vitneskju
um að allar fjölskyldur hafa sínu sterku hliðar
sem þær hafa jafnvel ekki gert sér grein fyrir.
Heimildaskrá
Auður Ragnarsdóttir, Ellsabet Konráðsdóttir og Hildur Sveinbjörnsdóttir (2000). „Skin og
skúrir" - Að vera móðir barns með sykursýki. Óbirt lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkr-
unarfræði.
Guðrún Kristjánsdóttir og Helga Bragadóttir (2001). Þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum.
Timarit hjúkrunarfrœðinga, 2 (77), 89-95.
Marga Thome og Arna Skúladóttir (2005). Evaluating a family-centered intervention for
infant sleep problem. Journal ofAdvanced Nursing, 50 (1), 5-11.
Rakel Jónsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir (2003). Sykurlausn i munn við verkjum hjá
fyrirburum og fullburða nýburum. Timarit hjúkrunarfrœðinga, 5 (79), 20-27.
Ray, L. (2002). Parent and Childhood Chronicity: Making Visible the Invisible Work.
Journal of pediatric nursing, 17(6), 424-436.
Söderström, l.-M., Benzein, E., og Saveman, B.-l. (2003). Nurses experiences of interac-
tions with family members in intensive care units. Scandinavian Journal of Caring
Sciences, 17(2), 185-192.
Wright, L.M., og Leahey, M. (2005). Nurses and Familes:A Guide to Family Assessment and
intervention (4. útgáfa). Philadelphia, Pennsylvaniu: F.A. Davis Company.
Lokaorð
Við hjúkrunarfræðingar ráðum heilmiklu um það
hvernig við nálgumst viðfangsefni okkar. Ef við
ákveðum að nálgast þau meira út frá fjölskyldu-
hjúkrun þá er það töluverð breyting fyrir flesta.
Mörgum finnst erfitt að breyta venjubundnum
vinnubrögðum. Venjur gefa okkur öryggi og tiy'ggja
að ákveðin vinna sé unnin eftir ákveðnu ferli.
Oiy'ggi er notalegt og við erum oft mjög ófús
að ógna því öryggi sem felst í vananum. Til er
orðatiltæki sem sum okkar halda mikið upp á sem
hljóðar þannig í lauslegri þýðingu: „Ef eitthvað
virkar skaltu ekki breyta því.“ Þegar sagt er aðj
eitthvað virki er ekki þar með sagt að það virki vel.
Fagleg vinnubrögð felast í því að spyrja gagnrýnið
og leita leiða til að bæta sig í starfi. Okkur ber
skylda til að fylgjast með nýjungum, skoða þærj
gagnrýnið og taka upp þær sem við teljum að séu
til bóta fyrir skjólstæðinga okkar. Til þess að þetta
sé hægt þurfum við vera tilbúin í breytingar og
þora að ögra viðhorfum okkar.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
\ J ÚTFARARSTOFA
^Þgakirkjugarðanna ehf.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Timarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
39