Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 43
Fréttamolar... Undirrituð gerði samantekt á atvikaskráningu á byltum sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH) fyrir árið 2001 og í ljós kom að 30% byltna sjúklinga voru við rúm eða þegar farið var úr rúmi (Eygló Ingadóttir, 2004). Rannsóknir benda til að 50-90% byltna úr rúmi á sjúkrahúsum verði þrátt fyrir að rúmgrindur séu notaðar (Oliver, 2002). Oliver (2002) bendir á að rúmgrindur og önnur höft á stofnunum leiði til vöðvarýrnunar sjúklinga, sýkinga og þrýstingssára vegna hreyfingarleysis. Einnig segir hann að rúmgrindanotkun hafi áhrif á sjálfsvirðingu sjúklinga og sjálfstæði og að engar rannsóknir hafi sýnt gagnsemi þeirra. Handa sumum sjúklingum þarf að huga að öðrum úrræðum en rúmgrindum á báðum hliðum rúma þeirra. Dæmi um slík úrræði geta verið rápmottur (mottur sem tengdar eru bjöllu sem hringja þegar stigið er á þær) við rúm sjúklings, hafa sjúkling nálægt vaktinni og fleira. A LSH er þverfaglegur hópur að vinna að klínískum leiðbeiningum til að fyrirbyggja byltur á spítalanum. 1 honum hafa komið fram hugmyndir um að nota litlar rúmgrindur hjá rugluðum sjúklingum sem gætu dottið fram úr. Þá gætu þeir farið fram úr til hliðar við grindurnar og nýtt þær til að styðja sig við. Áhugavert væri að heyra skoðanir hjúkrunar- fræðinga á rúmgrindanotkun og öðrum öryggis- málum sjúklinga. Heimildaskrá Capezuti, E., Maislin, G., Strumpf, N., og Evans, L K. (2002). Side rail use and bed-related fall outcomes among nursing home residents. Journal oftheAmerican Geriatrics Society, 50(1), 90-96. Eygló Ingadóttir (2004). Föllsjúklinga á LSH og fyrirbygging þeirra.iSkýrsla). Reykjavík: Landspitali háskólasjúkrahús. Hanger, H. C., Ball, M. C„ og Wood, L. A. (1999). An analysis of falls in the hospital: Can we do without bedrails? Journal of the American Geriatrics Society, 47(5), 529-531. Oliver, D. (2002). Bed falls and bedrails - what should we do? Age and Ageing, 31(5), 415-418. Si, M., Neufeld, R. R., og Dunbar, J. (1999). Removal of bedrails on a short-term nursing home rehabilitation unit. Gerontologist, 39(5), 611-614. Hjúkrunarfræöingur til starfa hjá F.í.h. Vigdís Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin í 50% starf hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Helstu verkefni Vigdísar munu lúta að erlendum samskiptum og tengslum við erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi og íslenska hjúkrunarfræðinga erlendis. Vigdís lauk BSc-námi í hjúkrunarfræöi frá hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands árið 1998, diplomanámi i stjórnun í heilbrigðisþjónustunni frá Royal College of Nursing í London árið 2001 og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) við verkfræöideild HÍ. Hún hefur frá árinu 1999 starfaö á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Vigdís er boöin velkomin til starfa hjá F.í.h. I heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildar- stjórann hvaða aðferö læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á hælið eöur ei. „Sko," sagði deildarstjórinn, „við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið." „Aaa, ég skil," sagði gesturinn, „heilbrigð manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiöin og tebollinn og auðveldast að tæma baðkarið þannig!" „Nei." Sagði deildarstjórinn, „Heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr. Má bjóöa þérherbergi meö eöa án glugga?' Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.