Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Qupperneq 49
Pistill Meðferöarlegt gildi hunda sækja síma, póst, dagblöð og hluti sem detta á gólfið. Hjálparhundur heyrnarlauss eiganda Iætur t.d. vita ef dyrabjalla eða sími hringir, eða ef barn grætur. Oft er hjálparhundur jafnframt þjálfaður í að láta vita ef hinn fatlaði á í vanda, t.d ef hann dettur úr hjólastólnum sínum. I örstuttu máli má segja að hlutverk hjálparhunds sé að auðvelda eiganda sínum daglegt líf og auka sjálfstæði hans í lífi og starfi, enda er hver hundur þjálfaður sérstaklega með fötlun eigandans í huga. Sýnt hefur verið framá að þeir sem hafa hjálparhund eru að jafnaði talsvert glaðari, sjálfsöruggari og ánægðari en aðrir, enda skiptir félagsskapurinn ekki minna máli en eiginleg aðstoð. Aðstoðarhundar fyrir alla aðra Einfalda leiðin Einfaldasta leiðin til að nýta hunda í hverskyns meðferð er sú sem segja má að sé sú ómarkvissa. Það þýðir í raun að ekki er um að ræða markvisst faglegt verkefni, heldur koma hundar í reglubundnar heimsóknir til að létta fólki lífið og auka tilbreytingu. Tiltölulega einfalt er að skipuleggja þessa meðferð og hún hentar líkast til langflestum hundaeigendum, hundum, fagfólki og skjólstæðingum. Við sem stöndum að undirbúningi félagsins gerum ráð fyrir að langmest eftirspurn verði eftir slíkum heimsóknum. Flestir eiga auðvelt með að tjá dýrum væntumþykju og blíðu og til dæmis er börnum sem líður illa oft bent á að hvísla að hundi hvað veldur þeim hugarangri, enda muni hundurinn aldrei segja frá. Margoft hefur verið sýnt framá að þessi aðferð hjálpar börnum að losa um spennu og eykur líkur á að þau tali í kjölfarið opinskátt um það sem veldur vanlíðan þeirra. Aðstoðarhundar eru ekki sérstaklega þjálfaðir til að aðstoða einn einstakling, heldur eru fyrst og fremst gerðar kröfur til þess að þeir geti nálgast ókunnuga á yfirvegaðan hátt og myndað tengsl við þá, þótt eigandinn sé með þeim. Miklu máli skiptir jafnframt að eigandi sé ekki eigingjarn á hund sinn og að hann geti hvatt hundinn til að mynda tengsl við ókunnuga. Aðstoðarhundum má síðan skipta í tvo hópa. Annarsvegar þá sem taka þátt í markvissum verkefnum sem fagteymi skipuleggur og hinsvegar þá sem segja má að séu í ómarkvissari verkefnum. Dæmi um hið fyrra er þegar þverfaglegt teymi ákveður að fá hund inn f meðferð skjólstæðings, til lengri eða skemmri tíma. Markmiðið gæti dæmis til verið að örva hreyfingu eða tjáningu hans, eða auka á gleði hans og ánægju. í slíkum tilvikum þarf að vanda sérlega vel val á hundi og sjálfboðaliða, enda um mikla skuldbindingu að ræða. Nauðsynlegt er að traust ríki milli hundaeiganda og fagfólks, og eigandi þarf að hafa ríkan skilning á því hvort og hvenær áreiti verður of mikið fyrir hundinn. Dæmi um ómarkvissara starf með hundum gæti verið þegar farið er með hund í reglubundnar heimsóknir til aldraðra og er þá ekki lögð áhersla á að fylgjast með áhrifum heimsóknarinnar með markvissum hætti. Þegar um er að ræða meðferð með gæludýrum er lykilatriði að allir njóti góðs af, eða „win-win situation" eins og oft er talað um á ensku. Það á alltaf við, sama hvaða leið menn kjósa að fara. Aðstoðarhundar af þessu tagi geta nýst mjög víða, til dæmis í heimsóknum á heimili einmanna fólks, sjúkrahús, hjúkrunarheimili, meðferðarheimili, í fangelsi og í skóla. A ráðstefnunni sem greint er frá í upphafi þessarar greinar, var: til dæmis fangavörður, sem um árabil hefur haft hund með sér í vinnuna. Hann sagði að jafnvel harðsvíruðustu glæpamenn hefðu sýnt á sér miklu mildari hlið í viðtölum þegar hundurinn var á staðnum og að hundurinn hefði undantekningalaust laðað fram jákvæð viðbrögð þeirra og hlýtt viðmót. Gæludýraeigendur sem veikjast og/eða slasast Ekki má gleyma þeim mikla fjölda fólks sem á gæludýr og veikist eða slasast og þarf í kjölfarið að dvelja í lengri eða skemmri tíma á sjúkrastofnunum. Þessu fólki er mikilvægt að fá að hitta dýrin sín og fá þau í heimsókn. Hjúkrunarforstjórar geta nú sótt um undanþágu fyrir þetta fólk til að það geti fengið dýrin sín í heimsókn. Þess má geta að rannsóknir hafa sýnt að 90% þeirra sem eru í þessari stöðu óska þess heitt og innilega að fá að hitta dýrin sín, svo spyrja má sig hvers vegna ætti að standa í vegi fyrir því? Vissulega hentar það ekki öllum að eiga samskipti hunda eða önnur gæludýr, en hinsvegar er ljóst að mjög oft Iíður fólki vel í samskiptum við dýrin. Við, sem stöndum að þessu verkefni, höfum greinargóðar upplýsingar um rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði, og ennfremur upplýsingar um það hvenær ekki er ráðlegt að nota hunda í meðferð. Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar eða slást í hóp með okkur eru hvattir til að hafa samband við greinarhöfund í gegnum netfangið brynjat@vis.is eða í gsm: 898-0818. Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 47

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.