Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Síða 51
PALLBORÐSUMRÆÐUR
Heildræn meöferö
Siguröur Guömundsson
Guðrún Agnarsdóttir
Erna Haraldsdóttir
Jón Eyjólfur Jónsson
Christopher Johns
HaukurIngiJónasson
lifa gæðalífi sem yrði enn betra með heildrænni
meðferð sem sinnti öllum hinum margvíslegu
þörfum hvers einstaklings þegar hann veikist. Eg
held því að skynsamlegt heilbrigðiskerfi feli líka
í sér heildræna meðferð.
Þú spyrð líka hvort heildræn meðferð sé
framkvæmanleg. Ég held að hún ætti að vera
gerleg en eins og Sigurður sagði snýst það
öðru fremur um viðhorf, rökræður og afstöðu.
Ekkert okkar vill hverfa frá hátæknileiðum
nútímalæknisfræði vegna þess að þær leiðir gætu
læknað sjúkdóminn í raun. En á meðan á ferlinu
stendur höfum við þörf fyrir meira en bara þær
, leiðir vegna þess að við erum meira en bara þetta
eina líffæri. Ég svara því játandi, ég held að þetta
sé framkvæmanlegt.
Chris: Þakka þér fyrir. Hvað segir þú um þetta,
Haukur Ingi?
Haukur Ingi: Þar sem ég sit hér skynja ég sjálfan
mig sem margvíða heild. Ég er ekki aðeins
efnafræðilegt fyrirbrigði eða prótínaklasi heldur
upplifi ég mig líka sem eitthvað annað og meira.
Ég er t.d. eins og vél eða gangverk og ef þarf að
lækn mig í þeirri vídd þarf að skera mig upp. Eigi
■ , að lækna efnafræðilegt ójafnvægi í mér þarf ég
að taka lyf. En víddirnar eru fleiri. Ég lifi líka í
líffræðilegu umhverfi. Ég þarf að drekka vatn og
anda að mér hreinu lofti og hreyfa mig. Ég lifi
líka í sögulegu samhengi. Ég var t.d. í New York
1. september síðastliðinn og sú reynsla krafðist
sérstakrar meðhöndlunar. Ég er líka siðfræðileg
og andleg vera. Mér finnst að ég lifi í sögu sem nær langt út
fyrir mitt stutta líf og ég verð einhvern veginn að finna viðmið
mín í þessu stóra samhengi. Og ég get haldið áfram. Ég lifi líka
í fjárhagslegri vídd og ég held að hin fjárhagslega hlið hafi nú
orðið mikil áhrif á skilning okkar á heilbrigði og heilsugæslu.
Með hliðsjón af öllu þessu held ég að þegar ég veikist verði
ég að nálgast veikindi mín frá mismunandi sjónarhornum. Ég:
kynni vel að meta að fá smávegis aðstoð frá sérfræðingum á
hinum ýmsu sviðum lífsins sem ég hef nefnt hér að framan og
var reyndar að koma frá endurskoðandanum mínum í morgun
og ég get þurft að nýta mér hann í veikindum mínum. Þetta
hjálpar okkur að skilja að heilbrigði er margslungið fyrirbæri
sem er ekki aðeins bundið við eina vídd eða við starfsemi
heilbrigðiskerfisins eins. Heildstæð sýn á heilbrigði skiptir því
öllu máli í heilsugæslu.
Er heildstæð sýn framkvæmanleg innan núverandi
heilbrigðiskerfis? Ég hugsa að svarið við spurningunni falli
utan minnar þekkingar. Ég held að það sé nauðsynlegt að
reyna vegna þess að hvað heilsuna okkar varðar þá sést okkur
yfir eitthvað sem er mjög mikilvægt. Við verðum að leita
margháttaðra leiða til að vera heilbrigð, nýta okkur forvarnir
og að hrinda þeim í framkvæmd bæði í einkalífi okkar og
samfélaginu öllu og ekki aðeins einblína á heilbrigðiskerfið í;
þeirri viðleitni. Þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug sem
svar við þessari spurningu.
Chris: Þakka þér fyrir. Hverju svarar þú, Jón?
Jón: Ég ber heildræna meðferð saman við það að hlusta á
tónlist. I óperum eru glæsilegir einsöngvarar sem syngja
aríur sínar og það má bera saman við hátæknimeðferð sem
við veitum. Svo höfum við óbó og trumbur og allt hitt þar
sem hvert hljóðfæri á sína sérstöku laglínu en séu þau felld
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005 49