Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Síða 54
hún verði tæknilegt ferli ef það er jákvætt ferli fyrir sjúklinginn
og þá sem vinna innan vébanda heilbrigðiskerfisins. En það
verður að vera bæði sveigjanleiki fyrir hendi innan þessa kerfis,
fjármagn og tími svo ekki sé hægt að ásaka þetta afbragðsgóða
fagfólk um að sóa tíma sínum í það sem sagt er að ekki eigi
að felast í þjónustunni sem kerfið veitir. Þetta finnst mér vera
grundvallaratriði.
Chris: Hafa pallborðsmenn eitthvað frekar um þetta að segja?
Haukur: Mig langar til að bæta nokkru við. Stundum fæ ég
það á tilfinninguna að hugmyndin um heilbrigði og lækningu
sé orðin að einkaviðfangsefni heilsugæslunnar. Frá sjónarhóli
prests snýst heilbrigði, lækning og samúð þó fremur um
heilbrigt samfélag ekki aðeins um það heilbrigði sem fengist
er við á sjúkrahúsum heldur í samfélaginu í heild. Ef hægt
er að stuðla að heilbrigði og lækningu í samfélaginu gæti það
haft nokkur áhrif á líkamlegt heilbrigði og það tel ég vera mjög
mikilvægt. Mig langar til að segja ykkur sögu. Gömul kona var
að deyja á sjúkrahúsi í Reykjavík og ég sat hjá henni síðustu
stundirnar og bað hana um að segja mér sögu sína. Hún tók
því vel og sagði mér ævisögu sína. Eg sat þögull um hríð og
sagði svo: „Myndirðu vilja bæta einhverju við? “ Hún hugsaði
sig um smástund og bætti svo við „einni eða tveimur syndum
sem reyndar voru býsna smávægilegar, hún hafði eitt sinn
dansað við annan mann en eiginmanninn sinn. Við þögðum
um stund og svo sagði hún: „Veistu hvað? Enginn hefur talað
svona við mig áður? “ Ég varð hryggur hvers vegna hafði enginn
talað svona við þessa konu fyrr? Við þögðum áfram og ég velti
því fyrir mér hvernig ég ætti að svara þessu. En þá sagði hún:
„Veistu að eitt samtal getur verið jafngildi marga æviára eða
jafnvel betra en þau. “ Þetta var öflug yfirlýsing. Ég fór að
hugsa um hvað þetta segði okkur um heilbrigði og lækningu
og mér finnst þessi frásögn gefa alveg nýja sýn á allt það sem
hefur með heilbrigði og lækningu að gera.
Chris: Gaman væri að heyra áheyrendur leggja eitthvað til
málanna í þessum umræðum. Hefur einhver eitthvað að segja
um það sem hér hefur verið rætt?
Sarah: I framhaldi af því sem sagt var þá erum við sem fagfólk
alltaf svo upptekin af því að hlusta á ævisögur fólks að okkur
gefst ekki tækifæri til þess að vinna úr því sjálf, að tæma okkur
sjálf og endurnýja. Það er erfitt að halda áfram að hlusta á
sögur ef maður finnur hvergi rými fyrir sjálfa sig en heldur
áfram að skynja sársauka fólksins. A þessari ráðstefnu hefur
komið fram að það verður að vera til leið fyrir fóllc að þjálfa
færni sína og getu til takast á við svona samræður. Það snýst
ekki bara um að endurspegla það sem við gerum heldur að
geta verið í hugarró og gert sér í raun grein fyrir hvað það er að
hlusta. Ég held að þannig nái maður að tæma sig.
Ég veit ekki hvernig fólki er kennt að tæma sig.
Hvernig kennir maður fólki að vera í hugarró?
Haukur: Það er hægt en sú reynsla getur verið
ógnvekjandi og heilbrigðisstarfsfólk grípur oft
til aðgerða, t.a.m. að slá um sig með tæknilegri
þekkingu sinni, til þess að forðast þennan tæmda
huga og missir þannig af því sem sjúklingurinn
reynir að tjá.
Chris: Jón, getur þú svarað þessu á grundvelli
þess sem þú sagðir áðan um menningu ykkar,
sögu og hvað gert er fyrir íslenska lækna?
Jón: Ég veit ekki hvort ég var að velta vöngum
yfir því sem Sigurður sagði. Islendingum er tamt
að segja sögur og útlendingar taka kannski eftir
því að þegar við svörum spurningu byrjum við
oft á því að segja sögu. Ég fór að hugsa um að
maður þarf að vita hvert förinni er heitið. Ef
maður er eins og Lísa í Undralandi og veit ekki
hvert maður stefnir þá skiptir ekki máli hvaða
leið er valin. Þess vegna þarf maður að vita hvert
förinni er heitið. Maður verður að vita að maður
sé að bæta líf fólks með því að braga úr byrðum
þess sem verið er að hjálpa hverju sinni. Þegar
ég lauk læknisnámi áttaði ég mig á því að manni
er beint í eina átt og maður æðir í hana líkt og
hraðbátur. Mér fannst ljóðlistin hafa gleymst
svo ég lagði til í því teymi sem ég starfa í að við
byrjum hópfundi okkar á Ijóði. Hjá okkur gildir
sú regla að sá sem kemur með köku eða brauð
fær að lesa uppáhaldsljóðið sitt. Maður reynir að
vera eins heildrænn í hugsun og mögulegt er en
það er ekki gaman að ræða sjúkdóma, félagslegt
umhverfi o.s.frv. Þess vegna er gott að byrja með
ljóði. Við erum svona átta manns á hverjum fundi
og allir leggja sitt til málanna, presturinn líka.
Það er nútímasinfónía og ákveðinn mishljómur í
gangi. Þetta hugleiddum við og ákváðum að gera.
I Cornell starfar kona sem heitir Rita en ég man
því miður ekki hvað hún heitir að eftirnafni. Hún
segir læknisfræðilegar sögur. Hún veltir vöngum
yfir sögum sem sjúldingar segja henni. Hún
kynnti bókmenntir til sögunnar í læknisfræði og
það ótrúlega er að þetta er góð aðferð til þess að
taka á flóknum málefnum sjúklinga. Oft vantar
orð til þess að lýsa því sem maður á við og þá er
gott að geta sagt sögur og túlkað þær. Ég hef til
Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 81. árg. 2005
52