Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Page 55
PALLBORÐSUMRÆÐUR
Heildræn meöferö
dæmis lengi reynt að finna góða þýðingu á enska
orðinu „spirituality “ og Haukur lánaði mér góða
bók, biblíuna. A íslensku er ekki til neitt eitt orð
sem nær yfir allt það sem „spirituality “ þýðir á
ensku. Eg er ánægður fyrir hönd Englendinga og
enskumælandi fólks að það skuli hafa eitt orð
sem þýðir svo margt en á íslensku þarf mörg orð
til að útskýra allt það sem felst í orðinu.
Sigurður: Það gæti verið vegna þess að við höfum
dýpri skilning en aðrar þjóðir á þýðingu orðsins
„spirituality “. Má ég minna á að Grænlendingar
hafa 60 mismunandi orð yfir „snjó “?
Haukur: Ég held að með orðinu „spirituality
sé reynt að koma orðum yfir reynslu okkar af
því að lifa í líkama og reynslu okkar af tengslum
líkama og sálar sem er þó á einhvern hátt eitt og
hið sama. Ég ræddi eitt sinn við prófessor minn
í gamla testamentinu, dr. Þóri K. Þórðarson um
tengslin milli líkama og sálar og hann sagði:„En
Haukur, það er engin sál til-eða með öðrum
orðum, líkami og sál eru ekki andstæður. “ Þegar
ég sem prestur ræði við fólk um sál, andlegt líf og
það sem ensk tunga kallar „spirituality “ þá er ég
ekki að ræða eitthvað draugalegt, loðið, óljóst og
upphafið, heldur eitthvað mjög jarðbundið.
Chris: Sarah, fékkstu svar við spurningu þinni
sem ráðgjafi á sviði geðlækninga?
Sarah: Nei, mér finnst það ekki. Ég er þó viss um
að einhver vill spyrja einhvers.
Guðrún: Hvað um faglega leiðsögn og stuðning?
Hvar er hægt að tæma kerið sitt í ker einhvers
annars? Þetta er í raun keðjuverkandi. Ég þykist
viss um að þú vitir meira um þetta en ég en kæmi
það að geta tæmt kerið til einhvers annars ekki
að gagni?
Sarah: Ertu að tala um handleiðslu?
Guðrún: Já, já. Myndi hún koma að gagni?
Sarah: Ég held hún komi að gagni en ég held
líka að á ákveðnu stigi sé ekki nægjanlegt rými í
kerfinu fyrir tilfinningalega handleiðslu. Það er
auðvitað hægt að ávísa ákveðnu lyfi eða meðferð
en þversögnin er sú að því hærra sem maður
nær í fagi sínu og því meiri ábyrgð sem maður þarf að sýna,
þeim mun minni tilfinningalegrar handleiðslu nýtur maður. í
mínum vinnuheimi er ekki gert ráð fyrir jafningjahandleiðslu
en kannski ætti að hvetja til hennar og stuðla að þannig
handleiðslu.
Chris: Mig langar til að hleypa fleirum að. Jean vill segja
eitthvað.
Jean: Ég vil hugsa málið aðeins upphátt í ljósi þess ójafnvægis
sem ríkir á milli kerfisins og fólksins innan þess. Ég er víst
farinn að gera mér grein fyrir því að við höfum hingað til
einkum beint sjónum okkar að tækniþróun en það er ekki
síður þörf fyrir íhugula og upplýsta heilræna meðferð við
lækningar. Við verðum að leggja jafnmikla áherslu á faglega
þróun og tækniþróun. Ég heid lika að við verðum að gefa
okkur tíma til þess öðru hverju að íhuga hvernig við getum
numið staðar, hvað við græðum á því að hlusta á virkan hátt
á okkur sjálf og hvernig við áttum okkur á staðháttum áður
en við förum inn til sjúklings. Allir þessir þættir eru farnir að
láta á sér kræla í ýmsum umönnunarkenningum. Mér finnst
þessir þættir heillandi, opnir og spennandi og þessi tækni
færir okkur sjálfum andlegan styrk en Iíka þeim sem við erum
að hjálpa innan heilbrigðiskerfisins. Mér finnst þetta þvf allt
mjög spennandi. Þökk fyrir.
Erna: Ég er sammála því sem Jean segir um þessa verufræðilegu
tilvist. Haukur gaf okkur yndislegt dæmi um hlustun og Guðrún
sagði áðan að það verði að vera rými innan skipulagsins til þess
að koma þessu um kring. Og einmitt þetta heyri ég ykkur segja.
Ég vil ekki segja að þarna takist á tækniheimurinn og hinn
mannlegi heimur en ég held að þar á milli ríki spenna vegna
þess að tæknin sker sig oft úr í eðli sínu. Hún skapar fastar
starfshefðir, fólk veit nákvæmlega hvað það á að gera og það er
með svarið. Tæknin er fljótleg og þess hraða er ótvírætt þörf.
En það er verulega vandasamt verkefni fyrir hjúkrunarkonu á
vakt sem sinnir sjúklingum, vinnur hvert verkið á fætur öðru
og gerir allt það mikilvæga sem til er ætlast af henni en á svo
allt í einu að setjast niður og gera eins og Haukur lýsti svo
vel í yndislegri sögu sinni. Þetta er algjör viðsnúningur og
mjög athyglisvert verkefni. Það er mikilvægt að finna leiðir til
þess að hjálpa fagfólkinu til að takast á við hinar mismunandi
aðferðir. Ég á ekki svar við því, sá sem finnur það svar hefur
himin höndum tekið.
Desmond: Ég legg til að meginreglan verði sú að ekki sé um
neina heildræna meðferð að ræða á sjúklingi nema heildrænn
iðkandi veiti hana. Samtökin „Spiritual Scotland “ eiga sér
kjörorð: „Hjálpið okkur við umönnunina með því að hjálpa
þeim sem annast hana. “
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005