Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2005, Blaðsíða 56
Þetta snýst ekki eingöngu um tæknilega umönnun. Umönnun
er að mörgu leyti einföld tækniatriði og þannig vilja sumir
sjúklingar hafa það. „Kipptu þessu í lag og þá er ég farinn.
Það þýðir ekkert að reyna að umbreyta almennum fastmótuðum
samskiptum í eitthvað mikilvægt. Þau eru reyndar mikilvæg
að því leyti að þau eru samskipti þess sem annast meðferðina
og sjúklingsins. Mér finnst þau samskipti verða að vera í
báðar áttir. I öllum samskiptum þarf fólk að sýna athygli. Það
var góð spurning hjá Söruh hvernig hægt sé að sýna athygli í
samskiptum ef maður nær ekki að tæma sjálfan sig. Við búum
við skipulag sem veitir fólki heilsugæslu og gerum ráð fyrir að
starfsfólk heilsugæslunnar þurfi stöðugt að taka við öllu því eitri,
vonbrigðum og reiði sem sjúklingarnir finna til vegna alls þess
hræðilega sem gerist hjá þeim án þess að geta losað sig við það.
Mér virðist því að innan fullvaxta heilbrigðiskerfis verði menn
að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar hvernig tryggja megi að
starfsfólkið, þeir sem við treystum á að veiti heilsugæsluna, nái
að þrauka sem einstaklingar. Við búum í mjög tæknivæddum
heimi og ef við lítum á lækna og hjúkrunarfræðinga sem verkfæri
sem hægt er að beita sí og æ og dæla í allri reynslu sjúklinganna
án þess að starfsfólkið nái að tæma sig þá held ég að það byggist
á grundvallarmisskilningi á mannlegu eðli. Það er að mínu mati
ómannlegt að gera ráð fyrir því að það sé hægt.
Jón: Ég geri mér æ betur grein fyrir í þessum
umræðum að heilbrigðiskerfið verður stöðugt
flóknara og að við erum í raun að bregðast við því.
Ég held þó að við verðum að hafa frumkvæði. Við
sjáum stórt sjúkrahús og hugsum: „Hvernig get
ég tekið upp heildræna meðferð við sjúkrahúsið
okkar, “ en auðvitað verðum við að vinna hvert á
sínu áhrifasvæði: „Hvað er til ráða? Ég fer aftur á
vaktina þar sem allt er að verða vitlaust og reyni
að finna rými til samskipta. “ Það getur kviknað á
perunni og ég held að við berum alla ábyrgð, sama
hvert er litið. Hvert okkar verður að axla ábyrgð,
við getum ekki lagt alla ábyrgð á þá sem stjórna.
Desmond: Það krefst ígrundunar að fjalla um
hið heildræna í menningarlegu samhengi. Ég g
held að andlega hliðin sé mjög menningarlegt
lyrirbæri.
Sigurður: Eitt af vandamálunum er að félagslega
kerfið og heilbrigðiskerfið ræðast ekki við. Ef
við getum aukið samvinnuhugsun okkar, þann
andlega þátt, þá miðar okkur áleiðis.
Guðrún: Ég held að eftir allar þessar umræður ættum við að
fara að hugsa um að færa heildræna meðferð inn í samfélagið
allt, ekki bara heilsugæslukerfið. Það þyrfti kannski að einbeita
sér betur að því að fella heildræna meðferð að samfélaginu áður
en farið er að tala um að fella hana að heilbrigðiskerfinu.
Chris: Þessi ráðstefna er tileinkuð þyí að koma á
heildrænni meðferð með íhugulli starfsemi. Það
er bersýnilega grundvallaratriði að við skiljum
verkhætti okkar og kerfi svo hægt sé að koma því
um kring.
NUDDNAMSKFIf)
Eftir áramót veröur áframhald á nuddnámskeiöum meö svipuöu sniöi og veriö hefur.
Svæöanudd og vöðvanudd
í svæðanuddi er farið inná öll kerfi líkamans gegnum iljar, rist og ökkla.
Kennsla er 18 kennslustundir. Haldið verður eitt námskeiö þar sem
kynnt verður hugmyndafræði og saga svæðanudds. Eftir námskeiðið á
fólk að geta nuddað heilnudd sjálfstætt.
Kennt verður á fjórum kvöldum frá kl. 17.30-20.30
17. - 18. og 24. - 25. janúar
Verö 17.000
í líkamsnuddi er kennt aö nudda bak, háls og höfuð.
Kennsla er 18 kennslustundir. Haldin verða þrjú námskeið, sem hvert
verður kennt á fjórum kvöldum frá kl. 17.30-20.30.
31.janúar - l.febrúar og 7. - 8. febrúar
21. -22. og 28.febrúar. - 1. mars
7. - 8. og 14. - 15. mars
Verð 17.000
Hámarksfjöldi nemenda á hvert námskeið er takmarkaður við
8 manns til að hægt sé að leiðbeina hverjum og einum sem best.
Hafið samband og fáið nánari
upplýsingar í síma 8220727.
Gunnar L. Friðriksson, nuddari F.LH.N.
Ath. Víða taka verkalýðsfélög þátt í kostnaði við námskeið.
www.gufubad.netl
Tímarit hjúkrunarfræöinga 4. tbl. 81. árg. 2005
54