Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1870, Page 153
UM TEKJDR SPÍTALANNA.
147
a stjórn hins íslenzka læknasjóbs, ab stiptsyfirvöldunum væri
fengin í hendur æösta stjórn hans um allt land. 23.
Nefndarmenn hafa þessu næst sent stjórnarráfcinu álitsskjal
sitt, dagsett 19. oktobermán. f. á. , og hafa þeir verib á því
máli, ab gefa eigi samkynja ákvaríianir um þetta málefni fyrir
allt landib, og ab stiptsyfirvöldunum sé fengin í liendur æbsta
stjórn læknasjóbsins; þeir hafa enn fremur komib meb þá uppá-
stungu, ab gjörb sé sú breyting á spítalatekjunum, ab í stab
hlutarins, sem nú er tekinn, sé borgab fastákvebib árlegt gjald
í peningum af hverjum bát, sem haldib er til fiskiróbra, og ab
gjaldib sé 10 fiskar af hverjum bát, 15 fiskar af hverju skipi,
er svo er kallab, og 30 fiskar af hverju þilskipi, sem fer á
hákallaveibar eba þorskaveibar.
IJm leib og dómsmálastjórnin nú sendir ybur eptirrit af
álitsskjali Jtessu, erub þér bebnir ab skýra stjórnarrábinu frá
áliti ybar um uppástungur þær, sem komib er meb í álitsskjalinu,
og ef aubib er svo bráblega, ab málib verbi lagt fyrir alþingi í
sumar, er kemur.
1G. Bref dómsmálastjórnarinnar til stiptamtmannsins yfir i.
íslandi, um fiskiveiðar útlendra manna við ísland.
Eins og þér rnunub muna, herra stiptamtmabur, hefir al-
þingi þab, sem haldib var árib 1863, í þegnlegri bænarskrá,
sem hingab hefir verib send, um fiskiveibar útlendra þjóba,
einkum Frakka, vib ísland, mebal annars bebib um:
ab leitazt verbi vib ab fá hina frakknesku og ensku stjórn
til ab viburkenna, ab einstaklegar kringumstæbur íslands gjöri
þab naubsynlegt, ab undautekningar verbi gjörbar frá hinum
almenna þjóbarétti hvab fiskihelgina og fiskimib landsmanna
á opnum skipum snertir undir íslandi, svo framarlega sem
ekki þjóbbúib allt og landsfólkib eigi ab bíba óbætanlegt tjón.
I álitsskjali því, dagsettu 9. nóvembermán. s. á., er þér, berra
stiptamtmabur, sem konungsfulltrúi á alþingi, hafib látib uppi
1865.
febrúar.
marz.