Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands - 01.01.1870, Page 167
DM LAUNAVIÐBÓT EPTIR KORNVEUÐI.
í 61
25. Bref dómsmálastjórnariiinar til stiptamtmannsins yfir
íslandi, um launaviðbót eptir kornverði fjárhagsárið
1865-66.1
I sambandi viö bréf stjórnarrá&sins, dagsett 18. |). m.,
er ybur var sent meb fylgiskjali , sem heyrir til fjárlögunum
fyrir fjárhagsárit) 1865 — 66, skal yírnr hérmeb til vitundar
gefib, herra stiptamtmabur, sjálfum ybur til leibbeiningar og
til þess ab )iér auglýsib þab, ab sökum þess hvérsu kornverbib
er lágt í verblagsskrám þeim, sem farib er eptir, ber embættis-
mönnum og embættisþjónum í suburumdæmi Islands engin
launavibbót eptir kornverbi á fjárhagsárinu 1S65—66, samkvæmt
lögunum frá 19. febrúarmán. 1861 og 19. janúarmán. 1863.
26. Bréf dómsmálastjórnarinnar íil stipfamtmannsins 6- aprii.
yfir íslandi, um aðkaupsgjald af skipum.
I bréfi dagsettu 11. októbermán. f. á. , sem borizt hefir
dómsmálastjórninni beina leib, og í eptirriti fylgir meb bréfi
þessu, hefir Arni Thorsteinson, landfógeti og bæjarfógeti í
Reykjavík, skýrt frá, ab borgab hafi verib abkaupsgjald af skonn-
ortu nokkurri frakkneskri, “Fleur de Marie” ab nafni, sem
strandab hafbi á Islandi, og búandi mabur í Reykjavík hafbi
keypt og látib gjöra vib, og ab síban hafi verib bókab, ab
skipib fyrst um sinn ætti heirna í Reykjavík. Hann hefir þar
ab auki getib þess, ab meb því ab engar beinar ákvarbanir ab
hans hyggju eru til um þab, hvernig ab eigi ab fara, þegar
útlendum skipum, sem menn á Islandi eignast, sé veitt einkunn
innlendra skipa, þá væri þab mjög svo æskilegt, ab embættis-
mönnum þeim, sem blut eiga ab máli, væri sagt ítarlega til
um, hvernig þeir eigi ab fara ab, þegar svo stendur á, og hefir
hann komib fram meb ýmsar uppástungur lútandi ab því.
*) Sama dag var hinum amtmönnunum á íslandi, landfógelanum og
stiptsyfirvöldunum, ritað bréf liks innihalds.
1805.
20. marz.