Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 72
62
í þennan lélega svínastofn, sem fyrir er i Xandinu og árangurinn af
innflutningi kynbótadýra yrði þá lítill sem enginn. Eitthvað þessu líkt
hefur reynsla alifuglabænda verió af innflutningi eggja frá kynbótabúum
erlendis.
Niðurstööur úr skýrsluhaldi áranna 1980-1983.
Tafla nr. 1 sýnir bústærð, fjölda gota og fjölda ásetningsgrísa og
sláturgrísa, sem fæddir eru á svínabúinu að Hamri, Mosfellssveit á árunum
1980-1983.
Tafla nr. 1. 1 Bústærð og fiöldi grísa á Hamri.
Ar Fjöldi gyltna Fjöldi galta Fjöldi gota Fjöldi gota Fjöldi eftir hverja ásetn:- gyltu grísa Fjöldi slátur-: grísa Fjöldi ' grísa til nytja Fjöldi grísa eftir hverja gyltu_á einu ári
1980 101 5 80 14 598 612
1981 104 5 169 1,63 60 1314 1374 13,21
1982 104 5 216 2,08 72 1857 1929 18,55
1983 99 5 203 2,05 59 1757 1816 18,34
Af töflu nr. 1 sést m.a. eftirfarandi.
h) Bústærðin er nokkurn veginn sú sama öll árin.
B) Með tilkomu skýrsluhalds og réttri notkun þess
hefur tekist að auka fjölda gota eftir hverja
gyltu á ári úr 1,63 goti í rúmlega tvö got.
C) Fjöldi grísa á einu ári eftir gyltu hefur aukist
um rúmlega 5 grísi með tilkomu skýrsluhalds. Ef
reiknað er með að verð á svínakjöti til bænda sé
127 kr. og að meðalfallþungi sé 57 kg, þá aukast
brúttótekjur eftir hverja gyltu um 36195 kr. á
árunum 1982 og 1983, miðað við samsvarandi brúttó-
tekjur árið 1981.
Ef dálkurinn "Fjöldi grisa til nytja" er athugaður sést að á árinu 1983
fengust um 100 grisum færra til slátrunar og ásetnings en á árinu 1982.
Þetta gerist þrátt fyrir aó aldur grísa við fráfærur lækkar úr 40,8 dögum
1982 niður í 37,9 daga 1983. Skýringin á þessu er meóal annars, að á árinu
1983 voru mjög tið mannaskipti á búinu og ekki eins vel staóið aó
búrekstrinum og á árinu 1982. Sem dæmi um þessa óreiðu, sem var á
búrekstrinum má nefna að margar gyltur felldu niður gangmál einkum seinast
í ágústmánuði. Þetta er ein aðalástæðan fyrir því að færri grísir fæddust
á árinu 1983 en árinu 1982. Þetta sést glöggt þegar athugaður er fjöldi
gota og fjöldi fædara grisa i janúarmánuði, annars vegar á árinu 1983 og
hins vegar á árinu 1984. 1 janúar 1984 gutu alls 26 gyltur og 316 grisir
fæddust, en samsvarandi tölur fyrir janúar 1983 eru 13 gyltur og 152
grísir.
Til þess að gera sér einhverja grein fyrir hvernig staða islenskrar
svinaræktar er i dag, eru hér á eftir birtar niðurstöður byggðar á skýrslum
sláturleyfishafa og talningum fóðurbirgðafélaganna. Tafla nr. 2 sýnir
fjölda sláturgrísa og ásetningsgrisa á árunum 1981 til og með 1983, ásamt
fjölda sláturgrisa og ásetningsgrísa eftir hverja gyltu á einu ári. Fjöldi
sláturgrisa er tekinn úr skýrslum sláturleyfishafa og fjöldi fullorðinna
svína er samkvæmt talningu fóðurbirgðafélaganna.