Ráðunautafundur - 11.02.1985, Blaðsíða 76
66
Aldur viö
fráfærur,
dagar
Þyngd grisa
viö fráfærur
kg
21
28
35
42
49
56
63
70
5,0
7,0
9,0
11,0
13,0
15,0
17,5
20,0
Meðalþungi grísa viö fráfærur ásamt fjölda grísa er oftast notaður sem
mælikvarði fyrir mjólkurlagni og frjósemi gyltunnar.
E) Af töflu nr. 7 sést að þyngd grísanna við slátrun og fallþungi
þeirra er svipaður þrjú fyrstu árin og að árið 1983 sker sig úr hvað þetta
varðar. Hér að framan er minnst á, að all mikil óreiða var i búrekstrinum
siðari hluta árs 1983, svo sem tið mannaskipti, oft skipt um fóðurblöndur
og síðast en ekki sist var loftræstikerfið i aligrisahúsinu meira og minna
bilað siðari hluta árs 1983 og fyrri hluta árs 1984. Þetta leiddi til þess
meðal annars að teknir voru léttari grisir til slátrunar en á árunum 1980,
1981 og 1982.
Á Norðurlöndum hefur lengi verið talið hagkvæmast að slátra svinum,
þegar þau hafa náð 90 kg þyngd, en þá er fallþungi þeirra um 60 kg. NÚ
síðari ár hafa tilraunir sýnt, að hagkvæmast er að slátra grísunum 100-110
kg þungum, en þá er fallþungi þeirra 70-74 kg. Með þessu vegur gyltufóðrið
og smágrisafóðrið, sem er dýrasta fóðrið, hlutfallslega minna i
fóóurkostnaðnum, en gæta verður vel að þvi að grisirnir fitni ekki seinast
á eldisskeiðinu.
F) Á töflu nr. 7 sést að með tilkomu skýrsluhaldsins hefur tekist að
lækka aldur grisanna við slátrun um rúmlega mánuð. Aldur grisanna við
slátrun 1983 er ekki alveg sambærilegur vió samsvarandi tölur hinna áranna
vegna þess að þyngd sláturgrisanna er að meðaltali 83,7 kg 1983 i stað ca.
87,0 kg hin árin. Vaxtarhraði grisanna 1983 var að meðaltali 405,5 g á dag
frá fráfærum til slátrunar, svo aó reikna má með að aldur þeirra við
slátrun hefði oróið um 237 dagar, ef þeim hefði verió slátrað rúmlega 87 kg
þungum.
Auóvitað er þaó mikill árangur, sem fengist hefur af skýrsluhaldinu,
að geta lækkaó meðalslátrunaraldur grisanna um rúmlega einn mánuð og þá um
leið sparað mikinn reksturskostnað. Glæsileikinn af þessum árangri dvinar
mjög, ef niðurstöður þessa skýrsluhalds eru bornar saman við sambærilegar
nióurstöður frá Norðurlöndum. Meðalaldur 90 kg grísa með 60 kg fallþunga
er talinn vera 170-180 dagar á Norðurlöndum. Samkvæmt þessu þurfa
islenskir svinabændur að ala sláturgrisi sina um þrem mánuðum lengur, en
starfsbræður þeirra á Norðurlöndum, ef miðað er við niðurstöður
skýrsluhaldsins frá 1980. Margt bendir til, meðal annars niðurstöður úr
skýrslum sláturleyfishafa, að hjá meirihluta islenskra svinabænda sé svipað
ástand á búrekstrinum og var á svinabúinu að Hamri 1980 og 1981.
Tafla nr. 8 sýnir vaxtarhraða grisanna frá fæðingu til fráfærna og
slátrunar og frá fráfærum til slátrunar.